Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2025 09:47 Nakhimov aðmíráll dreginn úr höfn á mánudaginn. Telegram Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar. Skipið var smíðað í Leníngrad árið 1983, nú Pétursborg, en sjósett árið 1986. Þá hét skipið Kalinin en það er af gerð beitiskipa sem kallast Project 1144.2 Orlan í Rússlandi en innan Atlantshafsbandalagsins hafa skipin verið kölluð Kirov, samkvæmt frétt WarZone. Síðustu sjóferð beitiskipsins lauk árið 1997 og var það dregið í slipp árið 1999, þar sem það var þangað til á mánudaginn. Þá var því siglt út á Hvítahaf vegna tilrauna og seinna meir stendur til að sigla Nakhimov út á Barentshaf, þar sem framkvæma á æfingar og tilraunir yfir nokkra mánuði, með norðurflotanum. Nakhimov á að leysa Pyotr Velikiy, beitiskip af sömu gerð, af hólmi. 🇷🇺🫡⚓️ At last..heavy nuclear cruiser «Admiral Nakhimov» left SevMash shipyard for sea-trials after refurbishing. The ship spent more than 25 yrs at the shipyard. 📸 Courtesy: L.Alekseeva pic.twitter.com/WWPUoRds9U— KURYER🤔 (@RSS_40) August 18, 2025 Í frétt Barents Observer segir að eftir endurbæturnar verði beitiskipið búið eldflaugum, tundurskeytum og fallbyssum og það eigi að allra öflugasta herskip Rússa. Nakhimov ku einnig vera búið ofurhljóðfráum stýriflaugum sem kallast Tsirkon. Í heildina er talið að skipið sé nú búið ekki færri en 174 túbum eða skotstæðum fyrir eldflaugar og flugskeyti af ýmsum gerðum, sem er meira en á nokkru öðru skipi eða kafbáti í heiminum, svo vitað sé. Bandarísk beitiskip af gerðinni Ticonderoga eru búinn 122 skotstæðum fyrir eldflaugar og kínverskir „ofurtundurspillar“ af gerðinni Type 55 eru búnir 112. Það er því ljóst að skotgeta Nakhimovs verður töluverð. Sagt var frá því í febrúar að kveikt hefði verið á kjarnakljúfum beitiskipsins á nýjan leik og að til stæði að fara í sjóprófanir í sumar. Það er þó í kjölfar umfangsmikilla tafa á endurbótum á skipinu. TASS fréttaveitan sagði í febrúar að endurbæturnar hefðu hafist 1999 en vinnan hefði ekki komist á fullt skrið fyrr en 2013. Upprunalega stóð til að ljúka verkinu árið 2018 en verklokum var ítrekað frestað. 🇷🇺#Russian #Navy Video of the Admiral Nakhimov, a Kirov Class nuclear-powered battlecruiser's first sea trials after repairs and upgrades. It provides a closer look at the new radar systems and the new AK-192M 130mm naval gun. Video by Lyudmila Alekseeva. pic.twitter.com/uftFfSVgsZ— Capt(N) (@Capt_Navy) August 18, 2025 Sífellt meiri spenna á norðurslóðum Spennan hefur aukist nokkuð á norðurslóðum á undanförnum árum og er líklegt að Nakhimov aðmíráll muni spila stórt hlutverk í ætlunum Rússar þar á komandi árum. Mikilvægi norðurslóða hefur aukist töluvert með hopandi hafís og opnun nýrra siglingaleiða milli Asíu og Evrópu, auk aukins áhuga á nýtingu á auðlindum á svæðinu. Undanfarna mánuði hafa Rússar sakað Norðmenn um hervæðingu Svalbarða. Economist segir ráðamenn í Noregi vera þeirrar skoðunar að innganga Svía og Finna í NATO komi niður á Rússum í Eystrasalti og því vilji þeir leggja meiri áherslu á norðurslóðir. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Svalbarði er mitt á milli Grænlands, Noregs og Rússlands og verður sífellt mikilvægari á norðurslóðum. Eyjarnar spila einnig stærðarinnar rullu í varnarmálum en Rússar hafa sérstakar áhyggjur af flotastöðvum þeirra á Kólaskaga, þar sem kjarnorkufloti þeirra er hýstur. Auk þess væri hægt að nota Svalbarða til eftirlits í Rússlandi. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Rússar hafa í áratugi verið með byggð á Svalbarða, sem þeim er heimilt samkvæmt Svalbarðasamningnum. Bærinn heitir Barentsburg og er rekinn af fyrirtækinu Arktikugol Þá tilkynnti Vladimír Pútin, forseti Rússland, tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að fjölga rússneskum hermönnum á norðurslóðum, á sama tíma og hann sakaði aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu á svæðinu. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir. Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Noregur Vladimír Pútín Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Skipið var smíðað í Leníngrad árið 1983, nú Pétursborg, en sjósett árið 1986. Þá hét skipið Kalinin en það er af gerð beitiskipa sem kallast Project 1144.2 Orlan í Rússlandi en innan Atlantshafsbandalagsins hafa skipin verið kölluð Kirov, samkvæmt frétt WarZone. Síðustu sjóferð beitiskipsins lauk árið 1997 og var það dregið í slipp árið 1999, þar sem það var þangað til á mánudaginn. Þá var því siglt út á Hvítahaf vegna tilrauna og seinna meir stendur til að sigla Nakhimov út á Barentshaf, þar sem framkvæma á æfingar og tilraunir yfir nokkra mánuði, með norðurflotanum. Nakhimov á að leysa Pyotr Velikiy, beitiskip af sömu gerð, af hólmi. 🇷🇺🫡⚓️ At last..heavy nuclear cruiser «Admiral Nakhimov» left SevMash shipyard for sea-trials after refurbishing. The ship spent more than 25 yrs at the shipyard. 📸 Courtesy: L.Alekseeva pic.twitter.com/WWPUoRds9U— KURYER🤔 (@RSS_40) August 18, 2025 Í frétt Barents Observer segir að eftir endurbæturnar verði beitiskipið búið eldflaugum, tundurskeytum og fallbyssum og það eigi að allra öflugasta herskip Rússa. Nakhimov ku einnig vera búið ofurhljóðfráum stýriflaugum sem kallast Tsirkon. Í heildina er talið að skipið sé nú búið ekki færri en 174 túbum eða skotstæðum fyrir eldflaugar og flugskeyti af ýmsum gerðum, sem er meira en á nokkru öðru skipi eða kafbáti í heiminum, svo vitað sé. Bandarísk beitiskip af gerðinni Ticonderoga eru búinn 122 skotstæðum fyrir eldflaugar og kínverskir „ofurtundurspillar“ af gerðinni Type 55 eru búnir 112. Það er því ljóst að skotgeta Nakhimovs verður töluverð. Sagt var frá því í febrúar að kveikt hefði verið á kjarnakljúfum beitiskipsins á nýjan leik og að til stæði að fara í sjóprófanir í sumar. Það er þó í kjölfar umfangsmikilla tafa á endurbótum á skipinu. TASS fréttaveitan sagði í febrúar að endurbæturnar hefðu hafist 1999 en vinnan hefði ekki komist á fullt skrið fyrr en 2013. Upprunalega stóð til að ljúka verkinu árið 2018 en verklokum var ítrekað frestað. 🇷🇺#Russian #Navy Video of the Admiral Nakhimov, a Kirov Class nuclear-powered battlecruiser's first sea trials after repairs and upgrades. It provides a closer look at the new radar systems and the new AK-192M 130mm naval gun. Video by Lyudmila Alekseeva. pic.twitter.com/uftFfSVgsZ— Capt(N) (@Capt_Navy) August 18, 2025 Sífellt meiri spenna á norðurslóðum Spennan hefur aukist nokkuð á norðurslóðum á undanförnum árum og er líklegt að Nakhimov aðmíráll muni spila stórt hlutverk í ætlunum Rússar þar á komandi árum. Mikilvægi norðurslóða hefur aukist töluvert með hopandi hafís og opnun nýrra siglingaleiða milli Asíu og Evrópu, auk aukins áhuga á nýtingu á auðlindum á svæðinu. Undanfarna mánuði hafa Rússar sakað Norðmenn um hervæðingu Svalbarða. Economist segir ráðamenn í Noregi vera þeirrar skoðunar að innganga Svía og Finna í NATO komi niður á Rússum í Eystrasalti og því vilji þeir leggja meiri áherslu á norðurslóðir. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Svalbarði er mitt á milli Grænlands, Noregs og Rússlands og verður sífellt mikilvægari á norðurslóðum. Eyjarnar spila einnig stærðarinnar rullu í varnarmálum en Rússar hafa sérstakar áhyggjur af flotastöðvum þeirra á Kólaskaga, þar sem kjarnorkufloti þeirra er hýstur. Auk þess væri hægt að nota Svalbarða til eftirlits í Rússlandi. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Rússar hafa í áratugi verið með byggð á Svalbarða, sem þeim er heimilt samkvæmt Svalbarðasamningnum. Bærinn heitir Barentsburg og er rekinn af fyrirtækinu Arktikugol Þá tilkynnti Vladimír Pútin, forseti Rússland, tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að fjölga rússneskum hermönnum á norðurslóðum, á sama tíma og hann sakaði aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu á svæðinu. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir.
Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Noregur Vladimír Pútín Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira