Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2025 07:00 Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að börnin sem létust í árásinni í Minneapolis hafi verið þau Harper Moyski, tíu ára, og Fletcher Merkel, átta ára. AP Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum segir að árásarmaðurinn, sem skaut tvö börn til bana og særði átján til viðbótar í árás í kaþólskum skóla á miðvikudag, hafi verið „heltekinn af hugmyndinni um að drepa börn“. Lögreglustjórinn í Minneapolis, Brian O'Hara, sagði í gær að svo virðist sem að árásarmaðurinn, Robin Westman, virðist annars „ekki hafa haft neina sérstaka ástæðu“ fyrir gjörðum sínum. O‘Hara sagði á blaðamannafundi að Westman „virðist hafa hatað okkur öll“ og að „umfram allt annað, þá virðist skotmaðurinn hafa viljað drepa börn.“ Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur.AP Þau sem létust átta og tíu ára Erlendir fjölmiðlar greindu frá því í gær að börnin sem létust hafi verið þau Fletcher Merkel, átta ára og Harper Moyski, tíu ára. „Í gær þá ákvað heigull að taka Fletcher, átta ára son okkar, frá okkur,“ sagði faðirinn Jesse Merkel við fréttamenn í gær. „Fletcher elskaði fjölskyldu sína, vini, veiði, eldamennsku og hverja þá íþrótt sem hann mátti taka þátt í. […] Knúsið og kyssið börnin ykkar sérstaklega í dag. Við elskum þig, Fletcher. Þú verður alltaf með okkur,“ sagði faðirinn. Foreldrar Harper Moyski, þau Michael Moyski og Jackie Flavin, sögðu í yfirlýsingu að Harper hafi verið „björt, glaðvær og elskuð tíu ára stúlka. Hlátur, góðmennska og skap hafi snert alla þá sem þekktu hana.“ Fyrsta messa skólaársins Árásin var gerð í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis á miðvikudag. Þá átti sér stað fyrsta messa skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Yngsta barnið sem lést var sex ára gamalt, en árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. AP Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Westman var með hreina sakaskrá, stóð ein að árásinni og notaðist við þrjú skotvopn. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir Westman hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28. ágúst 2025 06:46 Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. 27. ágúst 2025 15:17 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Lögreglustjórinn í Minneapolis, Brian O'Hara, sagði í gær að svo virðist sem að árásarmaðurinn, Robin Westman, virðist annars „ekki hafa haft neina sérstaka ástæðu“ fyrir gjörðum sínum. O‘Hara sagði á blaðamannafundi að Westman „virðist hafa hatað okkur öll“ og að „umfram allt annað, þá virðist skotmaðurinn hafa viljað drepa börn.“ Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur.AP Þau sem létust átta og tíu ára Erlendir fjölmiðlar greindu frá því í gær að börnin sem létust hafi verið þau Fletcher Merkel, átta ára og Harper Moyski, tíu ára. „Í gær þá ákvað heigull að taka Fletcher, átta ára son okkar, frá okkur,“ sagði faðirinn Jesse Merkel við fréttamenn í gær. „Fletcher elskaði fjölskyldu sína, vini, veiði, eldamennsku og hverja þá íþrótt sem hann mátti taka þátt í. […] Knúsið og kyssið börnin ykkar sérstaklega í dag. Við elskum þig, Fletcher. Þú verður alltaf með okkur,“ sagði faðirinn. Foreldrar Harper Moyski, þau Michael Moyski og Jackie Flavin, sögðu í yfirlýsingu að Harper hafi verið „björt, glaðvær og elskuð tíu ára stúlka. Hlátur, góðmennska og skap hafi snert alla þá sem þekktu hana.“ Fyrsta messa skólaársins Árásin var gerð í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis á miðvikudag. Þá átti sér stað fyrsta messa skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Yngsta barnið sem lést var sex ára gamalt, en árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. AP Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Westman var með hreina sakaskrá, stóð ein að árásinni og notaðist við þrjú skotvopn. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir Westman hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28. ágúst 2025 06:46 Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. 27. ágúst 2025 15:17 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28. ágúst 2025 06:46
Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. 27. ágúst 2025 15:17