Innlent

Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Heitavatnslögn fór í sundur við Vesturlandsveg.
Heitavatnslögn fór í sundur við Vesturlandsveg. Vísir/Anton

Íbúar í Grafarvogi mega gera ráð fyrir því að byrjað verði að hleypa aftur á heita vatninu til þeirra fyrir klukkan tíu í kvöld. Það muni gerast hægt og rólega fram á nótt og á þá að vera kominn á fullur þrýstingur aftur.

Heitavatnslögn við Vesturlandsveg og bilaði í nótt en lekinn kom upp á erfiðum stað og hafa aðstæður starfsmanna Veitna verið erfiðar, samkvæmt upplýsingum á vef Veitna.

Veitur benda fólki á að skrúfa fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×