Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar 28. ágúst 2025 07:01 Við berum með okkur ótal tilfinningar sem hrífa okkur á mismunandi hátt. Gleði sem léttir líkama og huga. Undrun sem opnar dyr að því óþekkta. Samkennd sem mýkir brúnirnar milli okkar. Reiði sem kallar á réttlæti. Skömm sem lokar og stolti sem reisir. Ótti sem lætur okkur hika og kjarkur sem lætur okkur stíga áfram. Þakklæti sem kyrrar og ró sem leggst yfir eins og mjúkt teppi. Allar þessar tilfinningar hafa sinn tón, sína hreyfingu í líkamanum. Stundum sem hlý bylgja, stundum sem sting og stundum sem augnablik án orða. Í samskiptum og ekki síst í kennslu skiptir máli hvaða tilfinningar við berum inn í rýmið. Sumar draga til okkar fólk og aðrar reka það frá. Þarna fremst standa tilfinningar á borð við virðingu, traust og einlægni. Þær búa til brú áður en eitt orð hefur verið sagt. Og meðal þessara tilfinninga er ein sem vegur þyngst í þessari sögu og það er tilfinningin sem ég vill kalla, hjartans mál. Hjartans mál er ekki fyrst og fremst orð, heldur upplifun. Sú upplifun kemur fram í nærveru þar sem einlægni, hlýja og viðkvæmni fléttast saman og skynjast löngu áður en orð eru sögð. Þegar við tölum með hjartanu erum við ekki að flytja upplýsingar, við mætum öðrum sem manneskjur. Slíkt tungumál sannfærir ekki með rökum einum, heldur snertir með nálægð. Það getur birst í orðum, en líka í þögn sem er full af hlustun. Þessi tilfinning hrífur vegna þess að hún er sönn. Hún fæddist ekki á glærukynningu og stendur ekki og fellur með orðavali. Hún á sér rætur í reynslu, í því að þora að vera manneskja í augnsambandi við aðra manneskju. Þegar hjartans mál mætir í rödd, í augnaráði, í einföldu „ég sé þig“, þá verður tenging sem hvorki próf né prógrömm geta skapað. Ég fékk að kynnast þessu sem barn. Ég man það enn, eins og það hafi gerst í gær. Ég var unglingur í grunnskóla, orðinn þreyttur á skólanum og í raun á sjálfum mér. Ég fann fyrir því að kennarar og skólakerfið voru farin að missa þolinmæðina á mér. Kannski var ég orðinn til vandræða, kannski líka að gefast upp. Þá steig inn í líf mitt kennari sem talaði ekki bara til mín sem nemanda, heldur sem manneskju. Hún talaði hjartans mál og það náði beint inn í mitt barnshjarta. Hún hafði nærveru sem fyllti stofuna. Hún gekk inn með höfuðið hátt, en hjartað opið. Fyrsta gjöfin sem hún gaf mér var ekki ný kennsluaðferð eða strangar kröfur heldur einfaldlega óskilyrta væntumþykju. Hún var góð við mig. Alltaf, sama hvernig mér gekk eða hvernig ég bar mig að. Hún lét sig varða meira um mig en einkunnirnar mínar eða hegðun. Hún sá barnið á bak við allt hitt og hún sá dreng sem þráði að vera metinn að verðleikum. Ég prófaði hana, eins og börn gera þegar þau vilja vita hvort hlýjan sé sönn. Ég sýndi henni bæði fallegu og ljótu hliðarnar mínar. Hún brást aldrei. Hún sá í gegn um allt mitt hugafar, hegðun og þykjustuna og hún gafst ekki upp á mér. Það gerði gæfumunurinn. Þessi kona varð ekki bara kennari minn hún varð hluti af lífi mínu. Hún var veislustjóri þegar ég giftist, hún þekkir börnin mín og ég veit að án hennar hefði margt í mínu lífi farið á annan veg. Þegar ég sjálfur varð kennari fór ég oftar og oftar að hugsa til hennar. Fram að því hafði ég ekki íhugað mikið hvað það þýddi að kenna með hjartanu. Ég hugsaði eingöngu um faggreinar, kennsluaðferðir og námskrár. En svo sat ég einn daginn á fyrirlestri þar sem talað var um árangur í skólastarfi. Það voru ekki tölurnar sem gripu mig, heldur hvernig fyrirlesarinn talaði um þær. Röddin hjá fyrirlesaranum brast og hann beygði útaf en augun voru full af stolti. Hann var að tala hjartans mál, eitthvað sem honum fannst mikilvægt. Og mér var strax hugsað til kennarans sem hafði kennt mér lífsins dýrmætustu lexíu. Það er að námsefnið er ekki það sem skiptir mestu, heldur hvernig við mætum hvort öðru. Í dag veit ég að hjartans mál í kennslu snýst ekki um tilfinningasemi eða faguryrði. Það snýst um nærveru, traust og trú á nemandanum. Það er þegar kennari segir „Þetta er erfitt, en við tökumst á við þetta saman“ í staðinn fyrir „Þetta kemur á prófi“. Það er þegar hann leyfir sér að hlusta í þögn, þegar hann sest hljóðlátur við hlið barns sem þarf ekki orð heldur nærveru. Þögn getur líka verið hjartans mál, ef hún er fyllt af virðingu og hlustun. Það er líka þegar við sem fullorðnir leyfum okkur að vera mannleg. Börn taka eftir því þegar við sýnum tilfinningar, þegar við segjum „Ég er leiður núna, en þú þarft ekki að hafa áhyggjur“. Þá læra þau að tilfinningar eru eðlilegar, að það sé í lagi að gráta, að styrkur felst ekki bara í hörku heldur í hugrekki til að vera viðkvæmur. En hjartans mál er ekki bara hlý orð. Það þarf líka festu, skýr mörk og ábyrgð. Góður kennari er ekki sá sem lætur allt viðgangast, heldur sá sem heldur utan um rýmið með sanngirni og stöðugleika. Það er jafnvægið á milli hlýju og aga sem skapar öryggi. Kennari sem hlustar af alvöru, sem man það sem þú sagðir, sem leiðréttir með virðingu í stað skammar. Og þegar kennari hefur ástríðu fyrir fagi sínu, þá kveikir það neista. Þú heyrir á röddinni að hann trúir því að það sem hann kennir skipti máli og þá byrjar nemandinn sjálfur að trúa því líka. Hvort sem það er saga, stærðfræði eða málfræði, þá verður eitthvað lifandi í stofunni. Í slíkum tíma ríkir ró, en ekki deyfð. Kennarinn sveiflast ekki með skapi dagsins, heldur er hann eins og akkeri í hópnum staðfastur, réttlátur og nærandi. Það sem skiptir sköpum er að nemendur upplifi að kennarinn gefst ekki upp á þeim. Hann stendur með þeim, líka þegar þeim gengur illa. Hann bíður, heldur í og trúir áfram. Það er sú trú sem getur breytt heilu lífi barns. Ég veit það af eigin reynslu. Þegar hjartað talar til hjarta, þá gerist eitthvað sem hverfur ekki. Það mótar, það nærir og það fylgir okkur alla ævi. Kennarar sem tala hjartans mál eru ekki bara að kenna þeir eru að móta manneskjur, skapa tengslabrýr og rækta trú á sjálfan sig, hjá börnum sem annars hefðu kannski gefist upp. Þess vegna trúi ég að stærsta verkefni kennara sé ekki bara að miðla fræðum heldur að opna hjarta sitt. Að tala ekki bara með orðum, heldur með nærveru, trú og kærleika. Því það er í því , þegar hjartans mál hittir barnshjarta sem raunveruleg menntun á sér stað. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við berum með okkur ótal tilfinningar sem hrífa okkur á mismunandi hátt. Gleði sem léttir líkama og huga. Undrun sem opnar dyr að því óþekkta. Samkennd sem mýkir brúnirnar milli okkar. Reiði sem kallar á réttlæti. Skömm sem lokar og stolti sem reisir. Ótti sem lætur okkur hika og kjarkur sem lætur okkur stíga áfram. Þakklæti sem kyrrar og ró sem leggst yfir eins og mjúkt teppi. Allar þessar tilfinningar hafa sinn tón, sína hreyfingu í líkamanum. Stundum sem hlý bylgja, stundum sem sting og stundum sem augnablik án orða. Í samskiptum og ekki síst í kennslu skiptir máli hvaða tilfinningar við berum inn í rýmið. Sumar draga til okkar fólk og aðrar reka það frá. Þarna fremst standa tilfinningar á borð við virðingu, traust og einlægni. Þær búa til brú áður en eitt orð hefur verið sagt. Og meðal þessara tilfinninga er ein sem vegur þyngst í þessari sögu og það er tilfinningin sem ég vill kalla, hjartans mál. Hjartans mál er ekki fyrst og fremst orð, heldur upplifun. Sú upplifun kemur fram í nærveru þar sem einlægni, hlýja og viðkvæmni fléttast saman og skynjast löngu áður en orð eru sögð. Þegar við tölum með hjartanu erum við ekki að flytja upplýsingar, við mætum öðrum sem manneskjur. Slíkt tungumál sannfærir ekki með rökum einum, heldur snertir með nálægð. Það getur birst í orðum, en líka í þögn sem er full af hlustun. Þessi tilfinning hrífur vegna þess að hún er sönn. Hún fæddist ekki á glærukynningu og stendur ekki og fellur með orðavali. Hún á sér rætur í reynslu, í því að þora að vera manneskja í augnsambandi við aðra manneskju. Þegar hjartans mál mætir í rödd, í augnaráði, í einföldu „ég sé þig“, þá verður tenging sem hvorki próf né prógrömm geta skapað. Ég fékk að kynnast þessu sem barn. Ég man það enn, eins og það hafi gerst í gær. Ég var unglingur í grunnskóla, orðinn þreyttur á skólanum og í raun á sjálfum mér. Ég fann fyrir því að kennarar og skólakerfið voru farin að missa þolinmæðina á mér. Kannski var ég orðinn til vandræða, kannski líka að gefast upp. Þá steig inn í líf mitt kennari sem talaði ekki bara til mín sem nemanda, heldur sem manneskju. Hún talaði hjartans mál og það náði beint inn í mitt barnshjarta. Hún hafði nærveru sem fyllti stofuna. Hún gekk inn með höfuðið hátt, en hjartað opið. Fyrsta gjöfin sem hún gaf mér var ekki ný kennsluaðferð eða strangar kröfur heldur einfaldlega óskilyrta væntumþykju. Hún var góð við mig. Alltaf, sama hvernig mér gekk eða hvernig ég bar mig að. Hún lét sig varða meira um mig en einkunnirnar mínar eða hegðun. Hún sá barnið á bak við allt hitt og hún sá dreng sem þráði að vera metinn að verðleikum. Ég prófaði hana, eins og börn gera þegar þau vilja vita hvort hlýjan sé sönn. Ég sýndi henni bæði fallegu og ljótu hliðarnar mínar. Hún brást aldrei. Hún sá í gegn um allt mitt hugafar, hegðun og þykjustuna og hún gafst ekki upp á mér. Það gerði gæfumunurinn. Þessi kona varð ekki bara kennari minn hún varð hluti af lífi mínu. Hún var veislustjóri þegar ég giftist, hún þekkir börnin mín og ég veit að án hennar hefði margt í mínu lífi farið á annan veg. Þegar ég sjálfur varð kennari fór ég oftar og oftar að hugsa til hennar. Fram að því hafði ég ekki íhugað mikið hvað það þýddi að kenna með hjartanu. Ég hugsaði eingöngu um faggreinar, kennsluaðferðir og námskrár. En svo sat ég einn daginn á fyrirlestri þar sem talað var um árangur í skólastarfi. Það voru ekki tölurnar sem gripu mig, heldur hvernig fyrirlesarinn talaði um þær. Röddin hjá fyrirlesaranum brast og hann beygði útaf en augun voru full af stolti. Hann var að tala hjartans mál, eitthvað sem honum fannst mikilvægt. Og mér var strax hugsað til kennarans sem hafði kennt mér lífsins dýrmætustu lexíu. Það er að námsefnið er ekki það sem skiptir mestu, heldur hvernig við mætum hvort öðru. Í dag veit ég að hjartans mál í kennslu snýst ekki um tilfinningasemi eða faguryrði. Það snýst um nærveru, traust og trú á nemandanum. Það er þegar kennari segir „Þetta er erfitt, en við tökumst á við þetta saman“ í staðinn fyrir „Þetta kemur á prófi“. Það er þegar hann leyfir sér að hlusta í þögn, þegar hann sest hljóðlátur við hlið barns sem þarf ekki orð heldur nærveru. Þögn getur líka verið hjartans mál, ef hún er fyllt af virðingu og hlustun. Það er líka þegar við sem fullorðnir leyfum okkur að vera mannleg. Börn taka eftir því þegar við sýnum tilfinningar, þegar við segjum „Ég er leiður núna, en þú þarft ekki að hafa áhyggjur“. Þá læra þau að tilfinningar eru eðlilegar, að það sé í lagi að gráta, að styrkur felst ekki bara í hörku heldur í hugrekki til að vera viðkvæmur. En hjartans mál er ekki bara hlý orð. Það þarf líka festu, skýr mörk og ábyrgð. Góður kennari er ekki sá sem lætur allt viðgangast, heldur sá sem heldur utan um rýmið með sanngirni og stöðugleika. Það er jafnvægið á milli hlýju og aga sem skapar öryggi. Kennari sem hlustar af alvöru, sem man það sem þú sagðir, sem leiðréttir með virðingu í stað skammar. Og þegar kennari hefur ástríðu fyrir fagi sínu, þá kveikir það neista. Þú heyrir á röddinni að hann trúir því að það sem hann kennir skipti máli og þá byrjar nemandinn sjálfur að trúa því líka. Hvort sem það er saga, stærðfræði eða málfræði, þá verður eitthvað lifandi í stofunni. Í slíkum tíma ríkir ró, en ekki deyfð. Kennarinn sveiflast ekki með skapi dagsins, heldur er hann eins og akkeri í hópnum staðfastur, réttlátur og nærandi. Það sem skiptir sköpum er að nemendur upplifi að kennarinn gefst ekki upp á þeim. Hann stendur með þeim, líka þegar þeim gengur illa. Hann bíður, heldur í og trúir áfram. Það er sú trú sem getur breytt heilu lífi barns. Ég veit það af eigin reynslu. Þegar hjartað talar til hjarta, þá gerist eitthvað sem hverfur ekki. Það mótar, það nærir og það fylgir okkur alla ævi. Kennarar sem tala hjartans mál eru ekki bara að kenna þeir eru að móta manneskjur, skapa tengslabrýr og rækta trú á sjálfan sig, hjá börnum sem annars hefðu kannski gefist upp. Þess vegna trúi ég að stærsta verkefni kennara sé ekki bara að miðla fræðum heldur að opna hjarta sitt. Að tala ekki bara með orðum, heldur með nærveru, trú og kærleika. Því það er í því , þegar hjartans mál hittir barnshjarta sem raunveruleg menntun á sér stað. Höfundur er mannvinur og kennari.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun