„Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 08:02 Iga Swiatek tapaði ekki einu einasta setti á Cincinnati Open. Getty/Robert Prange Pólska tennisstjarnan Iga Swiatek lét vægast sagt furðuleg ummæli spyrils í viðtali ekki trufla sig á leið sinni að sigri á Cincinnati Open mótinu um helgina. Hin 24 ára gamla Swiatek vann Jasmine Paolini frá Ítalíu í úrslitaleiknum, 7-5 og 6-4, og fer því full sjálfstrausts inn í Opna bandaríska mótið sem hefst á sunnudaginn. Í undanúrslitunum vann hún Elenu Rybakina og var gripin í viðtal þar sem skringileg ummæli féllu, eins og sjá má hér að neðan. Iga Swiatek after beating Elena Rybakina to reach 1st Cincinnati finalIga: “Wait… is that rain?“No, it’s probably me spitting on you while I’m asking a question” 💀💀💀 pic.twitter.com/WTtrHahXmp— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 17, 2025 Swiatek ætlaði að fara að svara spurningu en stoppaði viðtalið því henni fannst eins og að hún hefði fengið á sig regndropa. Þá sagði spyrillinn: „Nei, nei, nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig þegar ég var að spyrja þig.“ Swiatek, sem er í þriðja sæti heimslistans, var ekkert að kippa sér upp við þetta og sagðist einfaldlega hafa talið siga hafa heyrt í þrumum en hélt svo áfram með viðtalið. Eins og fyrr segir vann hún svo sigur á mótinu og tapaði raunar ekki setti á öllu mótinu, sem gefur góð fyrirheit fyrir síðasta risamót ársins. Swiatek vann Wimbledon-mótið í síðasta mánuði. „Ég er ánægð með vinnuna hjá mér, hvernig hlutirnir hafa þróast. Ég er líka ánægð með að hafa ekki tapað setti. Ég er góður spilari og get spilað á hvaða undirlagi sem er,“ sagði Swiatek eftir mótið. Tennis Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sjá meira
Hin 24 ára gamla Swiatek vann Jasmine Paolini frá Ítalíu í úrslitaleiknum, 7-5 og 6-4, og fer því full sjálfstrausts inn í Opna bandaríska mótið sem hefst á sunnudaginn. Í undanúrslitunum vann hún Elenu Rybakina og var gripin í viðtal þar sem skringileg ummæli féllu, eins og sjá má hér að neðan. Iga Swiatek after beating Elena Rybakina to reach 1st Cincinnati finalIga: “Wait… is that rain?“No, it’s probably me spitting on you while I’m asking a question” 💀💀💀 pic.twitter.com/WTtrHahXmp— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 17, 2025 Swiatek ætlaði að fara að svara spurningu en stoppaði viðtalið því henni fannst eins og að hún hefði fengið á sig regndropa. Þá sagði spyrillinn: „Nei, nei, nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig þegar ég var að spyrja þig.“ Swiatek, sem er í þriðja sæti heimslistans, var ekkert að kippa sér upp við þetta og sagðist einfaldlega hafa talið siga hafa heyrt í þrumum en hélt svo áfram með viðtalið. Eins og fyrr segir vann hún svo sigur á mótinu og tapaði raunar ekki setti á öllu mótinu, sem gefur góð fyrirheit fyrir síðasta risamót ársins. Swiatek vann Wimbledon-mótið í síðasta mánuði. „Ég er ánægð með vinnuna hjá mér, hvernig hlutirnir hafa þróast. Ég er líka ánægð með að hafa ekki tapað setti. Ég er góður spilari og get spilað á hvaða undirlagi sem er,“ sagði Swiatek eftir mótið.
Tennis Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sjá meira