Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2025 15:43 Frá vettvangi þjófnaðarins í Mosfellsbæ. Vísir/Anton Brink Landsréttur hefur úrskurðað karlmann á fimmtugsaldri, góðkunningja lögreglunnar, í gæsluvarðhald til 27. ágúst grunaðan um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu lögreglu þess efnis. Karlmaðurinn, sem er 41 árs, gaf sig fram við lögreglu um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir honum á fimmtudag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi karlmannsins, staðfestir að Landsréttur hafi snúið við úrskurðinum. Hann sagði í gær að krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald væri byggð á orðrómi. Dómari í héraði taldi í það minnsta ekki grundvöll fyrir varðhaldi. Landsréttur tók málið fyrir sólarhring síðar og komst að annarri niðurstöðu.Ekki er loku fyrir skotið að lögreglan hafi náð að leggja fram ný gögn í málinu sem hafa haft áhrif á ákvörðun Landsréttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur karlmaðurinn ítrekað komið við sögu lögreglu í stórum sakamálum undanfarin ár. Hann hefur nú þegar játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Maðurinn var handtekinn tveimur mánuðum eftir þjófnaðinn í Hamraborg. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eftir að litaðir peningaseðlar fundust í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Maðurinn var handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Karlmaðurinn kom aftur við sögu lögreglu við umfangsmikla rannsókn á manndrápi, frelsissviptingu og peningaþvætti í svokölluðu Gufunesmáli þar sem eldri karlmanni var ráðinn bani. Hann sat í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur en var sleppt og er ekki meðal ákærðu í málinu sem verður tekið til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands í næstu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að kona á fertugsaldri hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að málinu. Í tilfelli konunnar féllst héraðsdómur á kröfu lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lykilgagn í tilfelli konunnar mynd sem náðist af bíl hennar í Mosfellsbæ nóttina sem hraðbankanum var stolið. Lögreglumál Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Tengdar fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47 Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Karlmaðurinn, sem er 41 árs, gaf sig fram við lögreglu um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir honum á fimmtudag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi karlmannsins, staðfestir að Landsréttur hafi snúið við úrskurðinum. Hann sagði í gær að krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald væri byggð á orðrómi. Dómari í héraði taldi í það minnsta ekki grundvöll fyrir varðhaldi. Landsréttur tók málið fyrir sólarhring síðar og komst að annarri niðurstöðu.Ekki er loku fyrir skotið að lögreglan hafi náð að leggja fram ný gögn í málinu sem hafa haft áhrif á ákvörðun Landsréttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur karlmaðurinn ítrekað komið við sögu lögreglu í stórum sakamálum undanfarin ár. Hann hefur nú þegar játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Maðurinn var handtekinn tveimur mánuðum eftir þjófnaðinn í Hamraborg. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eftir að litaðir peningaseðlar fundust í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Maðurinn var handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Karlmaðurinn kom aftur við sögu lögreglu við umfangsmikla rannsókn á manndrápi, frelsissviptingu og peningaþvætti í svokölluðu Gufunesmáli þar sem eldri karlmanni var ráðinn bani. Hann sat í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur en var sleppt og er ekki meðal ákærðu í málinu sem verður tekið til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands í næstu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að kona á fertugsaldri hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að málinu. Í tilfelli konunnar féllst héraðsdómur á kröfu lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lykilgagn í tilfelli konunnar mynd sem náðist af bíl hennar í Mosfellsbæ nóttina sem hraðbankanum var stolið.
Lögreglumál Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Tengdar fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47 Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47
Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23