Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar 20. ágúst 2025 07:32 Það bárust fréttir úr Vonarstræti í byrjun ársins. Það var kominn titringur á Alþingi, reyndar aðeins á 5. hæð Smiðju, þegar strætó eða aðrir þungir bílar óku eftir götunni. Titringurinn fannst líka í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, og samkvæmt fréttum hafði fólk þar áhyggjur af því að Úkraínuforseta gæti orðið bylt við. Án þess að mæla fyrir hönd Selenskí, því hann er fullfær um það sjálfur, þá held ég að hann hafi kynnst verra. Mér finnst leitt að heyra af þessum titringi. Hann gerist þó í flestum húsum með stálgrind og er eðlilegur hluti af byggingu þeirra. Það er þó smávægilegur hristingur miðað við höggin sem hver einasti strætóstjóri má búast við tugi skipta í hverri ferð, og um leið allir farþegar þeirra. Allar hraðahindranir eins og sú sem er í Vonarstræti virka þannig að bíll keyrir á þær og verður fyrir örlitlum eða nokkrum árekstri, það fer eftir hraða bílsins og ástandi hindrunar, og ökumenn læra að hægja á sér. Það skapar álag á bíl og ökumann. Það verður að finna leiðir til að ná niður umferðarhraða sem ekki valda þessu álagi. Hraðahindrun við Vonarstræti.Aðsend Strætó fer að mestu leyti eftir tengigötum, ekki húsagötum. Tengigötur liggja víða nálægt skólum og það er lífsnauðsynlegt að ná niður umferðarhraða þar. Það verður að finna aðrar aðferðir heldur en að byggja dýrar granítfyrirstöður til þess. Það er hægt að setja upp hraðamyndavélar eða aðrar lausnir fyrir það fé sem sparast ef við hættum að búa til hraðahindranir. Það myndi bæta líðan strætóstjóra og strætófarþega, nema ef stjórnendum finnst að það eigi stöðugt að minna fólk í strætó á að það hafi valið rangan kost? Svo myndi það bæta ástand þúsunda bíla sem er ekið eftir tengigötunum daglega, og líðan bílstjóra þeirra og farþega. Hversu margar eru hraðahindranirnar? Á leið 13 sem fer frá Hringbraut út á Eiðisgranda og þar aftur til baka upp á Sléttuveg eru 38 hraðahindranir merktar á Borgarvefsjá. Vagninn fer þetta á 36 mínútum miðað við áætlun, þannig að það er meira en ein á mínútu alla ferðina. Vandinn við hraðahindranir eins og eru algengastar hér er fjölþættur. Í fyrsta lagi eru þær dýrar í uppsetningu. Endurgerð á níu hraðahindrunum í Reykjavík á þessu ári er áætluð 200 milljónir, eða 22 milljónir á hverja þeirra. Þær eru þungar og síga gjarnan í jörðina og þarf að endurbæta stöðugt eftir hvern íslenskan vetur með tilheyrandi kostnaði. Það er mjög augljóst núna eftir frostakafla þegar þiðnar, og hraðahindrunin hefur sigið, eða vegur lyfst. Þær fara illa með bakið á strætóstjórum. Þær fara illa með strætófarþega, bæði á geði og líkama. Það er löngu kominn tími að velja aðrar leiðir til að halda niðri umferðarhraða á strætóleiðum. Þá er búið að breyta hraðahindruninni í Vonarstræti. Ekki með því að taka hana burtu, sem hefði verið ódýrasta leiðin, heldur með því að malbika upp að henni, svo hún virkar ekki lengur sem hraðahindrun. Þarna verður hún þá til frambúðar, nokkurra milljón króna flykki sem ekki gegnir sínu hlutverki heldur er grafin í götuna, svona eins og hugmynd sem aldrei virkaði almennilega. Gildir það bara gagnvart fólkinu á Alþingi og í ráðhúsinu, eða geta aðrir vegfarendur farið fram á að það gildi fyrir þau líka? Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það bárust fréttir úr Vonarstræti í byrjun ársins. Það var kominn titringur á Alþingi, reyndar aðeins á 5. hæð Smiðju, þegar strætó eða aðrir þungir bílar óku eftir götunni. Titringurinn fannst líka í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, og samkvæmt fréttum hafði fólk þar áhyggjur af því að Úkraínuforseta gæti orðið bylt við. Án þess að mæla fyrir hönd Selenskí, því hann er fullfær um það sjálfur, þá held ég að hann hafi kynnst verra. Mér finnst leitt að heyra af þessum titringi. Hann gerist þó í flestum húsum með stálgrind og er eðlilegur hluti af byggingu þeirra. Það er þó smávægilegur hristingur miðað við höggin sem hver einasti strætóstjóri má búast við tugi skipta í hverri ferð, og um leið allir farþegar þeirra. Allar hraðahindranir eins og sú sem er í Vonarstræti virka þannig að bíll keyrir á þær og verður fyrir örlitlum eða nokkrum árekstri, það fer eftir hraða bílsins og ástandi hindrunar, og ökumenn læra að hægja á sér. Það skapar álag á bíl og ökumann. Það verður að finna leiðir til að ná niður umferðarhraða sem ekki valda þessu álagi. Hraðahindrun við Vonarstræti.Aðsend Strætó fer að mestu leyti eftir tengigötum, ekki húsagötum. Tengigötur liggja víða nálægt skólum og það er lífsnauðsynlegt að ná niður umferðarhraða þar. Það verður að finna aðrar aðferðir heldur en að byggja dýrar granítfyrirstöður til þess. Það er hægt að setja upp hraðamyndavélar eða aðrar lausnir fyrir það fé sem sparast ef við hættum að búa til hraðahindranir. Það myndi bæta líðan strætóstjóra og strætófarþega, nema ef stjórnendum finnst að það eigi stöðugt að minna fólk í strætó á að það hafi valið rangan kost? Svo myndi það bæta ástand þúsunda bíla sem er ekið eftir tengigötunum daglega, og líðan bílstjóra þeirra og farþega. Hversu margar eru hraðahindranirnar? Á leið 13 sem fer frá Hringbraut út á Eiðisgranda og þar aftur til baka upp á Sléttuveg eru 38 hraðahindranir merktar á Borgarvefsjá. Vagninn fer þetta á 36 mínútum miðað við áætlun, þannig að það er meira en ein á mínútu alla ferðina. Vandinn við hraðahindranir eins og eru algengastar hér er fjölþættur. Í fyrsta lagi eru þær dýrar í uppsetningu. Endurgerð á níu hraðahindrunum í Reykjavík á þessu ári er áætluð 200 milljónir, eða 22 milljónir á hverja þeirra. Þær eru þungar og síga gjarnan í jörðina og þarf að endurbæta stöðugt eftir hvern íslenskan vetur með tilheyrandi kostnaði. Það er mjög augljóst núna eftir frostakafla þegar þiðnar, og hraðahindrunin hefur sigið, eða vegur lyfst. Þær fara illa með bakið á strætóstjórum. Þær fara illa með strætófarþega, bæði á geði og líkama. Það er löngu kominn tími að velja aðrar leiðir til að halda niðri umferðarhraða á strætóleiðum. Þá er búið að breyta hraðahindruninni í Vonarstræti. Ekki með því að taka hana burtu, sem hefði verið ódýrasta leiðin, heldur með því að malbika upp að henni, svo hún virkar ekki lengur sem hraðahindrun. Þarna verður hún þá til frambúðar, nokkurra milljón króna flykki sem ekki gegnir sínu hlutverki heldur er grafin í götuna, svona eins og hugmynd sem aldrei virkaði almennilega. Gildir það bara gagnvart fólkinu á Alþingi og í ráðhúsinu, eða geta aðrir vegfarendur farið fram á að það gildi fyrir þau líka? Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun