Erlent

Gríðar­stór sand­stormur olli usla í Arizona

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Fjölmörgum flugum var aflýst í Pheonix í gær.
Fjölmörgum flugum var aflýst í Pheonix í gær. x

Risastór sandstormur gekk yfir Arizona í Bandaríkjunum í gær og olli talsverðum usla í Phoenix. Flugum var aflýst og þúsundir í borginni eru enn án rafmagns.

Sandstormurinn er af tegund sem kallast haboob, en stormarnir eru algengir á arabíuskaga, við Sahara eyðimörkina og í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Nafnið er dregið af arabíska heitinu yfir þessa storma.

Stormar af þessu tagi eru mikið sjónarspil en þeir ganga hægt yfir. Stormurinn í dag átti upptök sín um 60 mílum suðaustur af Phoenix, og gekk svo yfir borgina. Á einum tímapunkti voru um 15 þúsund án rafmagns.

Á samfélagsmiðlum má sjá fjölmargar myndir og myndbönd sem sýna hvernig þetta var í borginni meðan stormurinn gekk yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×