Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 10:31 Dagur Benediktsson vann hálfmaraþonið og var að sjálfsögðu í Vestratreyju eftir bikarmeistaratitilinn í gærkvöld. vísir/Viktor Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. Keppnin er í beinni útsendingu á Vísi sem hægt er að fylgjast með í greininni hér að neðan. Fjórum sekúndum á undan og stefnir á ÓL Dagur náði að losa sig frá þéttum pakka hlaupara á síðustu metrunum og kom í mark á 01:12:52 klukkutíma, eða aðeins fjórum sekúndum á undan Daníel Ágústssyni. Jón Kristófer Sturluson, Tom Pavis og Kristján Svanur Eymundsson voru einnig afar skammt á eftir. „Þetta er bara sæluvíma. Svo langt fram fyrir úr markmiðunum sem ég hafði sett mér. Þetta er bara draumur,“ sagði Dagur sem er þekktari sem skíðagöngukappi en er greinilega margt til lista lagt. Hann hljóp til sigurs eins og sveitungar hans að vestan spiluðu til sigurs í Mjólkurbikarnum í fótbolta í gær, einmitt klæddur í Vestratreyju. Dagur segir skíðaæfingarnar hjálpa í hlaupunum: „Það fylgir þessu. Æfingarnar skila sér. Núna er bara stefnan sett á Ólympíuleikana. Það er bara næsta markmið og þetta er bara undirbúningur fyrir það,“ sagði Dagur kokhraustur. En hvað var hann að hugsa á þessum æsispennandi lokaspretti? „Þetta snýst svo mikið um hausinn. Ljúga að sjálfum sér eins mikið og maður getur. Eitt skref í viðbót. Ég gat eiginlega ekkert hugsað í lokin en hafði bara trú á að ég væri að fara frá honum í staðinn fyrir að hann væri að fara frá mér. Bara blekkja mig þannig síðustu tvo kílómetrana og það virkaði. Ég viðurkenni það alveg að ég var fyrir aftan hópinn í svona 15-16 kílómetra og það hjálpaði smá að hvíla sig í mótvindinum. Ég vissi að ég ætti smá inni í lokin og þetta er bara geðveikt sætt,“ sagði Dagur. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Keppnin er í beinni útsendingu á Vísi sem hægt er að fylgjast með í greininni hér að neðan. Fjórum sekúndum á undan og stefnir á ÓL Dagur náði að losa sig frá þéttum pakka hlaupara á síðustu metrunum og kom í mark á 01:12:52 klukkutíma, eða aðeins fjórum sekúndum á undan Daníel Ágústssyni. Jón Kristófer Sturluson, Tom Pavis og Kristján Svanur Eymundsson voru einnig afar skammt á eftir. „Þetta er bara sæluvíma. Svo langt fram fyrir úr markmiðunum sem ég hafði sett mér. Þetta er bara draumur,“ sagði Dagur sem er þekktari sem skíðagöngukappi en er greinilega margt til lista lagt. Hann hljóp til sigurs eins og sveitungar hans að vestan spiluðu til sigurs í Mjólkurbikarnum í fótbolta í gær, einmitt klæddur í Vestratreyju. Dagur segir skíðaæfingarnar hjálpa í hlaupunum: „Það fylgir þessu. Æfingarnar skila sér. Núna er bara stefnan sett á Ólympíuleikana. Það er bara næsta markmið og þetta er bara undirbúningur fyrir það,“ sagði Dagur kokhraustur. En hvað var hann að hugsa á þessum æsispennandi lokaspretti? „Þetta snýst svo mikið um hausinn. Ljúga að sjálfum sér eins mikið og maður getur. Eitt skref í viðbót. Ég gat eiginlega ekkert hugsað í lokin en hafði bara trú á að ég væri að fara frá honum í staðinn fyrir að hann væri að fara frá mér. Bara blekkja mig þannig síðustu tvo kílómetrana og það virkaði. Ég viðurkenni það alveg að ég var fyrir aftan hópinn í svona 15-16 kílómetra og það hjálpaði smá að hvíla sig í mótvindinum. Ég vissi að ég ætti smá inni í lokin og þetta er bara geðveikt sætt,“ sagði Dagur.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira