Fótbolti

Sæ­var Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Atli Magnússon í leik með Brann í Evrópudeildinni á dögunum.
Sævar Atli Magnússon í leik með Brann í Evrópudeildinni á dögunum. EPA/Paul S. Amundsen

Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk þegar Brann gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Kristiansund í norski úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Þetta voru tvö töpuð stig fyrri lærisveina Freys Alexanderssonar enda komst liðið tveimur mörkum yfir þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru eftir.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá skoraði Sævar tvö mörk með tveggja mínútna millibili.

Það fyrra skoraði hann á 67. mínútu og það síðara úr vítaspyrnu á 69. mínútu.

Kristiansund minnkaði muninn á 75. mínútu og jafnaði síðan metin á 89. mínútu.

Þetta eru tvö dýrmæt stig sem Brann missir af en liðið er í þriðja sæti með 37 stig, fimm stigum á eftir tveimur efstu liðunum sem eru BodÖ/Glimt og Viking.

Sævar Atli er kominn með fjögur mörk í fimm leikjum í norsku deildinni á þessu tímabili. Hann var í byrjunarliðinu eins og Eggert Aron Guðmundsson. Eggert fór af velli í stöðunni 2-1 en þá voru aðeins sex mínútur eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×