Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:03 Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Vísir/Ívar Fannar Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um hálfa milljón króna vegna of langs auglýsingatíma fyrir Áramótaskaupið árið 2024. Auglýsing fyrir útvarpsstöð fjölmiðilsins varð þeim að falli. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun í byrjun árs um tiltekna auglýsingu sem birst hafði ítrekað á sjónvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins þar sem Rás 2, útvarpsstöð miðilsins, var auglýst. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið mega auglýsingar á hverri klukkustund alls vera átta mínútur. Af þessum átta mínútum teljast ekki með „tilkynningar frá Ríkisútvarpinu um myndmiðlunarefni þess og stoðframleiðslu sem leiðir beint af því efni.“ Nefndin tók kvörtunina til skoðunar og afmarkaði tímarammann við 31. desember á milli klukkan tíu og ellefu að kvöldi til, klukkustundina áður en hið gífurvinsæla Áramótaskaup er sent út. Samkvæmt Ríkisútvarpinu voru auglýsingarnar klukkustundina fyrir skaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur. Á þessari klukkustund var einnig sýnd umrædd auglýsing fyrir Rás 2, sem er alls ein mínúta og 37 sekúndur að lengd. Ríkisútvarpið taldi að birting á auglýsingunni félli ekki undir átta mínútna auglýsingatímann þar sem um væri að ræða kynningu á þeirra eigin vöru sem væri ekki til sölu heldur öllum opin. Þar sem auglýsingar fyrir myndmiðlunarefni fjölmiðilsins væru leyfilegar umfram átta mínúturnar ættu því auglýsingar fyrir hljóðmiðlun þeirra einnig að falla þar undir. Slík túlkun á lögunum hafi verið við lýði án athugasemda. Eftir að svör Ríkisútvarpsins bárust tók Fjölmiðlanefnd málið aftur fyrir. Þar var ákveðið að með hugtakinu stoðframleiðslu sé einungis átt við framleiðslu eða vörur sem tengjast myndmiðlunarefni, en þar sem Rás 2 er útvarpsstöð sé auglýsing stöðvarinnar hljóðmiðlunarefni. Auglýsing fyrir dagskrá Rásar 2 eigi því að falla undir áðurnefndar átta mínútur af auglýsingum á hverja klukkustund. Líkt og kom fram voru auglýsingar fyrir Áramótaskaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur en um er að ræða eitt dýrasta og vinsælasta auglýsingapláss. Með úrskurði Fjölmiðlanefndar falli hins vegar auglýsing fyrir Rás 2 undir tímann og voru því auglýsingarnar alls 9 mínútur og 36 sekúndur, eða alls 96 sekúndum yfir leyfilegu hámarki. Ríkisútvarpið hafi því brotið gegn 4. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið og þurfa því að greiða fimm hundruð þúsund króna sekt samkvæmt úrskurði Fjölmiðlanefndar. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Fjölmiðlanefnd barst kvörtun í byrjun árs um tiltekna auglýsingu sem birst hafði ítrekað á sjónvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins þar sem Rás 2, útvarpsstöð miðilsins, var auglýst. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið mega auglýsingar á hverri klukkustund alls vera átta mínútur. Af þessum átta mínútum teljast ekki með „tilkynningar frá Ríkisútvarpinu um myndmiðlunarefni þess og stoðframleiðslu sem leiðir beint af því efni.“ Nefndin tók kvörtunina til skoðunar og afmarkaði tímarammann við 31. desember á milli klukkan tíu og ellefu að kvöldi til, klukkustundina áður en hið gífurvinsæla Áramótaskaup er sent út. Samkvæmt Ríkisútvarpinu voru auglýsingarnar klukkustundina fyrir skaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur. Á þessari klukkustund var einnig sýnd umrædd auglýsing fyrir Rás 2, sem er alls ein mínúta og 37 sekúndur að lengd. Ríkisútvarpið taldi að birting á auglýsingunni félli ekki undir átta mínútna auglýsingatímann þar sem um væri að ræða kynningu á þeirra eigin vöru sem væri ekki til sölu heldur öllum opin. Þar sem auglýsingar fyrir myndmiðlunarefni fjölmiðilsins væru leyfilegar umfram átta mínúturnar ættu því auglýsingar fyrir hljóðmiðlun þeirra einnig að falla þar undir. Slík túlkun á lögunum hafi verið við lýði án athugasemda. Eftir að svör Ríkisútvarpsins bárust tók Fjölmiðlanefnd málið aftur fyrir. Þar var ákveðið að með hugtakinu stoðframleiðslu sé einungis átt við framleiðslu eða vörur sem tengjast myndmiðlunarefni, en þar sem Rás 2 er útvarpsstöð sé auglýsing stöðvarinnar hljóðmiðlunarefni. Auglýsing fyrir dagskrá Rásar 2 eigi því að falla undir áðurnefndar átta mínútur af auglýsingum á hverja klukkustund. Líkt og kom fram voru auglýsingar fyrir Áramótaskaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur en um er að ræða eitt dýrasta og vinsælasta auglýsingapláss. Með úrskurði Fjölmiðlanefndar falli hins vegar auglýsing fyrir Rás 2 undir tímann og voru því auglýsingarnar alls 9 mínútur og 36 sekúndur, eða alls 96 sekúndum yfir leyfilegu hámarki. Ríkisútvarpið hafi því brotið gegn 4. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið og þurfa því að greiða fimm hundruð þúsund króna sekt samkvæmt úrskurði Fjölmiðlanefndar.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira