Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 23:30 Drífa Snædal talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun vera áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi. Hún segir hann áfellisdóm yfir kerfinu og seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum en fagnar viðbrögðum dómsmálaráðherra. Í morgun féll dómur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í tveimur málum gagnvart íslenska ríkinu. Ríkið var sýknað í öðru þeirra en dæmt brotlegt í hinu gagnvart konu sem kærði fyrrum kærasta sinn fyrir brot í nánu sambandi árið 2017. Samkvæmt dómnum hefði lögregla getað komið í veg fyrir að mál konunnar fyrndust. „Þetta er áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi hvort sem þeir hafa kært eða ekki kært. Af því að þetta er áfellisdómur yfir kerfinu, þetta er áfellisdómur yfir seinagangi lögreglu í málum sem eru kynferðisbrot eða kynbundið ofbeldi,“ sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta í kvöldfréttum Sýnar. Ánægð með viðbrögð dómsmálaráðherra Drífa segir að af þeim sem koma til Stígamóta séu einunigs 10% sem leggja fram kæru. Það hlutfall hafi ekki breyst þau þrjátíu og fimm ár sem samtökin hafa starfað og sýni að brotaþolar treysta ekki kerfinu og að ástæða hafi verið fyrir því. Drífa er ánægð með viðbrögð Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem sagði í viðtali á Vísi að hún og ríkisstjórnin öll tæki málið alvarlega. „Ég treysti því að nú fari af stað samtal milli frjálsra félagasamtaka, kerfisins, brotaþola og samfélagsins í heild um hvernig við eigum að ná réttlæti fyrir hönd brotaþola í þessum málum. Og svo að sjálfsögðu að reyna að koma í veg fyrir kynferðislegt- og kynbundið ofbeldi sem samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er bara faraldur. Það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem verða fyrir því og samfélagslegar afleiðingar líka,“ bætir Drífa við. Hún segir báða dómana frá því í morgun mikilvæga, þar hafi komið fram viðurkenning á að brot af þessu tagi séu öðruvísi eðlis en önnur brot. „Það er ekki hægt að setja sama mælikvarða á þessi brot eins og önnur brot. Það þarf að vera sérstök lagasetning, sérstök aðferðafræði lögreglunnar og sérstaklega tekið tillit til þeirra. Við eigum enn langt í land þar.“ „Það eru svo margir sigrar á leiðinni“ Stígamót auglýstu árið 2021 eftir málum af þessu tagi sem hægt væri að reka fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Drífa segir marga sigra hafa unnist síðan þá. „Þetta ferli er alveg magnað, frá því að Guðrún Jónsdóttir fyrrum talskona Stígamóta hefur frumkvæði að því að óska eftir málum til að reka fyrir Mannréttindadómstólnum. Frá því að lögfræðingar tóku þetta að sér, frá því að dómstóllinn ákvað að taka þessi mál fyrir sem var gríðarlegur sigur og fjalla um þau efnislega. Það eru svo margir sigrar á leiðinni.“ Drífa segir jafnframt að með dómunum sem féllu í morgun séu til efnisleg umfjöllun sem geti verið vegvísir fyrir okkur áfram um brotalamir í íslenska kerfinu og ýmislegt fleira sem skipti máli. Hún segist vona að hægt sé að taka höndum saman og þoka öllum hressilega áleiðis í málaflokknum. „Ég ætla að leyfa mér í dag að vera bjartsýn að þetta þoki okkur áfram. Ég veit að sigurinn fyrir réttlæti er ekki unninn og það er sennilega töluvert langt í land þar.“ Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Í morgun féll dómur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í tveimur málum gagnvart íslenska ríkinu. Ríkið var sýknað í öðru þeirra en dæmt brotlegt í hinu gagnvart konu sem kærði fyrrum kærasta sinn fyrir brot í nánu sambandi árið 2017. Samkvæmt dómnum hefði lögregla getað komið í veg fyrir að mál konunnar fyrndust. „Þetta er áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi hvort sem þeir hafa kært eða ekki kært. Af því að þetta er áfellisdómur yfir kerfinu, þetta er áfellisdómur yfir seinagangi lögreglu í málum sem eru kynferðisbrot eða kynbundið ofbeldi,“ sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta í kvöldfréttum Sýnar. Ánægð með viðbrögð dómsmálaráðherra Drífa segir að af þeim sem koma til Stígamóta séu einunigs 10% sem leggja fram kæru. Það hlutfall hafi ekki breyst þau þrjátíu og fimm ár sem samtökin hafa starfað og sýni að brotaþolar treysta ekki kerfinu og að ástæða hafi verið fyrir því. Drífa er ánægð með viðbrögð Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem sagði í viðtali á Vísi að hún og ríkisstjórnin öll tæki málið alvarlega. „Ég treysti því að nú fari af stað samtal milli frjálsra félagasamtaka, kerfisins, brotaþola og samfélagsins í heild um hvernig við eigum að ná réttlæti fyrir hönd brotaþola í þessum málum. Og svo að sjálfsögðu að reyna að koma í veg fyrir kynferðislegt- og kynbundið ofbeldi sem samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er bara faraldur. Það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem verða fyrir því og samfélagslegar afleiðingar líka,“ bætir Drífa við. Hún segir báða dómana frá því í morgun mikilvæga, þar hafi komið fram viðurkenning á að brot af þessu tagi séu öðruvísi eðlis en önnur brot. „Það er ekki hægt að setja sama mælikvarða á þessi brot eins og önnur brot. Það þarf að vera sérstök lagasetning, sérstök aðferðafræði lögreglunnar og sérstaklega tekið tillit til þeirra. Við eigum enn langt í land þar.“ „Það eru svo margir sigrar á leiðinni“ Stígamót auglýstu árið 2021 eftir málum af þessu tagi sem hægt væri að reka fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Drífa segir marga sigra hafa unnist síðan þá. „Þetta ferli er alveg magnað, frá því að Guðrún Jónsdóttir fyrrum talskona Stígamóta hefur frumkvæði að því að óska eftir málum til að reka fyrir Mannréttindadómstólnum. Frá því að lögfræðingar tóku þetta að sér, frá því að dómstóllinn ákvað að taka þessi mál fyrir sem var gríðarlegur sigur og fjalla um þau efnislega. Það eru svo margir sigrar á leiðinni.“ Drífa segir jafnframt að með dómunum sem féllu í morgun séu til efnisleg umfjöllun sem geti verið vegvísir fyrir okkur áfram um brotalamir í íslenska kerfinu og ýmislegt fleira sem skipti máli. Hún segist vona að hægt sé að taka höndum saman og þoka öllum hressilega áleiðis í málaflokknum. „Ég ætla að leyfa mér í dag að vera bjartsýn að þetta þoki okkur áfram. Ég veit að sigurinn fyrir réttlæti er ekki unninn og það er sennilega töluvert langt í land þar.“
Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira