Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. ágúst 2025 12:08 Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, ávarpaði allsherjarþingið á síðasta ári. AP/Frank Franklin II Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Þar átti Abbas að flytja ræðu fyrir þingið og í tilefni af fundi allsherjarþingsins hafa þjóðir á borð við Bretland, Frakkland, Kanada og Ástralía tilkynnt að þeir hyggist viðurkenna sjálfstæði palestínsk ríkis. Er það viðbragð við linnulausum árásum Ísraels á borgara á Gasa og hungursneyðina sem Ísraelsmenn hafa skapað og ógnar hundruðum þúsunda. Standi ekki við gefin heit Palestínska heimastjórnin hefur brugðist ókvæða við og saka Bandaríkjastjórn um að brjóta samninginn um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. „Ríkisstjórn Donalds Trump hefur verið skýr í afstöðu sinni: það er í hag þjóðaröryggi okkar að draga Frelsissamtök Palestínu og palestínsku heimastjórnarinnar til ábyrgðar fyrir að standa ekki við gefin heit og draga undan friðarhorfum,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna vegna málsins. Samkvæmt ákvæðum fyrrnefnds samnings um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eiga Bandaríkjamenn ekki að neita fulltrúum annarra ríkja um vegabréfsáritanir. Láti af „lögsóknarstríði“ Tilkynningin endurómar málflutning Ísraela og gerir ýmsar kröfur til fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu og heimastjórnarinnar meðal annars að þeir fordæmi árás Hamasliða 7. október 2023 og láti af tilraunum sínum til að leita réttar síns fyrir alþjóðadómstólum. Umleitanir Palestínumanna til alþjóðadómstólsins í Haag og alþjóðasakamáladómstólsins kallar Trump-stjórnin lögsóknarstríð. Palestínumenn eigi einnig að hætta að kalla eftir viðurkenningu á palestínskt ríki. Guardian hefur eftir talsmanni allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna að mikilvægt sé að öll aðildarríki þingsins, og áheyrnarfulltrúar ríkja eins og Palestínu, fái að sækja fund þjóðarleiðtoga sem fram fer daginn fyrir setningu fundar allsherjarþingsins. Frelsissamtök Palestínu, oft skammstafað PLO upp á ensku, voru stofnuð árið 1964 og eru eins konar regnhlífarsamtök baráttuhópa og stjórnmálaafla sem berjast fyrir stofnun palestínsks ríkis. Palestínska heimastjórnin var svo stofnuð tveimur áratugum síðar og átti að leggja grunninn að sjálfstæðum palestínskum stjórnvöldum. Hungur sverfur að Líkt og fram hefur komið hyggjast Frakkar, Bretar, Kanadamenn og Ástralar viðurkenna palestínskt ríki á fundi allsherjarþingsins og ísraelska ríkisstjórnin sætir auknum þrýstingi heima fyrir líka. Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir í Tel Avív undanfarna daga og krefjast mótmælendur þess að stríðinu ljúki og gíslunum verði skilað. Ísraelsmenn höfnuðu á dögunum eigin vopnahléstillögu sem kvað á um að Hamasliðar slepptu þeim gíslum sem eru eftirlifandi í haldi þeirra og skiluðu líkum hinna látnu. Ísraelsmenn hafa nú hafið innrás sína í Gasaborg þar sem hungursneyð hefur sorfið að íbúum tjaldbúða innan um rústirnar. Samkvæmt ísraelskum miðlum hafa Ísraelar sett hjálparsamtökum enn þrengri skorður og líklegt þykir að hungursneyðin ágerist á meðan loftárásir Ísraela verða umfangsmeiri. Alls hafa rúmlega 63 þúsund manns látið lífið í árásum Ísraels þar af 83 prósent almennir borgarar samkvæmt gögnum frá ísraelska hernum. Raunverulegi fjöldinn er líklega talsvert meiri en þúsundir liggja grafnir undir rústum þéttbýla Gasa. Palestína Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Þar átti Abbas að flytja ræðu fyrir þingið og í tilefni af fundi allsherjarþingsins hafa þjóðir á borð við Bretland, Frakkland, Kanada og Ástralía tilkynnt að þeir hyggist viðurkenna sjálfstæði palestínsk ríkis. Er það viðbragð við linnulausum árásum Ísraels á borgara á Gasa og hungursneyðina sem Ísraelsmenn hafa skapað og ógnar hundruðum þúsunda. Standi ekki við gefin heit Palestínska heimastjórnin hefur brugðist ókvæða við og saka Bandaríkjastjórn um að brjóta samninginn um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. „Ríkisstjórn Donalds Trump hefur verið skýr í afstöðu sinni: það er í hag þjóðaröryggi okkar að draga Frelsissamtök Palestínu og palestínsku heimastjórnarinnar til ábyrgðar fyrir að standa ekki við gefin heit og draga undan friðarhorfum,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna vegna málsins. Samkvæmt ákvæðum fyrrnefnds samnings um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eiga Bandaríkjamenn ekki að neita fulltrúum annarra ríkja um vegabréfsáritanir. Láti af „lögsóknarstríði“ Tilkynningin endurómar málflutning Ísraela og gerir ýmsar kröfur til fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu og heimastjórnarinnar meðal annars að þeir fordæmi árás Hamasliða 7. október 2023 og láti af tilraunum sínum til að leita réttar síns fyrir alþjóðadómstólum. Umleitanir Palestínumanna til alþjóðadómstólsins í Haag og alþjóðasakamáladómstólsins kallar Trump-stjórnin lögsóknarstríð. Palestínumenn eigi einnig að hætta að kalla eftir viðurkenningu á palestínskt ríki. Guardian hefur eftir talsmanni allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna að mikilvægt sé að öll aðildarríki þingsins, og áheyrnarfulltrúar ríkja eins og Palestínu, fái að sækja fund þjóðarleiðtoga sem fram fer daginn fyrir setningu fundar allsherjarþingsins. Frelsissamtök Palestínu, oft skammstafað PLO upp á ensku, voru stofnuð árið 1964 og eru eins konar regnhlífarsamtök baráttuhópa og stjórnmálaafla sem berjast fyrir stofnun palestínsks ríkis. Palestínska heimastjórnin var svo stofnuð tveimur áratugum síðar og átti að leggja grunninn að sjálfstæðum palestínskum stjórnvöldum. Hungur sverfur að Líkt og fram hefur komið hyggjast Frakkar, Bretar, Kanadamenn og Ástralar viðurkenna palestínskt ríki á fundi allsherjarþingsins og ísraelska ríkisstjórnin sætir auknum þrýstingi heima fyrir líka. Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir í Tel Avív undanfarna daga og krefjast mótmælendur þess að stríðinu ljúki og gíslunum verði skilað. Ísraelsmenn höfnuðu á dögunum eigin vopnahléstillögu sem kvað á um að Hamasliðar slepptu þeim gíslum sem eru eftirlifandi í haldi þeirra og skiluðu líkum hinna látnu. Ísraelsmenn hafa nú hafið innrás sína í Gasaborg þar sem hungursneyð hefur sorfið að íbúum tjaldbúða innan um rústirnar. Samkvæmt ísraelskum miðlum hafa Ísraelar sett hjálparsamtökum enn þrengri skorður og líklegt þykir að hungursneyðin ágerist á meðan loftárásir Ísraela verða umfangsmeiri. Alls hafa rúmlega 63 þúsund manns látið lífið í árásum Ísraels þar af 83 prósent almennir borgarar samkvæmt gögnum frá ísraelska hernum. Raunverulegi fjöldinn er líklega talsvert meiri en þúsundir liggja grafnir undir rústum þéttbýla Gasa.
Palestína Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira