Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2025 23:31 Frá ferjubryggjunni við Flatey. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur hafnað beiðni Hótel Flateyjar um að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi svo hægt verði að byggja við hótelið. Sveitarstjóri segir að tillagan þurfi að falla betur að athugasemdum Minjastofnunar eigi hún fram að ganga. Hótel Flatey sótti í síðast amánuði um leyfi til að stækka hótelið og byggja á friðlýstu landi í Flatey. Íbúar á eyjunni voru ekki allir sáttir við áformin, og lýsti bóndi einn miklum áhyggjum af þessu í samtali við Vísi. Í bókun sveitarjórnar Reykhólahrepps segir að 29 umsagnir hafi borist um deiliskipulagstillöguna, bæði frá stofnunum og hagsmunaaðilum. „Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd telur mikilvægt að byggja undir rekstur Hótel Flateyjar en telur fram komnar umsagnir og ályktun íbúafundar sýna að mikilvægt er að taka skref til baka og vinna heildstætt mat á þolmörkum eyjarinnar með tilliti til innviða, náttúruverndar og félagslegra þolmarka.“ „Nefndin telur að umsögn Minjastofnunar sýni fram á að byggingaráform hótelsins, sem eru meginmarkmið breytingarinnar, samrýmist ekki skilmálum verndaráætlunar Flateyjar. Þar sem Minjastofnun, sem er leyfisveitandi framkvæmda innan friðhelgunarsvæða friðlýstra fornminja, leggst gegn fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu muni málið ekki ná fram að ganga í óbreyttri mynd,“ segir í bókuninni. Hótelið skipti miklu máli Lagt verði til að undirbúa samráð við Hótel Flatey, hagsmunaaðila og stofnanir til að skoða aðra möguleika til að ná fram markmiðum breytingarinnar án þess að ganga gegn verndarákvæðum. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir í samtali við fréttastofu að athugasemdirnar sem fram hafi komið hafi verið þess eðlis að sveitarfélagið hafi ákveðið að halda ekki áfram. „Þetta er verndarsvæði í byggð og þar gilda mjög strangar kröfur. Þegar Minjastofnun segir nei, er eiginlega ekki lengra haldið.“ „Flatey er einstök og það er ekki hægt að gera hlutina hvernig sem er. En að sama skapi skiptir hótelið miklu máli fyrir Eyjuna og ferðamennskuna. Við þurfum að finna leiðina til að komast áfram með þetta,“ segir Ólafur. Flatey Reykhólahreppur Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Hótel Flatey sótti í síðast amánuði um leyfi til að stækka hótelið og byggja á friðlýstu landi í Flatey. Íbúar á eyjunni voru ekki allir sáttir við áformin, og lýsti bóndi einn miklum áhyggjum af þessu í samtali við Vísi. Í bókun sveitarjórnar Reykhólahrepps segir að 29 umsagnir hafi borist um deiliskipulagstillöguna, bæði frá stofnunum og hagsmunaaðilum. „Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd telur mikilvægt að byggja undir rekstur Hótel Flateyjar en telur fram komnar umsagnir og ályktun íbúafundar sýna að mikilvægt er að taka skref til baka og vinna heildstætt mat á þolmörkum eyjarinnar með tilliti til innviða, náttúruverndar og félagslegra þolmarka.“ „Nefndin telur að umsögn Minjastofnunar sýni fram á að byggingaráform hótelsins, sem eru meginmarkmið breytingarinnar, samrýmist ekki skilmálum verndaráætlunar Flateyjar. Þar sem Minjastofnun, sem er leyfisveitandi framkvæmda innan friðhelgunarsvæða friðlýstra fornminja, leggst gegn fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu muni málið ekki ná fram að ganga í óbreyttri mynd,“ segir í bókuninni. Hótelið skipti miklu máli Lagt verði til að undirbúa samráð við Hótel Flatey, hagsmunaaðila og stofnanir til að skoða aðra möguleika til að ná fram markmiðum breytingarinnar án þess að ganga gegn verndarákvæðum. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir í samtali við fréttastofu að athugasemdirnar sem fram hafi komið hafi verið þess eðlis að sveitarfélagið hafi ákveðið að halda ekki áfram. „Þetta er verndarsvæði í byggð og þar gilda mjög strangar kröfur. Þegar Minjastofnun segir nei, er eiginlega ekki lengra haldið.“ „Flatey er einstök og það er ekki hægt að gera hlutina hvernig sem er. En að sama skapi skiptir hótelið miklu máli fyrir Eyjuna og ferðamennskuna. Við þurfum að finna leiðina til að komast áfram með þetta,“ segir Ólafur.
Flatey Reykhólahreppur Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira