„Hefði viljað þriðja markið“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. ágúst 2025 20:37 Hallgrímur var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton Brink “Ég er virkilega ánægður. Mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem mér fannst við spila mjög vel, skorum tvö mörk og hefðum jafnvel geta gert fleiri held ég,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 2-0 sigur á Fram í dag. „Góð frammistaða á móti erfiðu liði. Við erum búnir að mæta þeim tvisvar í sumar, þeir fóru illa með okkur í fyrra skiptið og í seinna skiptið var það mjög jafn leikur sem við unnum á seinustu sekúndunum þannig að við vissum að þetta yrði erfitt en við vorum vel undirbúnir og mér fannst við gera vel í því sem þeir eru góðir í. Þeir eru með fljóta gaura frammi, setja langa bolta fram og berjast um þá og þar eru þeir bara hættulegir en við náðum að díla vel við það í dag og ég er virkilega ánægður með leikinn.“ KA voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en í seinni lögðust þeir heldur lágt að mati Hallgríms. „Vörnin og sóknin var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við verða of passífir. Ég var farinn að tjá mig svolítið á bekknum að ég vildi ekki að við yrðum passífir og bíða eftir að vinna 2-0. Ég vildi bara halda áfram að spila, því þá þurfa leikmenn Fram að fara ofar á völlinn og þá myndast pláss. Ég hefði vilja sækja þriðja markið en kannski er það að vera frekur þjálfari að biðja um meira en góðan sigur.“ Spurður út í það hvort hans menn hafi svarað kallinum með að fara ofar á völlinn. „Þeir gerðu aðeins af því, við komust til dæmis í skyndisókn þrír á tvo þar sem við hefðum geta gert út um leikinn.“ Hallgímur var mjög ánægður með leikmennina sem komu inn á völlinn í þeim síðari. „Það var góð orka í leikmönnunum sem komu inn á. Það hefur einkennt okkur í langan tíma að við erum með góðan hóp. Þeir sem hafa komið inn á af bekknum hafa komið með eitthvað extra inn á völlinn og það gerðist í dag líka þannig ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í dag.“ Deildin er mjög þétt, stutt upp og stutt niður. KA er eftir leikinn í dag í sjöunda sæti og á möguleika á að lenda í topp sex þegar tveir leikir eru eftir fyrir skiptingu. „Nú ætlum við bara að horfa aðeins upp næstu tvo leiki, þetta var ótrúlega mikilvægur sigur í þeirri vegferð. Það er góður möguleiki á að enda í efri helming fyrir skiptingu deildarinnar. Við eigum verðugt verkefni framundan á móti Stjörnunni. Þeir eru með flott lið og búnir að bæta við sig þannig við förum þangað vel undirbúnir og hungraðir því að þetta er í augsýn. Þetta er í okkar höndum, ef við vinnum báða leikina að þá förum við í topp sex og við ætlum að gera allt sem við getum til að fara í Garðabæinn og vinna þar.“ KA Besta deild karla Fótbolti Fram Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira
„Góð frammistaða á móti erfiðu liði. Við erum búnir að mæta þeim tvisvar í sumar, þeir fóru illa með okkur í fyrra skiptið og í seinna skiptið var það mjög jafn leikur sem við unnum á seinustu sekúndunum þannig að við vissum að þetta yrði erfitt en við vorum vel undirbúnir og mér fannst við gera vel í því sem þeir eru góðir í. Þeir eru með fljóta gaura frammi, setja langa bolta fram og berjast um þá og þar eru þeir bara hættulegir en við náðum að díla vel við það í dag og ég er virkilega ánægður með leikinn.“ KA voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en í seinni lögðust þeir heldur lágt að mati Hallgríms. „Vörnin og sóknin var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við verða of passífir. Ég var farinn að tjá mig svolítið á bekknum að ég vildi ekki að við yrðum passífir og bíða eftir að vinna 2-0. Ég vildi bara halda áfram að spila, því þá þurfa leikmenn Fram að fara ofar á völlinn og þá myndast pláss. Ég hefði vilja sækja þriðja markið en kannski er það að vera frekur þjálfari að biðja um meira en góðan sigur.“ Spurður út í það hvort hans menn hafi svarað kallinum með að fara ofar á völlinn. „Þeir gerðu aðeins af því, við komust til dæmis í skyndisókn þrír á tvo þar sem við hefðum geta gert út um leikinn.“ Hallgímur var mjög ánægður með leikmennina sem komu inn á völlinn í þeim síðari. „Það var góð orka í leikmönnunum sem komu inn á. Það hefur einkennt okkur í langan tíma að við erum með góðan hóp. Þeir sem hafa komið inn á af bekknum hafa komið með eitthvað extra inn á völlinn og það gerðist í dag líka þannig ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í dag.“ Deildin er mjög þétt, stutt upp og stutt niður. KA er eftir leikinn í dag í sjöunda sæti og á möguleika á að lenda í topp sex þegar tveir leikir eru eftir fyrir skiptingu. „Nú ætlum við bara að horfa aðeins upp næstu tvo leiki, þetta var ótrúlega mikilvægur sigur í þeirri vegferð. Það er góður möguleiki á að enda í efri helming fyrir skiptingu deildarinnar. Við eigum verðugt verkefni framundan á móti Stjörnunni. Þeir eru með flott lið og búnir að bæta við sig þannig við förum þangað vel undirbúnir og hungraðir því að þetta er í augsýn. Þetta er í okkar höndum, ef við vinnum báða leikina að þá förum við í topp sex og við ætlum að gera allt sem við getum til að fara í Garðabæinn og vinna þar.“
KA Besta deild karla Fótbolti Fram Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira