Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 07:30 Alexander Rafn Pálmason hefur slegið hvert metið á fætur öðru sem yngsti leikmaður efstu deildar hér á landi og mun svo halda áfram að þróast sem leikmaður Nordsjælland frá og með næsta sumri. Samsett/Vísir/FCN Forkólfar danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland hrósa happi yfir því að hafa fest kaup á unga methafanum úr KR, Alexander Rafni Pálmasyni, en væntanleg vistaskipti hans voru formlega tilkynnt í gær. Hann mun þó fyrst klára grunnskóla á Íslandi áður en hann heldur út. Alexander er aðeins 15 ára og mun áfram spila með KR en halda svo til Nordsjælland næsta sumar, þegar hann verður orðinn 16 ára. Hann fór til reynslu hjá Nordsjælland og einnig FC Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur, og tók þátt í að vinna æfingamót í Hollandi með Nordsjæland, áður en hann skrifaði undir samning við KR sem gildir út árið 2027. Danska félagið þarf því að kaupa hann en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Alexander varð í fyrrasumar yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild karla á Íslandi, þá 14 ára og 147 daga gamall, þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson setti hann inn á í 4-2 sigri gegn ÍA. Pabbi hans, Pálmi Rafn Pálmason, hafði áður verið með Alexander á varamannabekknum þegar hann stýrði KR tímabundið. Alexander hefur síðan orðið yngstur til að vera í byrjunarliði í efstu deild, yngstur til að gefa stoðsendingu og yngstur til að skora, og hrifsað met sem áður voru í eigu sjálfs Eiðs Smára Guðjohnsen (Sigurður Breki Kárason, einnig í KR, var þó á undan til að bæta met Eiðs sem sá yngsti í byrjunarliði, áður en Alexander bætti met Sigurðar). Sló í gegn innan sem utan vallar Juan José Jacob Peñalver, yfirmaður akademíunnar hjá Nordsjælland, og Mirhan Fazliu sem stýrir leikmannakaupum í akademíunni, tala afar vel um Alexander á heimasíðu félagsins: „Alexander er skandinavískt hæfileikabúnt og einn sá mest spennandi frá Íslandi, og við erum afar ánægðir með að hann komi til Nordsjælland frá KR sumarið 2026. Hann hefur þegar heimsótt okkur og tekið þátt í alþjóðlegu móti þar sem hann heillaði með hæfileikum sínum innan vallar en ekki síður með þroska sínum, samskiptum og karakterstyrk utan vallar Við erum sannfærðir um að Alexander hafi þá hæfileika sem til þarf, bæði sem íþróttamaður og manneskja, til að komast með farsælum hætti í gegnum akademíuna okkar. Og við hlökkum til að vera miðpunktur þess að hann þróist, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Peñalver og bætti við hve stoltir Nordsjælland-menn mættu vera að Alexander hefði valið félagið. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) „Alexander er leikmaður með mjög þroskaðan prófíl miðað við aldur. Hann er með góðan tæknilegan grunn, þar sem hann getur bæði farið hratt með boltann og líka haldið ró í þröngum aðstæðum. Ákvarðanatakan sýnir mikinn þroska og yfirvegun, og hann höndlar að aðlagast ólíkum taktískum aðstæðum með mikilli orku og gæðum,“ sgaði Fazliu og tók í sama streng varðandi það hve Alexander sýndi einnig mikla hæfileika í að hafa áhrif á leikmenn í kringum sig. Danski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Alexander er aðeins 15 ára og mun áfram spila með KR en halda svo til Nordsjælland næsta sumar, þegar hann verður orðinn 16 ára. Hann fór til reynslu hjá Nordsjælland og einnig FC Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur, og tók þátt í að vinna æfingamót í Hollandi með Nordsjæland, áður en hann skrifaði undir samning við KR sem gildir út árið 2027. Danska félagið þarf því að kaupa hann en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Alexander varð í fyrrasumar yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild karla á Íslandi, þá 14 ára og 147 daga gamall, þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson setti hann inn á í 4-2 sigri gegn ÍA. Pabbi hans, Pálmi Rafn Pálmason, hafði áður verið með Alexander á varamannabekknum þegar hann stýrði KR tímabundið. Alexander hefur síðan orðið yngstur til að vera í byrjunarliði í efstu deild, yngstur til að gefa stoðsendingu og yngstur til að skora, og hrifsað met sem áður voru í eigu sjálfs Eiðs Smára Guðjohnsen (Sigurður Breki Kárason, einnig í KR, var þó á undan til að bæta met Eiðs sem sá yngsti í byrjunarliði, áður en Alexander bætti met Sigurðar). Sló í gegn innan sem utan vallar Juan José Jacob Peñalver, yfirmaður akademíunnar hjá Nordsjælland, og Mirhan Fazliu sem stýrir leikmannakaupum í akademíunni, tala afar vel um Alexander á heimasíðu félagsins: „Alexander er skandinavískt hæfileikabúnt og einn sá mest spennandi frá Íslandi, og við erum afar ánægðir með að hann komi til Nordsjælland frá KR sumarið 2026. Hann hefur þegar heimsótt okkur og tekið þátt í alþjóðlegu móti þar sem hann heillaði með hæfileikum sínum innan vallar en ekki síður með þroska sínum, samskiptum og karakterstyrk utan vallar Við erum sannfærðir um að Alexander hafi þá hæfileika sem til þarf, bæði sem íþróttamaður og manneskja, til að komast með farsælum hætti í gegnum akademíuna okkar. Og við hlökkum til að vera miðpunktur þess að hann þróist, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Peñalver og bætti við hve stoltir Nordsjælland-menn mættu vera að Alexander hefði valið félagið. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) „Alexander er leikmaður með mjög þroskaðan prófíl miðað við aldur. Hann er með góðan tæknilegan grunn, þar sem hann getur bæði farið hratt með boltann og líka haldið ró í þröngum aðstæðum. Ákvarðanatakan sýnir mikinn þroska og yfirvegun, og hann höndlar að aðlagast ólíkum taktískum aðstæðum með mikilli orku og gæðum,“ sgaði Fazliu og tók í sama streng varðandi það hve Alexander sýndi einnig mikla hæfileika í að hafa áhrif á leikmenn í kringum sig.
Danski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira