Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson og Njörður Sigurðsson skrifa 22. ágúst 2025 11:31 Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar fyrir kjörtímabilið 2022–2026 er lögð sérstök áhersla á að bæta stöðu barnafjölskyldna í Hveragerði. Mikilvægur liður í því markmiði snýr að því að lækka leikskólagjöld með því að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í allt að sex tíma á dag á sama tíma og öllum börnum 12 mánaða og eldri er tryggt leikskólapláss. 12 mánaða börnum tryggður leikskóli Með opnun nýs hluta Leikskólans Óskalands undir lok sumars hefur Hveragerðisbær loks náð því markmiði að tryggja öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólapláss. Þegar núverandi meirihluti tók við árið 2022 hafði um nokkurt skeið ekki tekist að standa við þessa stefnu bæjarins. Til að mæta þeirri stöðu var ákveðið í upphafi kjörtímabilsins að greiða foreldragreiðslur til þeirra fjölskyldna sem ekki fengu pláss fyrir börn sín við 12 mánaða aldur og fram að úthlutun leikskólapláss. Með þessum greiðslum var leitast við að vega upp kostnað sem foreldrar þurftu að bera vegna skorts á leikskólaplássum. Nú er ánægjulegt að segja frá því að öllum börnum í Hveragerði er tryggt leikskólapláss í samræmi við það markmið sem meirihlutinn setti sér í upphafi kjörtímabilsins. Gjaldfrjálsir tímar á leikskólum Á kjörtímabilinu hefur verið unnið markvisst að því að lækka leikskólagjöld með því að fjölga gjaldfrjálsum tímum á leikskólum Hveragerðisbæjar. Árið 2022 var boðinn einn slíkur tími, árið 2023 tveir, árið 2024 þrír og frá 1. september 2025 verða þeir orðnir fjórir. Markmiðið er að árið 2026 verði sex tímar gjaldfrjálsir á dag. Þessi aðferð hefur skilað því að leikskólagjöld fyrir átta tíma dvöl á dag hafa lækkað úr 29.256 krónum á mánuði árið 2022 í 16.800 krónur árið 2025, sem samsvarar 43% lækkun. Á kjörtímabilinu hafa leikskólagjöld i Hveragerði lækkað verulega og biðlistar eru nú auðir sem áður voru þéttsettnir. Það er Hveragerðisleiðin. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi Halldór Benjamín Hreinsson, bæjarfulltrúi Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Leikskólar Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Njörður Sigurðsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar fyrir kjörtímabilið 2022–2026 er lögð sérstök áhersla á að bæta stöðu barnafjölskyldna í Hveragerði. Mikilvægur liður í því markmiði snýr að því að lækka leikskólagjöld með því að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla í allt að sex tíma á dag á sama tíma og öllum börnum 12 mánaða og eldri er tryggt leikskólapláss. 12 mánaða börnum tryggður leikskóli Með opnun nýs hluta Leikskólans Óskalands undir lok sumars hefur Hveragerðisbær loks náð því markmiði að tryggja öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólapláss. Þegar núverandi meirihluti tók við árið 2022 hafði um nokkurt skeið ekki tekist að standa við þessa stefnu bæjarins. Til að mæta þeirri stöðu var ákveðið í upphafi kjörtímabilsins að greiða foreldragreiðslur til þeirra fjölskyldna sem ekki fengu pláss fyrir börn sín við 12 mánaða aldur og fram að úthlutun leikskólapláss. Með þessum greiðslum var leitast við að vega upp kostnað sem foreldrar þurftu að bera vegna skorts á leikskólaplássum. Nú er ánægjulegt að segja frá því að öllum börnum í Hveragerði er tryggt leikskólapláss í samræmi við það markmið sem meirihlutinn setti sér í upphafi kjörtímabilsins. Gjaldfrjálsir tímar á leikskólum Á kjörtímabilinu hefur verið unnið markvisst að því að lækka leikskólagjöld með því að fjölga gjaldfrjálsum tímum á leikskólum Hveragerðisbæjar. Árið 2022 var boðinn einn slíkur tími, árið 2023 tveir, árið 2024 þrír og frá 1. september 2025 verða þeir orðnir fjórir. Markmiðið er að árið 2026 verði sex tímar gjaldfrjálsir á dag. Þessi aðferð hefur skilað því að leikskólagjöld fyrir átta tíma dvöl á dag hafa lækkað úr 29.256 krónum á mánuði árið 2022 í 16.800 krónur árið 2025, sem samsvarar 43% lækkun. Á kjörtímabilinu hafa leikskólagjöld i Hveragerði lækkað verulega og biðlistar eru nú auðir sem áður voru þéttsettnir. Það er Hveragerðisleiðin. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi Halldór Benjamín Hreinsson, bæjarfulltrúi Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun