Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2025 07:07 Ódýrar íbúðir seljast hratt á meðan dýrar íbúðir seljast hægar. Vísir/Vilhelm Rúmlega einn af hverjum átta kaupsamningum sem gerðir voru í júní voru um íbúð í nýbyggingu. Þinglýstir kaupsamningar voru 991, þar af 132 um nýjar íbúðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en þar segir einnig að umsvif á fasteignamarkaði hafi verið í takt við meðaltal síðust ára. Veltan var rúmlega 74,9 milljarðar króna og meðalvelta á hvern kaupsamning 75,6 milljónir króna. Meðalvelta á hvern kaupsamning um nýja íbúð var 92,4 milljónir króna, samanborið við 73 milljóna króna meðalveltu á öðrum íbúðum. „Þrátt fyrir að fasteignaverð hafi hækkað í takt við verðbólgu á síðustu tólf mánuðum hefur húsnæðiskostnaður hækkað mun hraðar í verðlagsmælingum Hagstofu,“ segir í skýrslunni. „Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs, sem Hagstofa mælir, hækkaði um 7,1% á milli júlímánaða 2024 og 2025. Misræmi er á milli þróunar íbúðaverðs og húsnæðisliðarins þar sem Hagstofa tekur ekki lengur mið af fasteignaverði í útreikningi sínum á húsnæðiskostnaði, heldur leiguverði.“ Nýjar íbúðir seljast sjaldnast á undirverði Dýrari íbúðir eru að meðaltali um 80 prósent lengur að seljast en ódýrari íbúðir. Þá eru nýjar íbúðir tvöfalt lengur að seljast en eldri íbúðir. Markaður fyrir notaðar íbúðir er sagður í jafnvægi og samningsstaða seljenda og kaupenda álika sterk um þessar mundir. Þrátt fyrir dræma sölu virðast nýjar íbúðir sjaldnast seljast á undirverði en á sama tíma er ljóst að margar nýjar íbúðir eru óseldar. „Frá áramótum hefur færst í aukana að verð sé lækkað á auglýstum íbúðum í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýliðnum júlímánuði var auglýst verð til að mynda lækkað í 28 tilfellum um að meðaltali 5,4 milljónir króna. Til samanburðar var auglýst verð einungis lækkað í 8 tilfellum í janúar 2025 um að meðaltali 6,5 milljónir króna,“ segir í skýrslunni. Um leigumarkaðinn er það að segja að í júlí voru gerðir færri leigusamningar á sama tíma og virkum leitendum fjölgaði milli mánaða. Hlutfall virkra í leit á hvern leigusamning hækkaði úr 1,7 í júní í 2,2 í júlí. Um 1.700 nýir leigusamningar tóku gildi í júlí. Samkvæmt skýrslu HMS búa landsmenn að meðaltali í eignum sem eru 125 fermetrar að stærð og telja fjögur herbergi. Núverandi húsnæði leigjenda er að meðaltali 76 fermetrar að stærð, samanborið við 136 fermetra húsnæðiseigenda. „Þrátt fyrir leiguverðshækkanir síðustu ára er leiguverð sem hlutfall af fasteignaverði enn um fimmtungi (19%) lægra en það var fyrir 2020. Leiguverð sem hlutfall af fasteignaverði lækkaði hratt á tímum heimsfaraldursins, þar sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði dróst saman á meðan eftirspurn á fasteignamarkaði jókst í kjölfar vaxtalækkana á íbúðalánamarkaði.“ Skýrsluna má finna hér. Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en þar segir einnig að umsvif á fasteignamarkaði hafi verið í takt við meðaltal síðust ára. Veltan var rúmlega 74,9 milljarðar króna og meðalvelta á hvern kaupsamning 75,6 milljónir króna. Meðalvelta á hvern kaupsamning um nýja íbúð var 92,4 milljónir króna, samanborið við 73 milljóna króna meðalveltu á öðrum íbúðum. „Þrátt fyrir að fasteignaverð hafi hækkað í takt við verðbólgu á síðustu tólf mánuðum hefur húsnæðiskostnaður hækkað mun hraðar í verðlagsmælingum Hagstofu,“ segir í skýrslunni. „Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs, sem Hagstofa mælir, hækkaði um 7,1% á milli júlímánaða 2024 og 2025. Misræmi er á milli þróunar íbúðaverðs og húsnæðisliðarins þar sem Hagstofa tekur ekki lengur mið af fasteignaverði í útreikningi sínum á húsnæðiskostnaði, heldur leiguverði.“ Nýjar íbúðir seljast sjaldnast á undirverði Dýrari íbúðir eru að meðaltali um 80 prósent lengur að seljast en ódýrari íbúðir. Þá eru nýjar íbúðir tvöfalt lengur að seljast en eldri íbúðir. Markaður fyrir notaðar íbúðir er sagður í jafnvægi og samningsstaða seljenda og kaupenda álika sterk um þessar mundir. Þrátt fyrir dræma sölu virðast nýjar íbúðir sjaldnast seljast á undirverði en á sama tíma er ljóst að margar nýjar íbúðir eru óseldar. „Frá áramótum hefur færst í aukana að verð sé lækkað á auglýstum íbúðum í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýliðnum júlímánuði var auglýst verð til að mynda lækkað í 28 tilfellum um að meðaltali 5,4 milljónir króna. Til samanburðar var auglýst verð einungis lækkað í 8 tilfellum í janúar 2025 um að meðaltali 6,5 milljónir króna,“ segir í skýrslunni. Um leigumarkaðinn er það að segja að í júlí voru gerðir færri leigusamningar á sama tíma og virkum leitendum fjölgaði milli mánaða. Hlutfall virkra í leit á hvern leigusamning hækkaði úr 1,7 í júní í 2,2 í júlí. Um 1.700 nýir leigusamningar tóku gildi í júlí. Samkvæmt skýrslu HMS búa landsmenn að meðaltali í eignum sem eru 125 fermetrar að stærð og telja fjögur herbergi. Núverandi húsnæði leigjenda er að meðaltali 76 fermetrar að stærð, samanborið við 136 fermetra húsnæðiseigenda. „Þrátt fyrir leiguverðshækkanir síðustu ára er leiguverð sem hlutfall af fasteignaverði enn um fimmtungi (19%) lægra en það var fyrir 2020. Leiguverð sem hlutfall af fasteignaverði lækkaði hratt á tímum heimsfaraldursins, þar sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði dróst saman á meðan eftirspurn á fasteignamarkaði jókst í kjölfar vaxtalækkana á íbúðalánamarkaði.“ Skýrsluna má finna hér.
Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira