90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 1. september 2025 15:32 Í nýrri umsögn Visku um atvinnustefnu til ársins 2035 er varað við að efnahagslegt forskot Íslands sé ekki sjálfgefið til framtíðar. Landið situr í efstu sætum OECD þegar horft er til kaupmáttar og jöfnuðar, en undirliggjandi mynd er ekki eins traust og hún virðist. Útflutningsgrunnurinn er meðal einhæfustu innan OECD og stærstu útflutningsgreinar – ál, sjávarútvegur og ferðaþjónusta – hafa takmarkaða möguleika til frekari vaxtar. Í umsögninni er þó ekki aðeins bent á ógnir heldur einnig á stórt vannýtt sóknarfæri: útflutning hugvitsdrifinnar þjónustu. Tækifærið er metið á tæplega 90 milljarða króna. Það jafngildir árlegum útgjöldum ríkisins til háskóla og framhaldsskóla á Íslandi. Hugvitsþjónusta miklu stærri söluvara á öðrum Norðurlöndum Tækifæri á sviði útflutnings undir liðnum „önnur viðskiptaþjónusta“ sem inniheldur m.a. útselda verkfræðiþjónustu, eru verulega vannýtt á Íslandi. Útflutningur „annarrar viðskiptaþjónustu“ var rúmlega tvöfalt meiri á hvern íbúa í Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi árið 2024. Ef Íslendingum tækist að virkja ný útflutningstækifæri í sama magni myndu útflutningstekjur aukast um tæplega 90 milljarða króna. Norðurlöndin hafa gert hugvit að burðarási í útflutningi byggt á hlutfallslegum yfirburðum. Danir tóku vindorku sem innlenda lausn og breyttu henni í heimsútflutningsvöru. Íslendingar gætu gert slíkt hið sama með jarðvarmann. Þörfin fyrir nýja stoð er brýn Margt bendir til að erfitt verði að viðhalda lífsgæðaforskoti að óbreyttu og að þörf fyrir nýja stoð sé brýn. Hagvöxtur á mann hefur verið rúmlega helmingi minni en í Evrópu frá 2017. Tvær af hverjum þremur útflutningskrónum byggja enn á náttúruauðlindum og Ísland er með einhæfasta vöruútflutning innan OECD, á eftir Chile. Ferðaþjónustan, sem hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, kemst brátt að mörkum sjálfbærni. Um þetta er fjallað í umsögninni. Skýr, einföld og raunsæ atvinnustefna Stjórnvöld geta ekki stjórnað hagkerfinu beint, en þau geta skapað umhverfi sem hvetur til vaxtar nýrra greina. Það felst í einföldu skattkerfi og skýrari hvötum til rannsókna og þróunar, umbótum í menntakerfi á öllum stigum, skilvirkari leyfisveitingum, betri stjórnun á aðflutningi fólks til Íslands og öflugum innviðum sem styðja við nýsköpun. Íslendingar þurfa að virkja tækifærin þar sem hlutfallslegir yfirburðir þjóðarinnar liggja t.a.m. í útflutningi á ráðgjöf tengt jarðvarma rétt eins og Danir hafa gert með vindorkuna. En tækifærin liggja ekki aðeins í viðskiptaþjónustu heldur líka í fjölmörgum öðrum greinum: lífvísindum sem nýta sjávarlífauðlindir, matvælaframleiðslu byggðri á fullnýtingu og kolefnishlutleysi, og skapandi greinum á borð við tónlist, kvikmyndir og stafræna menningu. Ef vel tekst til er 90 milljarða viðbót í útflutningstekjur þjóðarinnar aðeins byrjunin, raunhæft markmið fremur en fjarlæg draumsýn. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í nýrri umsögn Visku um atvinnustefnu til ársins 2035 er varað við að efnahagslegt forskot Íslands sé ekki sjálfgefið til framtíðar. Landið situr í efstu sætum OECD þegar horft er til kaupmáttar og jöfnuðar, en undirliggjandi mynd er ekki eins traust og hún virðist. Útflutningsgrunnurinn er meðal einhæfustu innan OECD og stærstu útflutningsgreinar – ál, sjávarútvegur og ferðaþjónusta – hafa takmarkaða möguleika til frekari vaxtar. Í umsögninni er þó ekki aðeins bent á ógnir heldur einnig á stórt vannýtt sóknarfæri: útflutning hugvitsdrifinnar þjónustu. Tækifærið er metið á tæplega 90 milljarða króna. Það jafngildir árlegum útgjöldum ríkisins til háskóla og framhaldsskóla á Íslandi. Hugvitsþjónusta miklu stærri söluvara á öðrum Norðurlöndum Tækifæri á sviði útflutnings undir liðnum „önnur viðskiptaþjónusta“ sem inniheldur m.a. útselda verkfræðiþjónustu, eru verulega vannýtt á Íslandi. Útflutningur „annarrar viðskiptaþjónustu“ var rúmlega tvöfalt meiri á hvern íbúa í Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi árið 2024. Ef Íslendingum tækist að virkja ný útflutningstækifæri í sama magni myndu útflutningstekjur aukast um tæplega 90 milljarða króna. Norðurlöndin hafa gert hugvit að burðarási í útflutningi byggt á hlutfallslegum yfirburðum. Danir tóku vindorku sem innlenda lausn og breyttu henni í heimsútflutningsvöru. Íslendingar gætu gert slíkt hið sama með jarðvarmann. Þörfin fyrir nýja stoð er brýn Margt bendir til að erfitt verði að viðhalda lífsgæðaforskoti að óbreyttu og að þörf fyrir nýja stoð sé brýn. Hagvöxtur á mann hefur verið rúmlega helmingi minni en í Evrópu frá 2017. Tvær af hverjum þremur útflutningskrónum byggja enn á náttúruauðlindum og Ísland er með einhæfasta vöruútflutning innan OECD, á eftir Chile. Ferðaþjónustan, sem hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, kemst brátt að mörkum sjálfbærni. Um þetta er fjallað í umsögninni. Skýr, einföld og raunsæ atvinnustefna Stjórnvöld geta ekki stjórnað hagkerfinu beint, en þau geta skapað umhverfi sem hvetur til vaxtar nýrra greina. Það felst í einföldu skattkerfi og skýrari hvötum til rannsókna og þróunar, umbótum í menntakerfi á öllum stigum, skilvirkari leyfisveitingum, betri stjórnun á aðflutningi fólks til Íslands og öflugum innviðum sem styðja við nýsköpun. Íslendingar þurfa að virkja tækifærin þar sem hlutfallslegir yfirburðir þjóðarinnar liggja t.a.m. í útflutningi á ráðgjöf tengt jarðvarma rétt eins og Danir hafa gert með vindorkuna. En tækifærin liggja ekki aðeins í viðskiptaþjónustu heldur líka í fjölmörgum öðrum greinum: lífvísindum sem nýta sjávarlífauðlindir, matvælaframleiðslu byggðri á fullnýtingu og kolefnishlutleysi, og skapandi greinum á borð við tónlist, kvikmyndir og stafræna menningu. Ef vel tekst til er 90 milljarða viðbót í útflutningstekjur þjóðarinnar aðeins byrjunin, raunhæft markmið fremur en fjarlæg draumsýn. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun