„Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 14:47 Ofbeldið í stúkunni í Buenos Aires í vikunni var skelfilegt og enduðu margir á sjúkrahúsi. Getty/Sebastian Nanco Forráðamenn fótboltaliðsins Universidad de Chile segja argentínsku lögregluna og forráðamenn Independiente hafa brugðist þegar 19 stuðningsmenn liðsins enduðu á sjúkrahúsi eftir „eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“. Síleska liðið mætti til Buenos Aires vegna leiks við Independiente í 16-liða úrslitum Suður-Ameríkubikarsins á miðvikudaginn. Leikurinn var hins vegar flautaður af eftir að mikil slagsmál brutust út í stúkunni. Ofbeldið mun hafa byrjað þegar leiftursprengju (e. stun grenade) var kastað af stuðningsmannasvæði gestanna á svæði sem heimamenn voru á. Það var svo snemma í seinni hálfleik sem leik var endanlega hætt en þá höfðu heimamenn ruðst inn á svæði gestanna og mikil slagsmál brotist út. Samkvæmt Universidad de Chile hafa 16 af þeim 19 sem lagðir voru inn á sjúkrahús nú verið útskrifaðir. Einn slasaðist lífshættulega og er enn í gjörgæslu en hefur þó sýnt miklar framfarir eftir aðgerð vegna höfuðkúpubrots. Síleska félagið sagði að kvöldsins yrði minnst fyrir eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans. Stuðningsmenn Independiente hefðu fengið að komast inn á svæði gestanna og beitt „gríðarlegu og ómanneskjulegi ofbeldi“ sem ómögulegt væri að útlista nánar, svo gróft hefði það verið. Félagið sagði jafnframt að um hundrað af stuðningsmönnum þess hefðu verið handteknir en ekki einn einasti af stuðningsmönnum heimaliðsins. Independiente hefur allt aðra sögu að segja og segir gestina hafa byrjað með ólæti fyrir leik, og meðal annars eyðilagt myndavélaeftirlitskerfið á vellinum. Þeir hafi einnig eyðilagt salerni, sent sprengjur í átt að stuðningsmönnum heimaliðsins og að „óásættanlegar árásir“ heimamanna hafi verið svar við því. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur sagt að það sem á gekk í stúkunni hafi verið hrein og klár villimennska og að binda verði vonir við að yfirvöld láti menn sæta ábyrgð. Hugurinn sé hins vegar með fórnarlömbum ofbeldisins. Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Síleska liðið mætti til Buenos Aires vegna leiks við Independiente í 16-liða úrslitum Suður-Ameríkubikarsins á miðvikudaginn. Leikurinn var hins vegar flautaður af eftir að mikil slagsmál brutust út í stúkunni. Ofbeldið mun hafa byrjað þegar leiftursprengju (e. stun grenade) var kastað af stuðningsmannasvæði gestanna á svæði sem heimamenn voru á. Það var svo snemma í seinni hálfleik sem leik var endanlega hætt en þá höfðu heimamenn ruðst inn á svæði gestanna og mikil slagsmál brotist út. Samkvæmt Universidad de Chile hafa 16 af þeim 19 sem lagðir voru inn á sjúkrahús nú verið útskrifaðir. Einn slasaðist lífshættulega og er enn í gjörgæslu en hefur þó sýnt miklar framfarir eftir aðgerð vegna höfuðkúpubrots. Síleska félagið sagði að kvöldsins yrði minnst fyrir eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans. Stuðningsmenn Independiente hefðu fengið að komast inn á svæði gestanna og beitt „gríðarlegu og ómanneskjulegi ofbeldi“ sem ómögulegt væri að útlista nánar, svo gróft hefði það verið. Félagið sagði jafnframt að um hundrað af stuðningsmönnum þess hefðu verið handteknir en ekki einn einasti af stuðningsmönnum heimaliðsins. Independiente hefur allt aðra sögu að segja og segir gestina hafa byrjað með ólæti fyrir leik, og meðal annars eyðilagt myndavélaeftirlitskerfið á vellinum. Þeir hafi einnig eyðilagt salerni, sent sprengjur í átt að stuðningsmönnum heimaliðsins og að „óásættanlegar árásir“ heimamanna hafi verið svar við því. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur sagt að það sem á gekk í stúkunni hafi verið hrein og klár villimennska og að binda verði vonir við að yfirvöld láti menn sæta ábyrgð. Hugurinn sé hins vegar með fórnarlömbum ofbeldisins.
Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira