Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2025 13:32 Viðtal Morgunblaðsins við Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, þar sem hún tók skýrt fram að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið, verður ekki túlkað á annan hátt en útspil til þess að slá á puttana á Viðreisn og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni flokksins. Viðreisnarfólk hefur í kjölfarið áréttað að þjóðaratkvæði um málið sé forsenda stjórnarsamstarfsins. „Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi fulltrúi ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og vil ráðast í aðgerðir eða vegferðir sem munu styrkja hag þjóðarinnar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitthvað núna sem tekur orku í annað,“ sagði Kristrún í viðtalinu: „Evrópumálin snerta ekki núverandi efnahagsástand. Það liggur alveg fyrir.“ Með öðrum orðum eru skilaboðin að þetta tvennt fari ekki saman. Kristrún talaði á sömu nótum fyrir þingkosningarnar í lok nóvember. Til að mynda sagði hún við kjósendur sem spurðu hana hvort Evrópusambandið yrði sett á dagskrá á þessu kjörtímabili að svo yrði ekki. Kjörtímabilið myndi einkum snúast um efnahagsmálin en síðan væri mögulega hægt að skoða sambandið á næsta kjörtímabili þar á eftir. Síðan var málið hins vegar sett á dagskrá eins og kunnugt er með fyrirhuguðu þjóðaratkvæði strax eftir kosningar þvert á það. Hins vegar talaði Þorgerður á hliðstæðum nótum og Kristrún fyrir þingkosningarnar. Fyrst yrði að koma efnahagsmálunum á betri stað og ná niður vöxtum og verðbólgu áður en hægt væri að fara að tala um inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda bæði í Spursmálum á mbl.is 20. nóvember og Forystusætinu í Ríkisútvarpinu viku áður. Raunar sagði hún beinlínis að forsenda þess væri enn fremur stöðugur gjaldmiðill sem átti víst ekki að vera mögulegt utan sambandsins! Vert er þó að hafa í huga að Viðreisn hefur ekki pólitíska hagsmuni af því að staða efnahagsmálanna batni með lægri vöxtum og minni verðbólgu. Þvert á móti. Það dregur aðeins úr áhuga á Evrópusambandinu. Ólíkt Viðreisn var Samfylkingin ekki stofnað um inngöngu í sambandið. Það varð ekki stefna flokksins fyrr en nokkrum árum eftir stofnun hans. Tilvist Viðreisnar byggist hins vegar beinlínis á málinu. Án þess er hreinlega spurning hver sé tilvistargrundvöllur flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Viðtal Morgunblaðsins við Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, þar sem hún tók skýrt fram að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið, verður ekki túlkað á annan hátt en útspil til þess að slá á puttana á Viðreisn og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni flokksins. Viðreisnarfólk hefur í kjölfarið áréttað að þjóðaratkvæði um málið sé forsenda stjórnarsamstarfsins. „Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi fulltrúi ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og vil ráðast í aðgerðir eða vegferðir sem munu styrkja hag þjóðarinnar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitthvað núna sem tekur orku í annað,“ sagði Kristrún í viðtalinu: „Evrópumálin snerta ekki núverandi efnahagsástand. Það liggur alveg fyrir.“ Með öðrum orðum eru skilaboðin að þetta tvennt fari ekki saman. Kristrún talaði á sömu nótum fyrir þingkosningarnar í lok nóvember. Til að mynda sagði hún við kjósendur sem spurðu hana hvort Evrópusambandið yrði sett á dagskrá á þessu kjörtímabili að svo yrði ekki. Kjörtímabilið myndi einkum snúast um efnahagsmálin en síðan væri mögulega hægt að skoða sambandið á næsta kjörtímabili þar á eftir. Síðan var málið hins vegar sett á dagskrá eins og kunnugt er með fyrirhuguðu þjóðaratkvæði strax eftir kosningar þvert á það. Hins vegar talaði Þorgerður á hliðstæðum nótum og Kristrún fyrir þingkosningarnar. Fyrst yrði að koma efnahagsmálunum á betri stað og ná niður vöxtum og verðbólgu áður en hægt væri að fara að tala um inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda bæði í Spursmálum á mbl.is 20. nóvember og Forystusætinu í Ríkisútvarpinu viku áður. Raunar sagði hún beinlínis að forsenda þess væri enn fremur stöðugur gjaldmiðill sem átti víst ekki að vera mögulegt utan sambandsins! Vert er þó að hafa í huga að Viðreisn hefur ekki pólitíska hagsmuni af því að staða efnahagsmálanna batni með lægri vöxtum og minni verðbólgu. Þvert á móti. Það dregur aðeins úr áhuga á Evrópusambandinu. Ólíkt Viðreisn var Samfylkingin ekki stofnað um inngöngu í sambandið. Það varð ekki stefna flokksins fyrr en nokkrum árum eftir stofnun hans. Tilvist Viðreisnar byggist hins vegar beinlínis á málinu. Án þess er hreinlega spurning hver sé tilvistargrundvöllur flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun