„Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2025 20:32 Þorvaldur Gissurarson er forstjóri og eigandi ÞG Verks. Vísir/Lýður Valberg Verktaki segir Reykjavíkurborg verða að bregðast betur við slæmri stöðu á húsnæðismarkaði. Hann segir sig og kollega sína í verktakabransanum einnig geta litið í eigin barm. Í kvöldfréttum Sýnar í gær skoraði húsnæðismálaráðherra á verktaka að lækka verð á þeim tilbúnu íbúðum sem eru á markaði en seljast ekki. Í skýrslu HMS segir að tæpar nítján hundruð nýjar íbúðir hafi verið óseldar í júní síðastliðnum, tæplega fimmtíu prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Verktakar geti litið í eigin barm Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, eins stærsta verktakafyrirtæki landsins, segist ánægður með orð Ingu. „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu og get alveg tekið undir það að íbúðaverð hefur hækkað of mikið og of hratt á liðnum árum. Verktakarnir geta örugglega tekið eitthvað af þessu til sín og það er sjálfsagt mál að skoða það, en það eru mun stærri undirliggjandi þættir sem eru valdur af íbúðaverðshækkunum,“ segir Þorvaldur. Borgin auki öll gjöld Þorvaldur segir stærsta vandamálið vera langvarandi lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hátt vaxtastig gríðarlega mikil áhrif. „Það er síðan ekki hægt að horfa fram hjá því að það skýtur ofboðslega skökku við í þessari umræðu að á sama tíma sé Reykjavíkurborg að hækka gatnagerðargjöld um allt að níutíu prósent. Sveitarfélögin hafa öll aukið sína gjaldtöku, hvort sem það er í formi gatnagerðargjalda, innviðagjalda, byggingaréttagjalda eða að gjöldin séu nefnd öðru nafni, mun meira og mun hraðar hlutfallslega en hækkun íbúðaverðs hefur verið á liðnum árum,“ segir Þorvaldur. Tryggja þarf að það verði ekki skortur Hann fagnar einnig að Inga segist ætla að létta á regluverkinu í kringum íbúðauppbyggingu og auðvelda fólki að komast í gegnum greiðslumat. „Það skýtur mjög skökku við að fólk sem greiðir kannski 400 þúsund krónur í húsaleigu í dag fær ekki greiðslumat upp á 350 þúsund krónur. Þessu þarf öllu saman að breyta. En þegar fólki verður gert kleift að kaupa íbúð þurfa að vera íbúðir til staðar á markaðinum eða í byggingu. Þess vegna þarf að taka höndum saman og tryggja það að það verði ekki viðvarandi skortur sem leiðir mögulega af sér aftur hækkun íbúðaverðs,“ segir Þorvaldur. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23. júlí 2025 19:30 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær skoraði húsnæðismálaráðherra á verktaka að lækka verð á þeim tilbúnu íbúðum sem eru á markaði en seljast ekki. Í skýrslu HMS segir að tæpar nítján hundruð nýjar íbúðir hafi verið óseldar í júní síðastliðnum, tæplega fimmtíu prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Verktakar geti litið í eigin barm Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, eins stærsta verktakafyrirtæki landsins, segist ánægður með orð Ingu. „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu og get alveg tekið undir það að íbúðaverð hefur hækkað of mikið og of hratt á liðnum árum. Verktakarnir geta örugglega tekið eitthvað af þessu til sín og það er sjálfsagt mál að skoða það, en það eru mun stærri undirliggjandi þættir sem eru valdur af íbúðaverðshækkunum,“ segir Þorvaldur. Borgin auki öll gjöld Þorvaldur segir stærsta vandamálið vera langvarandi lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hátt vaxtastig gríðarlega mikil áhrif. „Það er síðan ekki hægt að horfa fram hjá því að það skýtur ofboðslega skökku við í þessari umræðu að á sama tíma sé Reykjavíkurborg að hækka gatnagerðargjöld um allt að níutíu prósent. Sveitarfélögin hafa öll aukið sína gjaldtöku, hvort sem það er í formi gatnagerðargjalda, innviðagjalda, byggingaréttagjalda eða að gjöldin séu nefnd öðru nafni, mun meira og mun hraðar hlutfallslega en hækkun íbúðaverðs hefur verið á liðnum árum,“ segir Þorvaldur. Tryggja þarf að það verði ekki skortur Hann fagnar einnig að Inga segist ætla að létta á regluverkinu í kringum íbúðauppbyggingu og auðvelda fólki að komast í gegnum greiðslumat. „Það skýtur mjög skökku við að fólk sem greiðir kannski 400 þúsund krónur í húsaleigu í dag fær ekki greiðslumat upp á 350 þúsund krónur. Þessu þarf öllu saman að breyta. En þegar fólki verður gert kleift að kaupa íbúð þurfa að vera íbúðir til staðar á markaðinum eða í byggingu. Þess vegna þarf að taka höndum saman og tryggja það að það verði ekki viðvarandi skortur sem leiðir mögulega af sér aftur hækkun íbúðaverðs,“ segir Þorvaldur.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23. júlí 2025 19:30 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23. júlí 2025 19:30