Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:03 Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Vísir/Ívar Fannar Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um hálfa milljón króna vegna of langs auglýsingatíma fyrir Áramótaskaupið árið 2024. Auglýsing fyrir útvarpsstöð fjölmiðilsins varð þeim að falli. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun í byrjun árs um tiltekna auglýsingu sem birst hafði ítrekað á sjónvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins þar sem Rás 2, útvarpsstöð miðilsins, var auglýst. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið mega auglýsingar á hverri klukkustund alls vera átta mínútur. Af þessum átta mínútum teljast ekki með „tilkynningar frá Ríkisútvarpinu um myndmiðlunarefni þess og stoðframleiðslu sem leiðir beint af því efni.“ Nefndin tók kvörtunina til skoðunar og afmarkaði tímarammann við 31. desember á milli klukkan tíu og ellefu að kvöldi til, klukkustundina áður en hið gífurvinsæla Áramótaskaup er sent út. Samkvæmt Ríkisútvarpinu voru auglýsingarnar klukkustundina fyrir skaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur. Á þessari klukkustund var einnig sýnd umrædd auglýsing fyrir Rás 2, sem er alls ein mínúta og 37 sekúndur að lengd. Ríkisútvarpið taldi að birting á auglýsingunni félli ekki undir átta mínútna auglýsingatímann þar sem um væri að ræða kynningu á þeirra eigin vöru sem væri ekki til sölu heldur öllum opin. Þar sem auglýsingar fyrir myndmiðlunarefni fjölmiðilsins væru leyfilegar umfram átta mínúturnar ættu því auglýsingar fyrir hljóðmiðlun þeirra einnig að falla þar undir. Slík túlkun á lögunum hafi verið við lýði án athugasemda. Eftir að svör Ríkisútvarpsins bárust tók Fjölmiðlanefnd málið aftur fyrir. Þar var ákveðið að með hugtakinu stoðframleiðslu sé einungis átt við framleiðslu eða vörur sem tengjast myndmiðlunarefni, en þar sem Rás 2 er útvarpsstöð sé auglýsing stöðvarinnar hljóðmiðlunarefni. Auglýsing fyrir dagskrá Rásar 2 eigi því að falla undir áðurnefndar átta mínútur af auglýsingum á hverja klukkustund. Líkt og kom fram voru auglýsingar fyrir Áramótaskaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur en um er að ræða eitt dýrasta og vinsælasta auglýsingapláss. Með úrskurði Fjölmiðlanefndar falli hins vegar auglýsing fyrir Rás 2 undir tímann og voru því auglýsingarnar alls 9 mínútur og 36 sekúndur, eða alls 96 sekúndum yfir leyfilegu hámarki. Ríkisútvarpið hafi því brotið gegn 4. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið og þurfa því að greiða fimm hundruð þúsund króna sekt samkvæmt úrskurði Fjölmiðlanefndar. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Fjölmiðlanefnd barst kvörtun í byrjun árs um tiltekna auglýsingu sem birst hafði ítrekað á sjónvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins þar sem Rás 2, útvarpsstöð miðilsins, var auglýst. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið mega auglýsingar á hverri klukkustund alls vera átta mínútur. Af þessum átta mínútum teljast ekki með „tilkynningar frá Ríkisútvarpinu um myndmiðlunarefni þess og stoðframleiðslu sem leiðir beint af því efni.“ Nefndin tók kvörtunina til skoðunar og afmarkaði tímarammann við 31. desember á milli klukkan tíu og ellefu að kvöldi til, klukkustundina áður en hið gífurvinsæla Áramótaskaup er sent út. Samkvæmt Ríkisútvarpinu voru auglýsingarnar klukkustundina fyrir skaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur. Á þessari klukkustund var einnig sýnd umrædd auglýsing fyrir Rás 2, sem er alls ein mínúta og 37 sekúndur að lengd. Ríkisútvarpið taldi að birting á auglýsingunni félli ekki undir átta mínútna auglýsingatímann þar sem um væri að ræða kynningu á þeirra eigin vöru sem væri ekki til sölu heldur öllum opin. Þar sem auglýsingar fyrir myndmiðlunarefni fjölmiðilsins væru leyfilegar umfram átta mínúturnar ættu því auglýsingar fyrir hljóðmiðlun þeirra einnig að falla þar undir. Slík túlkun á lögunum hafi verið við lýði án athugasemda. Eftir að svör Ríkisútvarpsins bárust tók Fjölmiðlanefnd málið aftur fyrir. Þar var ákveðið að með hugtakinu stoðframleiðslu sé einungis átt við framleiðslu eða vörur sem tengjast myndmiðlunarefni, en þar sem Rás 2 er útvarpsstöð sé auglýsing stöðvarinnar hljóðmiðlunarefni. Auglýsing fyrir dagskrá Rásar 2 eigi því að falla undir áðurnefndar átta mínútur af auglýsingum á hverja klukkustund. Líkt og kom fram voru auglýsingar fyrir Áramótaskaupið alls 7 mínútur og 59 sekúndur en um er að ræða eitt dýrasta og vinsælasta auglýsingapláss. Með úrskurði Fjölmiðlanefndar falli hins vegar auglýsing fyrir Rás 2 undir tímann og voru því auglýsingarnar alls 9 mínútur og 36 sekúndur, eða alls 96 sekúndum yfir leyfilegu hámarki. Ríkisútvarpið hafi því brotið gegn 4. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið og þurfa því að greiða fimm hundruð þúsund króna sekt samkvæmt úrskurði Fjölmiðlanefndar.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira