Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2025 20:40 Gunnfaxi í lúpínubreiðu á Sólheimasandi fyrr í sumar. Snorri Snorrason Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands. Eftir að landeigendur Sólheimasands keyptu Gunnfaxa af Þristavinafélaginu stofnuðu Flugfélagsbræðurnir Jón Karl Snorrason og Snorri Snorrason ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, áhugafélagið Gunnfaxa um kaup á þristinum í því skyni að afhenda hann Samgöngusafninu að Skógum til varðveislu. Hugðust þeir efna til fjársöfnunar til að kaupa flugvélina og koma henni í sýningarhæft ástand og var safnið búið að fallast á að taka við henni. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Í svari landeigendafélags Ytri-Sólheima segist stjórn Loðmundar fallast á að láta af hendi flakið af Gunnfaxa „..að því gefnu að landeigendafélaginu verði afhent önnur DC3 vél til að koma í staðinn fyrir Gunnfaxa á sama stað, landeigendafélaginu að kostnaðarlausu.”. Kveðst stjórnin veita Vinum Gunnfaxa frest til 1. desember 2025 til þess að ganga frá skiptunum, segir í svarinu sem Elín Einarsdóttir formaður ritar undir fyrir hönd stjórnar landeigendafélagsins. Landeigendur höfðu í fyrra svari til Vina Gunnfaxa útskýrt tilgang sinn með þristakaupunum: „Fyrir okkur Sólheimingum vakir að þjónusta enn betur ferðalanga sem leggja á sig ferð á Sólheimasand til að skoða gömul flugvélaflök í stórbrotinni íslenskri náttúrufegurð eins og hún gerist best.” Flugvélin var flutt úr flugskýli á Keflavíkurflugvelli austur á Sólheimasand í júnímánuði.KMU Snorri Snorrason, einn þremenninganna í Vinum Gunnfaxa, segir svar landeigendafélagsins mikil vonbrigði. Vinir Gunnfaxa sjái ekki fyrir sér að annar þristur fáist í staðinn innanlands né að þeir fari að flytja inn eitthvert annað gamalt flugvélarflak frá útlöndum. Það sé sorglegt að landeigendafélagið skuli ekki sjá flugsöguna með sama hætti og þeir og mikilvægi þess að vernda flugvélina. „Það yrði sorgarsaga íslenskrar flugsögu ef Gunnfaxi verður eyðileggingu og græðgi að bráð,“ segir Snorri. Hér má sjá þegar flugvélin var flutt austur: Fréttir af flugi Söfn Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44 Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Eftir að landeigendur Sólheimasands keyptu Gunnfaxa af Þristavinafélaginu stofnuðu Flugfélagsbræðurnir Jón Karl Snorrason og Snorri Snorrason ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, áhugafélagið Gunnfaxa um kaup á þristinum í því skyni að afhenda hann Samgöngusafninu að Skógum til varðveislu. Hugðust þeir efna til fjársöfnunar til að kaupa flugvélina og koma henni í sýningarhæft ástand og var safnið búið að fallast á að taka við henni. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Í svari landeigendafélags Ytri-Sólheima segist stjórn Loðmundar fallast á að láta af hendi flakið af Gunnfaxa „..að því gefnu að landeigendafélaginu verði afhent önnur DC3 vél til að koma í staðinn fyrir Gunnfaxa á sama stað, landeigendafélaginu að kostnaðarlausu.”. Kveðst stjórnin veita Vinum Gunnfaxa frest til 1. desember 2025 til þess að ganga frá skiptunum, segir í svarinu sem Elín Einarsdóttir formaður ritar undir fyrir hönd stjórnar landeigendafélagsins. Landeigendur höfðu í fyrra svari til Vina Gunnfaxa útskýrt tilgang sinn með þristakaupunum: „Fyrir okkur Sólheimingum vakir að þjónusta enn betur ferðalanga sem leggja á sig ferð á Sólheimasand til að skoða gömul flugvélaflök í stórbrotinni íslenskri náttúrufegurð eins og hún gerist best.” Flugvélin var flutt úr flugskýli á Keflavíkurflugvelli austur á Sólheimasand í júnímánuði.KMU Snorri Snorrason, einn þremenninganna í Vinum Gunnfaxa, segir svar landeigendafélagsins mikil vonbrigði. Vinir Gunnfaxa sjái ekki fyrir sér að annar þristur fáist í staðinn innanlands né að þeir fari að flytja inn eitthvert annað gamalt flugvélarflak frá útlöndum. Það sé sorglegt að landeigendafélagið skuli ekki sjá flugsöguna með sama hætti og þeir og mikilvægi þess að vernda flugvélina. „Það yrði sorgarsaga íslenskrar flugsögu ef Gunnfaxi verður eyðileggingu og græðgi að bráð,“ segir Snorri. Hér má sjá þegar flugvélin var flutt austur:
Fréttir af flugi Söfn Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44 Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27
Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44
Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00