Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 25. ágúst 2025 21:02 Víða um land hefur verið ráðist að grunnkerfum sveitarfélaga undir möntrunni: „Við höfum ekki efni á þessu lengur.“ Hvort sem það eru heilsugæslur, skurðstofur, fæðingardeildir, skólastarf, sundlaugar eða nú síðast félagsheimilin, þá er stefnan alltaf sú sama. Þau hús sem gera samfélagið lifandi og gerir fólki kleift að lifa þar með reisn skulu fjúka í nafni „sparnaðar“ og „hagkvæmni.” Á síðustu mánuðum hafa þannig birst fréttir af fyrirhuguðum sölum á þessum eigum bæjarbúa. Allt í nafni þess að “hagræða í rekstri”. Þetta er planið á stöðum eins og Raufarhöfn, Skagafirði og Flateyri. Félagsheimilin eru víst ekki lengur hluti af “kjarnastarfsemi” sveitarfélaga. Með þeim rökum er í raun litla þjónustu hægt að veita. Gildir þá einu hvað íbúum finnst en þeir hafa mótmælt þessum áætlunum með undirskriftarsöfnunum bæði í Skagafirði og á Raufarhöfn. Ekki bara hús heldur hjartað Félagsheimilin hafa verið vettvangur þar sem fólk hittist, ræðir málin, heldur dansleiki, minningarathafnir, fundi, tónleika og árshátíðir. Þar sem krakkar læra að stíga sín fyrstu spor á sviði. Þar sem líf, hlátur og pólitík blandast saman. Þetta eru húsin þar sem samfélögin viðhalda sér og þróast áfram. Bæjarbúar eiga húsið saman og geta notað á þann hátt sem þeir kjósa. Að selja þessi hús er óafturkræf og skaðleg aðgerð. Hún sendir þau skilaboð til íbúa að samkomur þeirra skipti ekki máli. Mannleg samskipti og viðburðir á forsendum íbúa er ekki inni í jöfnunni um hvað það er, sem gerir sveitarfélag að góðum stað. Þetta er hluti af stærri þróun Sveitarstjórnir tala oft um lokanir á grunnþjónustu eins og um sé að ræða „erfiðar ákvarðanir“ sem „enginn vilji taka“. En staðreyndin er sú að þetta er pólitísk ákvörðun, og hún byggir á hagsmunum þeirra sem stjórna bæjarfélögum í krafti peninga. Krafan er sú að allt sem viðkemur daglegu lífi fólks skuli fara fram á sviði eigenda fyrirtækjanna. Orðræða er sett í gang um að ef fólk greiði ekki fyrir notkun á einhverju sé það byrði fyrir samfélagið. Byrði fyrir samfélagið að fólk sé að hittast án þess að peningar þeirra séu að renna í vasa peningaaflanna. Þetta er líka hluti af innreið einstaklingshyggjunnar þar sem áhersla og skilningur á samfélagslegum innviðum fer dvínandi. Afleiðingarnar eru aukin vanlíðan, sérstaklega meðal ungs fólks á Vesturlöndum. Þetta er sú hugmyndafræði sem lætur okkur gleyma því að samfélög eru ekki fyrirtæki. Ísland er ríkt land en samt hefur grunnþjónustu farið hrakandi á landsbyggðinni. Þar sem áður voru reknar fæðingardeildir og skurðstofur bjóða í dag upp á hvorugt. Það þýðir lítið að klóra sér í hausnum yfir því að ungt fólk flytji til Reykjavíkur þegar grunnþjónustu sem hægt var að halda uppi árið 1980 er ekki til staðar árið 2025. Félagsheimilin eru okkar Við verðum að snúa þessari þróun við. Félagsheimili eru ekki bara minjar um liðna tíð heldur grundvöllur þess að samfélög geti verið meira en bara samansafn fólks með póstnúmer. Það er hægt að endurvekja þau, nýta þau fyrir lýðræðisþróun, félagsstarf, listræna sköpun og samveru. En fyrst þurfum við að viðurkenna að þau skipti máli. Hlúum að hjörtum bæjarfélaga á landinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Víða um land hefur verið ráðist að grunnkerfum sveitarfélaga undir möntrunni: „Við höfum ekki efni á þessu lengur.“ Hvort sem það eru heilsugæslur, skurðstofur, fæðingardeildir, skólastarf, sundlaugar eða nú síðast félagsheimilin, þá er stefnan alltaf sú sama. Þau hús sem gera samfélagið lifandi og gerir fólki kleift að lifa þar með reisn skulu fjúka í nafni „sparnaðar“ og „hagkvæmni.” Á síðustu mánuðum hafa þannig birst fréttir af fyrirhuguðum sölum á þessum eigum bæjarbúa. Allt í nafni þess að “hagræða í rekstri”. Þetta er planið á stöðum eins og Raufarhöfn, Skagafirði og Flateyri. Félagsheimilin eru víst ekki lengur hluti af “kjarnastarfsemi” sveitarfélaga. Með þeim rökum er í raun litla þjónustu hægt að veita. Gildir þá einu hvað íbúum finnst en þeir hafa mótmælt þessum áætlunum með undirskriftarsöfnunum bæði í Skagafirði og á Raufarhöfn. Ekki bara hús heldur hjartað Félagsheimilin hafa verið vettvangur þar sem fólk hittist, ræðir málin, heldur dansleiki, minningarathafnir, fundi, tónleika og árshátíðir. Þar sem krakkar læra að stíga sín fyrstu spor á sviði. Þar sem líf, hlátur og pólitík blandast saman. Þetta eru húsin þar sem samfélögin viðhalda sér og þróast áfram. Bæjarbúar eiga húsið saman og geta notað á þann hátt sem þeir kjósa. Að selja þessi hús er óafturkræf og skaðleg aðgerð. Hún sendir þau skilaboð til íbúa að samkomur þeirra skipti ekki máli. Mannleg samskipti og viðburðir á forsendum íbúa er ekki inni í jöfnunni um hvað það er, sem gerir sveitarfélag að góðum stað. Þetta er hluti af stærri þróun Sveitarstjórnir tala oft um lokanir á grunnþjónustu eins og um sé að ræða „erfiðar ákvarðanir“ sem „enginn vilji taka“. En staðreyndin er sú að þetta er pólitísk ákvörðun, og hún byggir á hagsmunum þeirra sem stjórna bæjarfélögum í krafti peninga. Krafan er sú að allt sem viðkemur daglegu lífi fólks skuli fara fram á sviði eigenda fyrirtækjanna. Orðræða er sett í gang um að ef fólk greiði ekki fyrir notkun á einhverju sé það byrði fyrir samfélagið. Byrði fyrir samfélagið að fólk sé að hittast án þess að peningar þeirra séu að renna í vasa peningaaflanna. Þetta er líka hluti af innreið einstaklingshyggjunnar þar sem áhersla og skilningur á samfélagslegum innviðum fer dvínandi. Afleiðingarnar eru aukin vanlíðan, sérstaklega meðal ungs fólks á Vesturlöndum. Þetta er sú hugmyndafræði sem lætur okkur gleyma því að samfélög eru ekki fyrirtæki. Ísland er ríkt land en samt hefur grunnþjónustu farið hrakandi á landsbyggðinni. Þar sem áður voru reknar fæðingardeildir og skurðstofur bjóða í dag upp á hvorugt. Það þýðir lítið að klóra sér í hausnum yfir því að ungt fólk flytji til Reykjavíkur þegar grunnþjónustu sem hægt var að halda uppi árið 1980 er ekki til staðar árið 2025. Félagsheimilin eru okkar Við verðum að snúa þessari þróun við. Félagsheimili eru ekki bara minjar um liðna tíð heldur grundvöllur þess að samfélög geti verið meira en bara samansafn fólks með póstnúmer. Það er hægt að endurvekja þau, nýta þau fyrir lýðræðisþróun, félagsstarf, listræna sköpun og samveru. En fyrst þurfum við að viðurkenna að þau skipti máli. Hlúum að hjörtum bæjarfélaga á landinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun