Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 25. ágúst 2025 21:02 Víða um land hefur verið ráðist að grunnkerfum sveitarfélaga undir möntrunni: „Við höfum ekki efni á þessu lengur.“ Hvort sem það eru heilsugæslur, skurðstofur, fæðingardeildir, skólastarf, sundlaugar eða nú síðast félagsheimilin, þá er stefnan alltaf sú sama. Þau hús sem gera samfélagið lifandi og gerir fólki kleift að lifa þar með reisn skulu fjúka í nafni „sparnaðar“ og „hagkvæmni.” Á síðustu mánuðum hafa þannig birst fréttir af fyrirhuguðum sölum á þessum eigum bæjarbúa. Allt í nafni þess að “hagræða í rekstri”. Þetta er planið á stöðum eins og Raufarhöfn, Skagafirði og Flateyri. Félagsheimilin eru víst ekki lengur hluti af “kjarnastarfsemi” sveitarfélaga. Með þeim rökum er í raun litla þjónustu hægt að veita. Gildir þá einu hvað íbúum finnst en þeir hafa mótmælt þessum áætlunum með undirskriftarsöfnunum bæði í Skagafirði og á Raufarhöfn. Ekki bara hús heldur hjartað Félagsheimilin hafa verið vettvangur þar sem fólk hittist, ræðir málin, heldur dansleiki, minningarathafnir, fundi, tónleika og árshátíðir. Þar sem krakkar læra að stíga sín fyrstu spor á sviði. Þar sem líf, hlátur og pólitík blandast saman. Þetta eru húsin þar sem samfélögin viðhalda sér og þróast áfram. Bæjarbúar eiga húsið saman og geta notað á þann hátt sem þeir kjósa. Að selja þessi hús er óafturkræf og skaðleg aðgerð. Hún sendir þau skilaboð til íbúa að samkomur þeirra skipti ekki máli. Mannleg samskipti og viðburðir á forsendum íbúa er ekki inni í jöfnunni um hvað það er, sem gerir sveitarfélag að góðum stað. Þetta er hluti af stærri þróun Sveitarstjórnir tala oft um lokanir á grunnþjónustu eins og um sé að ræða „erfiðar ákvarðanir“ sem „enginn vilji taka“. En staðreyndin er sú að þetta er pólitísk ákvörðun, og hún byggir á hagsmunum þeirra sem stjórna bæjarfélögum í krafti peninga. Krafan er sú að allt sem viðkemur daglegu lífi fólks skuli fara fram á sviði eigenda fyrirtækjanna. Orðræða er sett í gang um að ef fólk greiði ekki fyrir notkun á einhverju sé það byrði fyrir samfélagið. Byrði fyrir samfélagið að fólk sé að hittast án þess að peningar þeirra séu að renna í vasa peningaaflanna. Þetta er líka hluti af innreið einstaklingshyggjunnar þar sem áhersla og skilningur á samfélagslegum innviðum fer dvínandi. Afleiðingarnar eru aukin vanlíðan, sérstaklega meðal ungs fólks á Vesturlöndum. Þetta er sú hugmyndafræði sem lætur okkur gleyma því að samfélög eru ekki fyrirtæki. Ísland er ríkt land en samt hefur grunnþjónustu farið hrakandi á landsbyggðinni. Þar sem áður voru reknar fæðingardeildir og skurðstofur bjóða í dag upp á hvorugt. Það þýðir lítið að klóra sér í hausnum yfir því að ungt fólk flytji til Reykjavíkur þegar grunnþjónustu sem hægt var að halda uppi árið 1980 er ekki til staðar árið 2025. Félagsheimilin eru okkar Við verðum að snúa þessari þróun við. Félagsheimili eru ekki bara minjar um liðna tíð heldur grundvöllur þess að samfélög geti verið meira en bara samansafn fólks með póstnúmer. Það er hægt að endurvekja þau, nýta þau fyrir lýðræðisþróun, félagsstarf, listræna sköpun og samveru. En fyrst þurfum við að viðurkenna að þau skipti máli. Hlúum að hjörtum bæjarfélaga á landinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Víða um land hefur verið ráðist að grunnkerfum sveitarfélaga undir möntrunni: „Við höfum ekki efni á þessu lengur.“ Hvort sem það eru heilsugæslur, skurðstofur, fæðingardeildir, skólastarf, sundlaugar eða nú síðast félagsheimilin, þá er stefnan alltaf sú sama. Þau hús sem gera samfélagið lifandi og gerir fólki kleift að lifa þar með reisn skulu fjúka í nafni „sparnaðar“ og „hagkvæmni.” Á síðustu mánuðum hafa þannig birst fréttir af fyrirhuguðum sölum á þessum eigum bæjarbúa. Allt í nafni þess að “hagræða í rekstri”. Þetta er planið á stöðum eins og Raufarhöfn, Skagafirði og Flateyri. Félagsheimilin eru víst ekki lengur hluti af “kjarnastarfsemi” sveitarfélaga. Með þeim rökum er í raun litla þjónustu hægt að veita. Gildir þá einu hvað íbúum finnst en þeir hafa mótmælt þessum áætlunum með undirskriftarsöfnunum bæði í Skagafirði og á Raufarhöfn. Ekki bara hús heldur hjartað Félagsheimilin hafa verið vettvangur þar sem fólk hittist, ræðir málin, heldur dansleiki, minningarathafnir, fundi, tónleika og árshátíðir. Þar sem krakkar læra að stíga sín fyrstu spor á sviði. Þar sem líf, hlátur og pólitík blandast saman. Þetta eru húsin þar sem samfélögin viðhalda sér og þróast áfram. Bæjarbúar eiga húsið saman og geta notað á þann hátt sem þeir kjósa. Að selja þessi hús er óafturkræf og skaðleg aðgerð. Hún sendir þau skilaboð til íbúa að samkomur þeirra skipti ekki máli. Mannleg samskipti og viðburðir á forsendum íbúa er ekki inni í jöfnunni um hvað það er, sem gerir sveitarfélag að góðum stað. Þetta er hluti af stærri þróun Sveitarstjórnir tala oft um lokanir á grunnþjónustu eins og um sé að ræða „erfiðar ákvarðanir“ sem „enginn vilji taka“. En staðreyndin er sú að þetta er pólitísk ákvörðun, og hún byggir á hagsmunum þeirra sem stjórna bæjarfélögum í krafti peninga. Krafan er sú að allt sem viðkemur daglegu lífi fólks skuli fara fram á sviði eigenda fyrirtækjanna. Orðræða er sett í gang um að ef fólk greiði ekki fyrir notkun á einhverju sé það byrði fyrir samfélagið. Byrði fyrir samfélagið að fólk sé að hittast án þess að peningar þeirra séu að renna í vasa peningaaflanna. Þetta er líka hluti af innreið einstaklingshyggjunnar þar sem áhersla og skilningur á samfélagslegum innviðum fer dvínandi. Afleiðingarnar eru aukin vanlíðan, sérstaklega meðal ungs fólks á Vesturlöndum. Þetta er sú hugmyndafræði sem lætur okkur gleyma því að samfélög eru ekki fyrirtæki. Ísland er ríkt land en samt hefur grunnþjónustu farið hrakandi á landsbyggðinni. Þar sem áður voru reknar fæðingardeildir og skurðstofur bjóða í dag upp á hvorugt. Það þýðir lítið að klóra sér í hausnum yfir því að ungt fólk flytji til Reykjavíkur þegar grunnþjónustu sem hægt var að halda uppi árið 1980 er ekki til staðar árið 2025. Félagsheimilin eru okkar Við verðum að snúa þessari þróun við. Félagsheimili eru ekki bara minjar um liðna tíð heldur grundvöllur þess að samfélög geti verið meira en bara samansafn fólks með póstnúmer. Það er hægt að endurvekja þau, nýta þau fyrir lýðræðisþróun, félagsstarf, listræna sköpun og samveru. En fyrst þurfum við að viðurkenna að þau skipti máli. Hlúum að hjörtum bæjarfélaga á landinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun