„Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. ágúst 2025 11:00 Guðrún ánægð með Íslandsmetið FRÍ / Hlín Guðmundsdóttir Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir fann hlutina smella saman á æfingu í síðustu viku og sló Íslandsmetið í sleggjukasti um helgina. Hún er orðin vongóð um að komast á heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Tókýó í Japan í næsta mánuði. Síðasta vika var viðburðarík hjá Guðrúnu, sem náði góðum árangri á sterku móti í Ungverjalandi á miðvikudag, flaug svo heim og gerði gott betur á föstudag þegar hún setti nýtt Íslandsmet með því að kasta sleggjunni 71,38 metra. „Ég bara hitti á svona gott kast. Ótrúlega gaman og mikill léttir. Maður er búinn að vera að vinna mikið í að ná góðum köstum og fara á mót, fyrir HM, sem hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ sagði Guðrún og var þá spurð hvað hefði skyndilega virkað hjá henni í síðustu viku. „Stundum koma bara svona tæknipunktar sem að smella og það getur breytt mjög miklu. Þegar maður nær góðri ferð og tengingu við sleggjuna. Það var eitthvað sem small hjá mér á æfingu á mánudaginn, ég fann muninn og náði að flytja það yfir í mót, sem ég er mjög ánægð með.“ Guðrún útskrifaðist úr háskóla í vor og stefnir á atvinnumennsku í Danmörku.vísir / bjarni „Búin að gera allt sem ég get“ Íslandsmetið er örlitlu minna en lágmarkið á HM, sem er 74 metrar, en færir hana nær því að tryggja sér þátttökurétt á HM í frjálsum íþróttum, sem fer fram í Tókýó í Japan núna í september. „Eftir síðustu viku ætti ég að vera í góðri stöðu, þannig að ég er alveg vongóð en það kemur svo bara í ljós á miðvikudaginn, lokalistinn fyrir HM. Þetta hefur verið markmið síðustu ár og eftir að ég fór á EM í fyrra. Alltaf pínu fjarstætt en maður fer alltaf nær og nær því. Ég er búin að gera allt sem ég get, þannig að núna verðum við bara að bíða og vona.“ Íslandsmethafinn hylltur af silfur- og bronsverðlaunahöfum.FRÍ / Hlín Guðmundsdóttir Viðtalið við Íslandsmeistarann má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Sjá meira
Síðasta vika var viðburðarík hjá Guðrúnu, sem náði góðum árangri á sterku móti í Ungverjalandi á miðvikudag, flaug svo heim og gerði gott betur á föstudag þegar hún setti nýtt Íslandsmet með því að kasta sleggjunni 71,38 metra. „Ég bara hitti á svona gott kast. Ótrúlega gaman og mikill léttir. Maður er búinn að vera að vinna mikið í að ná góðum köstum og fara á mót, fyrir HM, sem hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ sagði Guðrún og var þá spurð hvað hefði skyndilega virkað hjá henni í síðustu viku. „Stundum koma bara svona tæknipunktar sem að smella og það getur breytt mjög miklu. Þegar maður nær góðri ferð og tengingu við sleggjuna. Það var eitthvað sem small hjá mér á æfingu á mánudaginn, ég fann muninn og náði að flytja það yfir í mót, sem ég er mjög ánægð með.“ Guðrún útskrifaðist úr háskóla í vor og stefnir á atvinnumennsku í Danmörku.vísir / bjarni „Búin að gera allt sem ég get“ Íslandsmetið er örlitlu minna en lágmarkið á HM, sem er 74 metrar, en færir hana nær því að tryggja sér þátttökurétt á HM í frjálsum íþróttum, sem fer fram í Tókýó í Japan núna í september. „Eftir síðustu viku ætti ég að vera í góðri stöðu, þannig að ég er alveg vongóð en það kemur svo bara í ljós á miðvikudaginn, lokalistinn fyrir HM. Þetta hefur verið markmið síðustu ár og eftir að ég fór á EM í fyrra. Alltaf pínu fjarstætt en maður fer alltaf nær og nær því. Ég er búin að gera allt sem ég get, þannig að núna verðum við bara að bíða og vona.“ Íslandsmethafinn hylltur af silfur- og bronsverðlaunahöfum.FRÍ / Hlín Guðmundsdóttir Viðtalið við Íslandsmeistarann má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Sjá meira