Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2025 12:13 Sérstök áhersla verður lögð á andlega líðan eldri fólks í Gulum september. Vísir/Magnús Gulur september hefst í dag en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem verkefnastjóri hjá Landlækni segir síður leita sér hjálpar en þau sem yngri eru. Verkefnið hefst í dag með opnunarviðburði þar sem landlæknir, borgarstjóri og forseti Íslands taka þátt. Því var fyrst hrundið af stað árið 2023 en árstíminn er valinn þar sem Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er þann 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Anna Margrét Bjarnadóttir verkefnastjóri Guls september hjá embætti Landlæknis segir mikilvægt að styðja við þá sem glíma við andlega vanlíðan og geðrænar áskoranir. „Sem betur fer hefur umræðan opnast mjög mikið á Íslandi síðustu 20-30 ár en það er því miður þannig að það er oft skömm að ræða þessi mál og þess vegna viljum við líka styðja við aðra,“ sagði Anna Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. „Að styðja við aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi, það er mjög mikilvægt og hluti af sjálfsvígsforvörnum að styðja við þá.“ Andleg líðan eldra fólks sé falið vandamál Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks. Anna Margrét segir að tölur frá Píetasamtökunum sýni að eldri kynslóðir leiti sér síður hjálpar en þær yngri. „Við í undirbúningshópnum ræddum það í byrjun árs að okkur fannst lítið rætt um andlega líðan eldra fólks og þetta væri kannski svolítið falið. Þess vegna vildum við leggja áherslu á þetta í ár.“ Hún segir áskoranir þessa hóps vera margþættar. „Það getur verið einmanaleiki, félagsleg einangrun. Einnig líka sorgin eftir ástvinamissi og það er eitt af fræðsluerindunum í mánuðinum að ræða það. Og hvernig er hægt að bæta andlega líðan á eldri árum.“ „Klárlega þarf að bæta þjónustu víða“ Undanfarna daga hefur umræða um sjálfsvíg verið töluverð og ekki síst geðheilbrigðisþjónustu úti á landi. Ung kona á Fáskrúsfirði féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. „Sem betur fer er aðgengi að sálfræðingum orðið meira en það var fyrir 10-15 árum en það er mismunandi eftir hverri og einni heilsugæslu til dæmis og klárlega þarf að bæta þjónustu víða,“ segir Anna Margrét. „Sem betur fer er víða hjálpa að fá og það eru úrræði hjá Rauða krossinum, Heilsuveru og auðvitað Píetasamtökunum og þar er síminn opinn allan sólarhringinn. Það er líka hægt að fá aðstoð í gegnum netið og inni á heimasíðunni okkar,“ en heimasíðan gulurseptember.is opnaði nýverið. Geðheilbrigði Eldri borgarar Félagasamtök Embætti landlæknis Heilbrigðismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Verkefnið hefst í dag með opnunarviðburði þar sem landlæknir, borgarstjóri og forseti Íslands taka þátt. Því var fyrst hrundið af stað árið 2023 en árstíminn er valinn þar sem Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er þann 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Anna Margrét Bjarnadóttir verkefnastjóri Guls september hjá embætti Landlæknis segir mikilvægt að styðja við þá sem glíma við andlega vanlíðan og geðrænar áskoranir. „Sem betur fer hefur umræðan opnast mjög mikið á Íslandi síðustu 20-30 ár en það er því miður þannig að það er oft skömm að ræða þessi mál og þess vegna viljum við líka styðja við aðra,“ sagði Anna Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. „Að styðja við aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi, það er mjög mikilvægt og hluti af sjálfsvígsforvörnum að styðja við þá.“ Andleg líðan eldra fólks sé falið vandamál Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks. Anna Margrét segir að tölur frá Píetasamtökunum sýni að eldri kynslóðir leiti sér síður hjálpar en þær yngri. „Við í undirbúningshópnum ræddum það í byrjun árs að okkur fannst lítið rætt um andlega líðan eldra fólks og þetta væri kannski svolítið falið. Þess vegna vildum við leggja áherslu á þetta í ár.“ Hún segir áskoranir þessa hóps vera margþættar. „Það getur verið einmanaleiki, félagsleg einangrun. Einnig líka sorgin eftir ástvinamissi og það er eitt af fræðsluerindunum í mánuðinum að ræða það. Og hvernig er hægt að bæta andlega líðan á eldri árum.“ „Klárlega þarf að bæta þjónustu víða“ Undanfarna daga hefur umræða um sjálfsvíg verið töluverð og ekki síst geðheilbrigðisþjónustu úti á landi. Ung kona á Fáskrúsfirði féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. „Sem betur fer er aðgengi að sálfræðingum orðið meira en það var fyrir 10-15 árum en það er mismunandi eftir hverri og einni heilsugæslu til dæmis og klárlega þarf að bæta þjónustu víða,“ segir Anna Margrét. „Sem betur fer er víða hjálpa að fá og það eru úrræði hjá Rauða krossinum, Heilsuveru og auðvitað Píetasamtökunum og þar er síminn opinn allan sólarhringinn. Það er líka hægt að fá aðstoð í gegnum netið og inni á heimasíðunni okkar,“ en heimasíðan gulurseptember.is opnaði nýverið.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Eldri borgarar Félagasamtök Embætti landlæknis Heilbrigðismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira