„Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2025 21:44 Magnús Már hefur ekki áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir að Afturelding hafi ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Hann hefur enn mikla trú á verkefninu. Vísir/Anton Brink Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var með svör á reiðum höndum er hann mætti í viðtal eftir svekkjandi 4-3 tap liðsins gegn Val í kvöld. „Þetta var lélegt korter hjá okkur sem drepur þennan leik. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik, mikil gleði í spilinu hjá okkur og mér fannst við geta skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. „Við vorum að gera frábærlega og erum ofan á í öllum atriðum leiksins. En þeir eru með gott lið og koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og setja þrjú mörk á korteri. Það er náttúrulega ekki boðlegt og fer með þennan leik. Þeir eru góðir í föstum leikatriðum, við vissum það, og þeir skora fyrsta markið úr föstu leikatriði. Það snýr þessum leik svolítið og þeir fá trú á meðan við gáfum svolítið eftir á þessum kafla.“ Magnús gat þó ekki sett puttann nákvæmlega á það sem fór úrskeiðis á þessu umrædda korteri. „Þeir bara einhvernveginn ná að herja á okkur, ná þessu marki inn og fá aukna trú. Við gerum mistök í þessum mörkum sem þeir skora, það er ekki spurning, og þeir ná mómentinu með sér. En það var bara í þetta korter og svo komum við aftur inn í þetta.“ „Þetta aukaspyrnumark er svo náttúrulega bara frábært hjá Tryggva. Þá vorum við einmitt að komast almennilega inn í þetta þannig það var svekkjandi líka að fá það mark á sig.“ Þrátt fyrir að Magnús hafi verið ánægður með spilamennsku liðsins á stórum köflum í kvöld verður liðið nú að horfast í augu við þá staðreynd að Afturelding hefur ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Magnús segist þó ekki hafa neinar áhyggjur. „Nei. Ég hefði áhyggjur ef við hefðum lagst niður hérna og hætt í seinni hálfleik. Sérstaklega ef við hefðum gert það þegar við lentum 3-2 undir. En það er alls ekki þannig. Það er mikil trú í þessu liði og um það sem við erum að gera.“ „Einu fjórir tapleikirnir okkar síðan í maí eru líka bara á móti liðum sem eru mjög öflug. Þessi töp eru að koma á mjög erfiðum útivöllum og síðan við töpuðum fyrir Val í maí erum við bara búnir að tapa fjórum leikjum. Þetta er mikið af jafnteflum sem við þurfum að breyta í sigra, en trúin er til staðar. Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina, Í túninu heima, og þú ert velkominn. Það verður stemning á vellinum á sunnudeginum á móti FH.“ Besta deild karla Valur Afturelding Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira
„Þetta var lélegt korter hjá okkur sem drepur þennan leik. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik, mikil gleði í spilinu hjá okkur og mér fannst við geta skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. „Við vorum að gera frábærlega og erum ofan á í öllum atriðum leiksins. En þeir eru með gott lið og koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og setja þrjú mörk á korteri. Það er náttúrulega ekki boðlegt og fer með þennan leik. Þeir eru góðir í föstum leikatriðum, við vissum það, og þeir skora fyrsta markið úr föstu leikatriði. Það snýr þessum leik svolítið og þeir fá trú á meðan við gáfum svolítið eftir á þessum kafla.“ Magnús gat þó ekki sett puttann nákvæmlega á það sem fór úrskeiðis á þessu umrædda korteri. „Þeir bara einhvernveginn ná að herja á okkur, ná þessu marki inn og fá aukna trú. Við gerum mistök í þessum mörkum sem þeir skora, það er ekki spurning, og þeir ná mómentinu með sér. En það var bara í þetta korter og svo komum við aftur inn í þetta.“ „Þetta aukaspyrnumark er svo náttúrulega bara frábært hjá Tryggva. Þá vorum við einmitt að komast almennilega inn í þetta þannig það var svekkjandi líka að fá það mark á sig.“ Þrátt fyrir að Magnús hafi verið ánægður með spilamennsku liðsins á stórum köflum í kvöld verður liðið nú að horfast í augu við þá staðreynd að Afturelding hefur ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Magnús segist þó ekki hafa neinar áhyggjur. „Nei. Ég hefði áhyggjur ef við hefðum lagst niður hérna og hætt í seinni hálfleik. Sérstaklega ef við hefðum gert það þegar við lentum 3-2 undir. En það er alls ekki þannig. Það er mikil trú í þessu liði og um það sem við erum að gera.“ „Einu fjórir tapleikirnir okkar síðan í maí eru líka bara á móti liðum sem eru mjög öflug. Þessi töp eru að koma á mjög erfiðum útivöllum og síðan við töpuðum fyrir Val í maí erum við bara búnir að tapa fjórum leikjum. Þetta er mikið af jafnteflum sem við þurfum að breyta í sigra, en trúin er til staðar. Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina, Í túninu heima, og þú ert velkominn. Það verður stemning á vellinum á sunnudeginum á móti FH.“
Besta deild karla Valur Afturelding Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira