Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar 26. ágúst 2025 22:04 Vitund um lesblindu hér á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til vegna starfs Félags lesblindra og meiri fræðslu innan skólakerfisins. Það er því óumdeilt að þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Nauðsynlegt er að vel sé hlúð að öllum nemendum og komið til móts við þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Læsi telst vera grundvallarfærni og mikilvægt að allir kennarar hafi einhvern grunn í lestrarfræðum og geti aðstoðað nemendur sem eiga erfitt með lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur ítrekað bent á að betur megi standa að greiningu í skólum. Það er einnig mat okkar að það þurfi að gera miklar breytingar á kennslu kennara og ekki síst undirbúningi þeirra enda hafa átt sér stað miklar breytingar sem kennarar verða að geta tekist á við. Það er áríðandi að aðstoða kennara við að átta sig á lesblindu og hlúa þá að þeim hópi enda verður ekki annað séð en að mikill vilji sé til þess meðal kennara og kennaranema. Þarna þarf að bæta í. Koma þarf greiningu að sem fyrst Greining á lesblindu fer oft fram í grunnskólum, annaðhvort í gegnum skólaþjónustu sveitarfélaga, skólasálfræðinga eða sérfræðinga á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Með snemmgreiningu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir námsörðugleika. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) árið 2023 kom fram að mikilvægt var að hafa framkvæmt greiningu áður en kom fram í 4. bekk og þeim nemendum farnaðist betur sem höfðu þá fengið greiningu. Lesblindir nemendur fá oft aðgang að sérkennslu, hljóðbókum, talgervlum, lengri tíma í prófum og öðrum tæknilausnum. Íslenska hljóðbókasafnið (HBS) veitir lesblindum ókeypis aðgang að hljóðbókum og námsefni á aðgengilegu formi. Skólar á Íslandi nota oft forrit til að þjálfa lestrarfærni hjá lesblindum nemendum. Snemmbúin íhlutun er mikilvæg Engum blöðum er um það að fletta að snemmbúin íhlutun getur breytt ferli barna með lesblindu. Það er miklu betra að grípa inn í á fyrri stigum en að bíða þangað til barninu raunverulega mistekst því að úrbætur á seinni stigum geta verið síður árangursríkar. Til dæmis kom fram í nýlegri rannsókn að árangurinn var næstum tvöfalt betri ef íhlutun var veitt í fyrsta og öðrum bekk en ef hún bíður fram í þriðja bekk, hvað þá ef hún er framkvæmd síðar. Við vitum núna heilmikið um það hvers vegna snemmbúin íhlutun virkar. Til að læra að lesa, en það er áunnin færni, verður að gefa heilanum tækifæri til að læra um tengslin milli þess hvernig orð líta út og hvernig þau hljóma. Til að gera það verða nemendur að hafa snemma aðgang að prentuðu efni og þróa með sér töluverða reynslu af prentuðu efni, sem gerir heilanum kleift að meðtaka þá þekkingu sem nauðsynleg er fyrir áreynslulausan lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja en það lætur nærri að einn af hverjum fimm nemendum glími við slíka örðugleika. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir stöðuna og skilja þannig hvað gera skal. Höfum það hugfast núna þegar skólastarf er að hefjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vitund um lesblindu hér á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til vegna starfs Félags lesblindra og meiri fræðslu innan skólakerfisins. Það er því óumdeilt að þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Nauðsynlegt er að vel sé hlúð að öllum nemendum og komið til móts við þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Læsi telst vera grundvallarfærni og mikilvægt að allir kennarar hafi einhvern grunn í lestrarfræðum og geti aðstoðað nemendur sem eiga erfitt með lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur ítrekað bent á að betur megi standa að greiningu í skólum. Það er einnig mat okkar að það þurfi að gera miklar breytingar á kennslu kennara og ekki síst undirbúningi þeirra enda hafa átt sér stað miklar breytingar sem kennarar verða að geta tekist á við. Það er áríðandi að aðstoða kennara við að átta sig á lesblindu og hlúa þá að þeim hópi enda verður ekki annað séð en að mikill vilji sé til þess meðal kennara og kennaranema. Þarna þarf að bæta í. Koma þarf greiningu að sem fyrst Greining á lesblindu fer oft fram í grunnskólum, annaðhvort í gegnum skólaþjónustu sveitarfélaga, skólasálfræðinga eða sérfræðinga á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Með snemmgreiningu er lögð áhersla á að koma í veg fyrir námsörðugleika. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) árið 2023 kom fram að mikilvægt var að hafa framkvæmt greiningu áður en kom fram í 4. bekk og þeim nemendum farnaðist betur sem höfðu þá fengið greiningu. Lesblindir nemendur fá oft aðgang að sérkennslu, hljóðbókum, talgervlum, lengri tíma í prófum og öðrum tæknilausnum. Íslenska hljóðbókasafnið (HBS) veitir lesblindum ókeypis aðgang að hljóðbókum og námsefni á aðgengilegu formi. Skólar á Íslandi nota oft forrit til að þjálfa lestrarfærni hjá lesblindum nemendum. Snemmbúin íhlutun er mikilvæg Engum blöðum er um það að fletta að snemmbúin íhlutun getur breytt ferli barna með lesblindu. Það er miklu betra að grípa inn í á fyrri stigum en að bíða þangað til barninu raunverulega mistekst því að úrbætur á seinni stigum geta verið síður árangursríkar. Til dæmis kom fram í nýlegri rannsókn að árangurinn var næstum tvöfalt betri ef íhlutun var veitt í fyrsta og öðrum bekk en ef hún bíður fram í þriðja bekk, hvað þá ef hún er framkvæmd síðar. Við vitum núna heilmikið um það hvers vegna snemmbúin íhlutun virkar. Til að læra að lesa, en það er áunnin færni, verður að gefa heilanum tækifæri til að læra um tengslin milli þess hvernig orð líta út og hvernig þau hljóma. Til að gera það verða nemendur að hafa snemma aðgang að prentuðu efni og þróa með sér töluverða reynslu af prentuðu efni, sem gerir heilanum kleift að meðtaka þá þekkingu sem nauðsynleg er fyrir áreynslulausan lestur. Félag lesblindra á Íslandi hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja en það lætur nærri að einn af hverjum fimm nemendum glími við slíka örðugleika. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir stöðuna og skilja þannig hvað gera skal. Höfum það hugfast núna þegar skólastarf er að hefjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun