Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar 28. ágúst 2025 13:31 Við töpum milljörðum á erlendum veðmálum – en við getum breytt því. Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. Þrátt fyrir þetta, þá eru meðalútgjöld til fjárhættuspila á hvern fullorðin íbúa á Íslandi í kringum 72.000kr.- á ári samkvæmt skýrslu danska veðmálaeftirlitsins. En þó svo að það sé ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður á Íslandi, þá eru þúsundir Íslendinga sem eru að spila á erlendum mörkuðum og það þarf hvorki að leita langt né að hafa mikla tæknikunnáttu til þess að finna þær og þetta þýðir tvennt: Ríkið hefur enga stjórn eða yfirsýn á markaðnum. Hagnaður og mögulegar skatttekjur fara úr landi. Samkvæmt erlendum rannsóknum þá má áætla að þetta séu milljarðar sem að íslenska ríkið tapar á því að vera með sérleyfi í stað starfsleyfa. Áhættan við núverandi kerfi Núverandi bannstefna íslenskra stjórnvalda veldur því að erfiðara er að greina spilafíkn og bregðast við henni, ásamt því að mun minna fjármagni er varið í forvarnir og meðferðarúrræði. Núverandi kerfi er ekki að verja neinn, hvorki viðkvæma hópa né samfélagið sem missir af þessum tekjum. Kerfið er gallað og því miður hafa eftirlitsaðilar ekki brugðist nógu skýrt við, en sérleyfishafar á Íslandi hafa bæði auglýst með slagorðinu „Settu spennu í leikinn“ og á heimasíðu HHÍ stendur að happdrættið eigi að veita fólki „upplifun og afþreyingu sem felur í sér von um fjárhagslegan vinning“. Maður veltir því fyrir sér hvort sé skaðlegra, svona herferðir eða áhrifavaldar í hettupeysum merktar erlendum fyrirtækjum. Hvað gerðu nágrannaþjóðirnar? Svíðþjóð, Noregur, Danmörk og Bretland hafa öll farið þá leið að vera með aukið gagnsæi og eftirlit. Þar voru starfsleyfi tekin upp og veðmálafyrirtækin eru skylduð til þess að gera eftirfarandi: Greiða skatta og gjöld í viðkomandi landi. Fylgja reglum um hámarks innborganir, sjálfútilokun og aldursvernd. Styrkja forvarnir og meðferð fyrir spilafíkn. Niðurstaðan? Það er mun meira eftirlit, minni hætta á spilafíkn og auknar tekjur til samfélagsins. Tækifærið fyrir Ísland Með því að lögleiða og taka upp starfsleyfi á Íslandi gætum við: Safnað milljörðum í skatttekjur ár hvert. Fjármagnað markvissar forvarnir og meðferðarúrræði. Verndað viðkvæma hópa gegn skaðlegum áhrifum. Styrkt og opnað á auknar tekjur til fjölmiðla og íþróttafélaga. Aukið atvinnufrelsi og heilbrigða samkeppni. Þetta er nefnilega ekki spurning um hvort að veðmálin eigi sér stað, heldur er þetta spurning um hver stjórnar leiknum og hvort við viljum að hagnaðurinn nýtist íslensku samfélagi eða renni óhindraður úr landi. Tökum stjórn á leiknum Hættum að ræða erlendar veðmálasíður í bakherbergjum og förum að vinna markvisst að því að breyta þessu úr gráu svæði í gagnsæi. Ef íslensk stjórnvöld taka upp starfsleyfi í stað sérleyfa, þá mun vera löglegt veðmálaumhverfi á Íslandi, auknar tekjur munu skila sér til ríkisins og hægt væri að hafa meiri yfirsýn og grípa þá viðkvæmu hópa sem eru í mestri hættu. Ég legg því til að við hættum að hræða – og förum að fræða. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við töpum milljörðum á erlendum veðmálum – en við getum breytt því. Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. Þrátt fyrir þetta, þá eru meðalútgjöld til fjárhættuspila á hvern fullorðin íbúa á Íslandi í kringum 72.000kr.- á ári samkvæmt skýrslu danska veðmálaeftirlitsins. En þó svo að það sé ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður á Íslandi, þá eru þúsundir Íslendinga sem eru að spila á erlendum mörkuðum og það þarf hvorki að leita langt né að hafa mikla tæknikunnáttu til þess að finna þær og þetta þýðir tvennt: Ríkið hefur enga stjórn eða yfirsýn á markaðnum. Hagnaður og mögulegar skatttekjur fara úr landi. Samkvæmt erlendum rannsóknum þá má áætla að þetta séu milljarðar sem að íslenska ríkið tapar á því að vera með sérleyfi í stað starfsleyfa. Áhættan við núverandi kerfi Núverandi bannstefna íslenskra stjórnvalda veldur því að erfiðara er að greina spilafíkn og bregðast við henni, ásamt því að mun minna fjármagni er varið í forvarnir og meðferðarúrræði. Núverandi kerfi er ekki að verja neinn, hvorki viðkvæma hópa né samfélagið sem missir af þessum tekjum. Kerfið er gallað og því miður hafa eftirlitsaðilar ekki brugðist nógu skýrt við, en sérleyfishafar á Íslandi hafa bæði auglýst með slagorðinu „Settu spennu í leikinn“ og á heimasíðu HHÍ stendur að happdrættið eigi að veita fólki „upplifun og afþreyingu sem felur í sér von um fjárhagslegan vinning“. Maður veltir því fyrir sér hvort sé skaðlegra, svona herferðir eða áhrifavaldar í hettupeysum merktar erlendum fyrirtækjum. Hvað gerðu nágrannaþjóðirnar? Svíðþjóð, Noregur, Danmörk og Bretland hafa öll farið þá leið að vera með aukið gagnsæi og eftirlit. Þar voru starfsleyfi tekin upp og veðmálafyrirtækin eru skylduð til þess að gera eftirfarandi: Greiða skatta og gjöld í viðkomandi landi. Fylgja reglum um hámarks innborganir, sjálfútilokun og aldursvernd. Styrkja forvarnir og meðferð fyrir spilafíkn. Niðurstaðan? Það er mun meira eftirlit, minni hætta á spilafíkn og auknar tekjur til samfélagsins. Tækifærið fyrir Ísland Með því að lögleiða og taka upp starfsleyfi á Íslandi gætum við: Safnað milljörðum í skatttekjur ár hvert. Fjármagnað markvissar forvarnir og meðferðarúrræði. Verndað viðkvæma hópa gegn skaðlegum áhrifum. Styrkt og opnað á auknar tekjur til fjölmiðla og íþróttafélaga. Aukið atvinnufrelsi og heilbrigða samkeppni. Þetta er nefnilega ekki spurning um hvort að veðmálin eigi sér stað, heldur er þetta spurning um hver stjórnar leiknum og hvort við viljum að hagnaðurinn nýtist íslensku samfélagi eða renni óhindraður úr landi. Tökum stjórn á leiknum Hættum að ræða erlendar veðmálasíður í bakherbergjum og förum að vinna markvisst að því að breyta þessu úr gráu svæði í gagnsæi. Ef íslensk stjórnvöld taka upp starfsleyfi í stað sérleyfa, þá mun vera löglegt veðmálaumhverfi á Íslandi, auknar tekjur munu skila sér til ríkisins og hægt væri að hafa meiri yfirsýn og grípa þá viðkvæmu hópa sem eru í mestri hættu. Ég legg því til að við hættum að hræða – og förum að fræða. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun