Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar 25. ágúst 2025 11:03 Ég er einn af þeim mörgu sem sýnist að skólakerfið hér á landi sé á villigötum. Með árunum hafa kostnaður og umstang aukist sem og erfiði kennara, skólatími barna og unglinga lengst, allt kerfið blásið út en traust á því virðist fara minnkandi og árangur starfsins líka. Það er hægt að benda á ýmsan vanda sem hefur undið upp á sig í langan tíma: Skort á kennurum með góða menntun í stærðfræði, raunvísindum, tungumálum og fleiri námsgreinum; Ofhlaðnar námskrár þar sem er talið upp svo margt sem á að læra að eina leiðin er að göslast yfir það á hundavaði; Agaleysi og litla virðingu fyrir lærdómi og menntun; Ýmislegan heilbrigðisvanda meðal barna og unglinga. Þetta eru erfið vandamál. Ég sé samt enga ástæðu til að ætla annað en að mögulegt sé að vinna sig út úr þeim. En ég held að til þess þurfi að nálgast þau af raunsæi og hógværð og þar kemur að því sem mig grunar að sé kjarni málsins. Mig grunar að stóri vandinn sem þarf að ráðast á fyrst af öllu sé ekki einstakir vankantar á kerfinu heldur sjálfumgleði sem hangir ekki saman á neinu nema lyginni. Þessi vandi birtist nú um stundir víða í máli þeirra sem svara gagnrýni á skólana með því að hrökkva í vörn og neita að horfast í augu við veruleikann. Stórlygar fyrr og nú Ég hef starfað í skólakerfinu í um fjóra áratatugi og get rifjað upp langa sögu óskhyggju og óra: Það hefur verið talað um að nýjar kennsluaðferðir og ný tækni muni töfra burt þörfina fyrir seinlega þjálfun í lestri, reikningi og fleiri greinum; Þegar börn hafa dregist aftur úr í bóklegum fögum hefur verið látið sem það geri ekkert til því þau geti blómstrað í listum eða handverki; Þegar ég átti sjálfur börn á yngsta stigi grunnskóla heyrði ég alloft að heimilin þyrftu ekki að annast lestrarkennslu, skólinn sæi um það (eins og kennari sem tók við heilum sex ára bekk þar sem enginn þekkti stafina eða hafði nein kynni af bókum hefði getað gert allan hópinn læsan). Menntapólitískar stórlygar fyrri ára voru ekki beinlínis hluti af opinberri menntastefnu. Að minnsta kosti vissi ég ekki til þess þegar ég hóf störf sem framhaldsskólakennari á níunda áratug síðustu aldar. Á tíunda áratugnum kvað svo við nýjan tón. Þá átti að heita að framhaldsskólar og háskólar væru í samkeppni eins og fyrirtæki á markaði. Þetta var kallað „nýskipan í opinberum rekstri“ og tekið var að auglýsa og gylla það sem skólar buðu eins og það væri einhvers konar neysluvara. Þessu fylgdu ýmis óheilindi. Áfangar sem áttu að vera verklegir að hluta (eins og t.d. í efnafræði) voru „seldir“ sem fjarnám án nokkurs aðgangs að aðstöðu til verklegra æfinga og framhaldsskólar tóku að tæla til sín nemendur með boði um að þurfa hvorki að mæta í skóla né þreyta lokapróf. Í sumum tilvikum var engin leið að vita hvort nemandi náði tökum á námsefninu. Samt fékk hann einingar fyrir fjarnámið sem hann keypti sér. Með gildistöku Aðalnámskrár sem út kom 2011 komst „markaðsvæðing“ framhaldsskólanna á nýtt stig. Þeir þurftu ekki lengur að fylgja fyrirmælum ráðuneytis um innihald náms til stúdentsprófs. Þeir geta síðan haft það hver með sínu móti. Á síðustu árum virðast sumir þeirra hafa látið undan tvenns konar þrýstingi, annars vegar frá yfirvöldum sem vilja að reksturinn sé „hagkvæmur“ og hins vegar frá nemendum og foreldrum sem vilja aðgang að öllu háskólanámi. Ein afleiðing þessa er að nú höfum við skóla með námsbrautir sem heita nöfnum sem byrja á „náttúrufræði“ án þess að kenndir séu margir (og óhjákvæmilega fámennir og þar með „óhagkvæmir“) áfangar í stærðfræði og raungreinum. Unglingar fara á þessar brautir í þeirri trú að eftir stúdentspróf geti þeir hafið háskólanám í raunvísindum, verkfræði og heilbrigðisgreinum en fá í raun ekki þann undirbúning sem þarf. Ef til vill er hæpið að kalla nafngiftir þessara „náttúrufræðibrauta“ hreina og klára lygi. Það stendur ekki berum orðum að þeir sem klára þær kunni nóg til að fara í lyfjafræði eða rafmagnsverkfræði. En þetta er samt af svipuðu tagi og hver önnur gleiðgosaleg sölumennska. Meira er gefið í skyn heldur en er almennileg innistæða fyrir. Árið 2011 gekk líka í gildi ný Aðalnámskrá fyrir grunnskóla og með viðbót 2013 var hún fullgerð. Þar eru sett næstum þúsund markmið sem kallast hæfniviðmið. Sé skólaárið 180 dagar er tíu ára grunnskóli alls 1.800 dagar sem þýðir að hæfniviðmiðin fá að meðaltali innan við tvo skóladaga hvert. Flest þessi hæfniviðmið eru æði háleit og krefjast mikillar menntunar. Þau fjalla ekki um smáræði eins og einstök þekkingaratriði, reikniaðgerðir eða stafsetningarreglur. Við lok tíunda bekkjar eiga nemendur samkvæmt þessari námskrá að vera mjög menntaðir í bóklegum fræðum og til dæmis að geta „beitt vísindalegum vinnubrögðum, s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda“ (bls. 171). Þeir skulu líka kunna alls konar handverk og listir og meðal annars geta „valið milli ólíkra dansstíla, prófað sig áfram og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í túlkunar- og sköpunarferli út frá eigin þekkingu og leikni í dansi, tjáð og túlkað hugmyndir sínar og rætt dans á gagnrýninn hátt, beitt við það viðeigandi orðaforða og sett það í menningar- og sögulegt samhengi“ (bls. 145). Flest hin mörg hundruð markmiðin eru eins og þessi, nær því að vera ævistarf en eitthvað sem hægt er að tileinka sér í fljótheitum. Samt er hakað við að krakkar geti þetta. Stórlygarnar eru ekki lengur orðasveimur í kringum skólastarfið. Þær eru orðnar hluti af kerfinu sjálfu og grafa undan trúverðugleika þess og getu til að bæta það sem bæta þarf. Aðgerðaáætlun og lausatök Fyrr á þessu ári birti Mennta- og barnamálaráðuneytið aðgerðaáætlun í skólamálum fyrir árin 2025 til 2027. Þarna eru fjölmörg almennt orðuð markmið sem hefjast á orðunum: Efla, auka, leggja áherslu á, styðja við og þróa. Þau sem ekki byrja á þessum orðum virðast flest fjalla um gerð skjala til viðbótar við áætlunina sjálfa. Hér á ég einkum við markmið sem hefjast á orðum eins og: Samræma viðmið, skerpa á hlutverki, hefja vinnu við mótun, endurskoða framkvæmd, setja reglugerð, greina og rýna. Þetta orðalag bendir til að úrræðin séu afar skammt á veg komin. Þarna eru fögur fyrirheit eins og að gera „áætlun um fjölgun stærðfræði- og náttúruvísindakennara“ en ekkert um hvernig á að koma því í kring. Þetta kemur mér svo sem ekki mjög á óvart en sjálfumgleðin í textanum slær mig heldur óþægilega. Hún birtist strax í fyrstu efnisgrein þar sem segir að einkunnarorð stefnunnar séu: „Framúrskarandi menntun alla ævi.“ Mér er spurn hvort vísbendingar frá síðustu árum um vandamál af stærri gerðinni gefi ekki fremur tilefni til að lappa upp á það sem er öldungis afleitt en að veifa orðum eins og „framúrskarandi.“ Í annarri efnisgrein heldur sjálfumgleðin áfram. Þar stendur: „Innleiðing fyrstu aðgerðaáætlunar, sem tekur til tímabilsins 2021–2024, gekk vel.“ Ekki er útskýrt hvernig hún var metin enda er það ef til vill ekki auðvelt. Markmiðin í þessari fyrri aðgerðaáætlun eru of loftborin og óljós til að hægt sé að segja að hve miklu leyti þau hafa náðst. Getur verið að fullyrðingin um að innleiðing fyrstu aðgerðaáætlunar hafi gengið vel sé alls ekki til marks um að lausnir séu í sjónmáli? Getur verið að hún sé fremur dæmi um þann vanda sem við stöndum frammi fyrir? Er hún ekki bara digurmæli? Enn ein bannsett lygin? Hvað er til ráða? Ég held ekki að sjálfumgleðin og ósannindin stafi beinlínis af illum hvötum. Mörkin milli þess að vilja öllum vel og að lofa öllu fögru án þess að geta staðið við það eru stundum óljós. Það er ósköp mannlegt að villast yfir þau. Engu að síður eru fyrirheit um „framúrskarandi menntun alla ævi“ álíka gáfuleg eins og ef talsmenn heilbrigðiskerfisins lofuðu fólki framúrskarandi heilsu frá vöggu til grafar. Sannleikurinn er sá að á hverjum tíma er það erfiðasta og mikilvægasta verkefni fullorðna fólksins að mennta börn sín. Þetta verkefni þarf að nálgast af raunsæi og hógværð. Gott fólk er minnugt sinna mannlegu takmarka og veit að margt fer öðru vísi en ætlað er. Það gumar ekki af framúrskarandi árangri þótt það sinni menntun barna eins og vit og kraftar leyfa. Getur hugsast að mikilvægasta verkefnið fram undan í skólamálum sé ekki að framleiða meira af skjölum – ekki að bæta við skólakerfið eða hrúga á það fleiri stórkostlegum nýjungum hvort sem þær heita eftirlit og árangursmælingar eða innleiðing á farsæld og hamingju? Getur verið að mikilvægasta verkefnið sé einfaldlega að hætta að ljúga? Hætta því alveg. Hætta því strax. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rit sem vitnað er í Mennta- og barnamálaráðuneytið. (2021). Menntastefna 2030: Fyrsta aðgerðaáætlun 2021–2024.https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Menntastefna_2030_fyrsta%20adgerdar%c3%a1%c3%a6tlun.pdf Mennta- og barnamálaráðuneytið. (2025). Menntastefna 2030: Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027.https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti 2011. Greinasvið 2013.https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/frettatengt2016/adalsnamskra-grunnskola-3.-utg.-2016.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Harðarson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim mörgu sem sýnist að skólakerfið hér á landi sé á villigötum. Með árunum hafa kostnaður og umstang aukist sem og erfiði kennara, skólatími barna og unglinga lengst, allt kerfið blásið út en traust á því virðist fara minnkandi og árangur starfsins líka. Það er hægt að benda á ýmsan vanda sem hefur undið upp á sig í langan tíma: Skort á kennurum með góða menntun í stærðfræði, raunvísindum, tungumálum og fleiri námsgreinum; Ofhlaðnar námskrár þar sem er talið upp svo margt sem á að læra að eina leiðin er að göslast yfir það á hundavaði; Agaleysi og litla virðingu fyrir lærdómi og menntun; Ýmislegan heilbrigðisvanda meðal barna og unglinga. Þetta eru erfið vandamál. Ég sé samt enga ástæðu til að ætla annað en að mögulegt sé að vinna sig út úr þeim. En ég held að til þess þurfi að nálgast þau af raunsæi og hógværð og þar kemur að því sem mig grunar að sé kjarni málsins. Mig grunar að stóri vandinn sem þarf að ráðast á fyrst af öllu sé ekki einstakir vankantar á kerfinu heldur sjálfumgleði sem hangir ekki saman á neinu nema lyginni. Þessi vandi birtist nú um stundir víða í máli þeirra sem svara gagnrýni á skólana með því að hrökkva í vörn og neita að horfast í augu við veruleikann. Stórlygar fyrr og nú Ég hef starfað í skólakerfinu í um fjóra áratatugi og get rifjað upp langa sögu óskhyggju og óra: Það hefur verið talað um að nýjar kennsluaðferðir og ný tækni muni töfra burt þörfina fyrir seinlega þjálfun í lestri, reikningi og fleiri greinum; Þegar börn hafa dregist aftur úr í bóklegum fögum hefur verið látið sem það geri ekkert til því þau geti blómstrað í listum eða handverki; Þegar ég átti sjálfur börn á yngsta stigi grunnskóla heyrði ég alloft að heimilin þyrftu ekki að annast lestrarkennslu, skólinn sæi um það (eins og kennari sem tók við heilum sex ára bekk þar sem enginn þekkti stafina eða hafði nein kynni af bókum hefði getað gert allan hópinn læsan). Menntapólitískar stórlygar fyrri ára voru ekki beinlínis hluti af opinberri menntastefnu. Að minnsta kosti vissi ég ekki til þess þegar ég hóf störf sem framhaldsskólakennari á níunda áratug síðustu aldar. Á tíunda áratugnum kvað svo við nýjan tón. Þá átti að heita að framhaldsskólar og háskólar væru í samkeppni eins og fyrirtæki á markaði. Þetta var kallað „nýskipan í opinberum rekstri“ og tekið var að auglýsa og gylla það sem skólar buðu eins og það væri einhvers konar neysluvara. Þessu fylgdu ýmis óheilindi. Áfangar sem áttu að vera verklegir að hluta (eins og t.d. í efnafræði) voru „seldir“ sem fjarnám án nokkurs aðgangs að aðstöðu til verklegra æfinga og framhaldsskólar tóku að tæla til sín nemendur með boði um að þurfa hvorki að mæta í skóla né þreyta lokapróf. Í sumum tilvikum var engin leið að vita hvort nemandi náði tökum á námsefninu. Samt fékk hann einingar fyrir fjarnámið sem hann keypti sér. Með gildistöku Aðalnámskrár sem út kom 2011 komst „markaðsvæðing“ framhaldsskólanna á nýtt stig. Þeir þurftu ekki lengur að fylgja fyrirmælum ráðuneytis um innihald náms til stúdentsprófs. Þeir geta síðan haft það hver með sínu móti. Á síðustu árum virðast sumir þeirra hafa látið undan tvenns konar þrýstingi, annars vegar frá yfirvöldum sem vilja að reksturinn sé „hagkvæmur“ og hins vegar frá nemendum og foreldrum sem vilja aðgang að öllu háskólanámi. Ein afleiðing þessa er að nú höfum við skóla með námsbrautir sem heita nöfnum sem byrja á „náttúrufræði“ án þess að kenndir séu margir (og óhjákvæmilega fámennir og þar með „óhagkvæmir“) áfangar í stærðfræði og raungreinum. Unglingar fara á þessar brautir í þeirri trú að eftir stúdentspróf geti þeir hafið háskólanám í raunvísindum, verkfræði og heilbrigðisgreinum en fá í raun ekki þann undirbúning sem þarf. Ef til vill er hæpið að kalla nafngiftir þessara „náttúrufræðibrauta“ hreina og klára lygi. Það stendur ekki berum orðum að þeir sem klára þær kunni nóg til að fara í lyfjafræði eða rafmagnsverkfræði. En þetta er samt af svipuðu tagi og hver önnur gleiðgosaleg sölumennska. Meira er gefið í skyn heldur en er almennileg innistæða fyrir. Árið 2011 gekk líka í gildi ný Aðalnámskrá fyrir grunnskóla og með viðbót 2013 var hún fullgerð. Þar eru sett næstum þúsund markmið sem kallast hæfniviðmið. Sé skólaárið 180 dagar er tíu ára grunnskóli alls 1.800 dagar sem þýðir að hæfniviðmiðin fá að meðaltali innan við tvo skóladaga hvert. Flest þessi hæfniviðmið eru æði háleit og krefjast mikillar menntunar. Þau fjalla ekki um smáræði eins og einstök þekkingaratriði, reikniaðgerðir eða stafsetningarreglur. Við lok tíunda bekkjar eiga nemendur samkvæmt þessari námskrá að vera mjög menntaðir í bóklegum fræðum og til dæmis að geta „beitt vísindalegum vinnubrögðum, s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda“ (bls. 171). Þeir skulu líka kunna alls konar handverk og listir og meðal annars geta „valið milli ólíkra dansstíla, prófað sig áfram og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í túlkunar- og sköpunarferli út frá eigin þekkingu og leikni í dansi, tjáð og túlkað hugmyndir sínar og rætt dans á gagnrýninn hátt, beitt við það viðeigandi orðaforða og sett það í menningar- og sögulegt samhengi“ (bls. 145). Flest hin mörg hundruð markmiðin eru eins og þessi, nær því að vera ævistarf en eitthvað sem hægt er að tileinka sér í fljótheitum. Samt er hakað við að krakkar geti þetta. Stórlygarnar eru ekki lengur orðasveimur í kringum skólastarfið. Þær eru orðnar hluti af kerfinu sjálfu og grafa undan trúverðugleika þess og getu til að bæta það sem bæta þarf. Aðgerðaáætlun og lausatök Fyrr á þessu ári birti Mennta- og barnamálaráðuneytið aðgerðaáætlun í skólamálum fyrir árin 2025 til 2027. Þarna eru fjölmörg almennt orðuð markmið sem hefjast á orðunum: Efla, auka, leggja áherslu á, styðja við og þróa. Þau sem ekki byrja á þessum orðum virðast flest fjalla um gerð skjala til viðbótar við áætlunina sjálfa. Hér á ég einkum við markmið sem hefjast á orðum eins og: Samræma viðmið, skerpa á hlutverki, hefja vinnu við mótun, endurskoða framkvæmd, setja reglugerð, greina og rýna. Þetta orðalag bendir til að úrræðin séu afar skammt á veg komin. Þarna eru fögur fyrirheit eins og að gera „áætlun um fjölgun stærðfræði- og náttúruvísindakennara“ en ekkert um hvernig á að koma því í kring. Þetta kemur mér svo sem ekki mjög á óvart en sjálfumgleðin í textanum slær mig heldur óþægilega. Hún birtist strax í fyrstu efnisgrein þar sem segir að einkunnarorð stefnunnar séu: „Framúrskarandi menntun alla ævi.“ Mér er spurn hvort vísbendingar frá síðustu árum um vandamál af stærri gerðinni gefi ekki fremur tilefni til að lappa upp á það sem er öldungis afleitt en að veifa orðum eins og „framúrskarandi.“ Í annarri efnisgrein heldur sjálfumgleðin áfram. Þar stendur: „Innleiðing fyrstu aðgerðaáætlunar, sem tekur til tímabilsins 2021–2024, gekk vel.“ Ekki er útskýrt hvernig hún var metin enda er það ef til vill ekki auðvelt. Markmiðin í þessari fyrri aðgerðaáætlun eru of loftborin og óljós til að hægt sé að segja að hve miklu leyti þau hafa náðst. Getur verið að fullyrðingin um að innleiðing fyrstu aðgerðaáætlunar hafi gengið vel sé alls ekki til marks um að lausnir séu í sjónmáli? Getur verið að hún sé fremur dæmi um þann vanda sem við stöndum frammi fyrir? Er hún ekki bara digurmæli? Enn ein bannsett lygin? Hvað er til ráða? Ég held ekki að sjálfumgleðin og ósannindin stafi beinlínis af illum hvötum. Mörkin milli þess að vilja öllum vel og að lofa öllu fögru án þess að geta staðið við það eru stundum óljós. Það er ósköp mannlegt að villast yfir þau. Engu að síður eru fyrirheit um „framúrskarandi menntun alla ævi“ álíka gáfuleg eins og ef talsmenn heilbrigðiskerfisins lofuðu fólki framúrskarandi heilsu frá vöggu til grafar. Sannleikurinn er sá að á hverjum tíma er það erfiðasta og mikilvægasta verkefni fullorðna fólksins að mennta börn sín. Þetta verkefni þarf að nálgast af raunsæi og hógværð. Gott fólk er minnugt sinna mannlegu takmarka og veit að margt fer öðru vísi en ætlað er. Það gumar ekki af framúrskarandi árangri þótt það sinni menntun barna eins og vit og kraftar leyfa. Getur hugsast að mikilvægasta verkefnið fram undan í skólamálum sé ekki að framleiða meira af skjölum – ekki að bæta við skólakerfið eða hrúga á það fleiri stórkostlegum nýjungum hvort sem þær heita eftirlit og árangursmælingar eða innleiðing á farsæld og hamingju? Getur verið að mikilvægasta verkefnið sé einfaldlega að hætta að ljúga? Hætta því alveg. Hætta því strax. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rit sem vitnað er í Mennta- og barnamálaráðuneytið. (2021). Menntastefna 2030: Fyrsta aðgerðaáætlun 2021–2024.https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MRN/Menntastefna_2030_fyrsta%20adgerdar%c3%a1%c3%a6tlun.pdf Mennta- og barnamálaráðuneytið. (2025). Menntastefna 2030: Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027.https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti 2011. Greinasvið 2013.https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/frettatengt2016/adalsnamskra-grunnskola-3.-utg.-2016.pdf
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun