Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 2. september 2025 08:47 Við sjáum daglega hér í Hafnarfirði hversu mikilvægt öflugt atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Sveitarfélagið hefur á undanförum árum lagt ríka áherslu á að skapa aðlaðandi starfsumhverfi fyrir hafnfirsk fyrirtæki. Þetta gerum við bæði fyrir þau rótgrónu og traustu sem og nýju fyrirtækin. Álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hefur til að mynda verið lækkað úr 1,57% í 1,387% frá árinu 2018. Með því er markvisst verið að létta undir með atvinnulífinu og styðja við áframhaldandi vöxt. Þessi stefna hefur þegar skilað árangri: Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar hafa verið að byggjast upp af miklum krafti. Hellnahraun 4 – nýtt athafnasvæði Nú er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Kapelluhrauni; Hellnahraun 4. Mikil eftirspurn er eftir lóðum í sveitarfélaginu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og er þessu svæði ætlað m.a. ætlað að mæta þeirri þörf. Svæðið er því skilgreint sem athafnarsvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025. Staðsetningin er ákjósanleg, nálægt öðrum athafna- og iðnaðarsvæðum. Þar verður einkum gert ráð fyrir léttum iðnaði sem ekki veldur mengun, ásamt þjónustustarfsemi samkvæmt skilgreiningu skipulagsreglugerðar. Stöndum með kröftugu atvinnulífi Við erum afar stolt af því hvernig til hefur tekist þessi síðustu ár og munum áfram standa með öflugu atvinnulífi í Hafnarfirði. Ný fyrirtæki auka umsvif, þau fjölga bæði störfum og íbúum. Þau styrkja verslun og þjónustu á svæðinu og efla þannig þá atvinnustarfsemi sem fyrir er. Öflugt atvinnulíf, hvort sem er hér í Hafnarfirði eða á landinu öllu, er forsenda velferðar samfélagsins – góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnana og blómlegs menningarlífs. Þar viljum við standa sterk og gerum okkar svo hafnfirsk fyrirtæki geri einmitt það. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Við sjáum daglega hér í Hafnarfirði hversu mikilvægt öflugt atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Sveitarfélagið hefur á undanförum árum lagt ríka áherslu á að skapa aðlaðandi starfsumhverfi fyrir hafnfirsk fyrirtæki. Þetta gerum við bæði fyrir þau rótgrónu og traustu sem og nýju fyrirtækin. Álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði hefur til að mynda verið lækkað úr 1,57% í 1,387% frá árinu 2018. Með því er markvisst verið að létta undir með atvinnulífinu og styðja við áframhaldandi vöxt. Þessi stefna hefur þegar skilað árangri: Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar hafa verið að byggjast upp af miklum krafti. Hellnahraun 4 – nýtt athafnasvæði Nú er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Kapelluhrauni; Hellnahraun 4. Mikil eftirspurn er eftir lóðum í sveitarfélaginu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og er þessu svæði ætlað m.a. ætlað að mæta þeirri þörf. Svæðið er því skilgreint sem athafnarsvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025. Staðsetningin er ákjósanleg, nálægt öðrum athafna- og iðnaðarsvæðum. Þar verður einkum gert ráð fyrir léttum iðnaði sem ekki veldur mengun, ásamt þjónustustarfsemi samkvæmt skilgreiningu skipulagsreglugerðar. Stöndum með kröftugu atvinnulífi Við erum afar stolt af því hvernig til hefur tekist þessi síðustu ár og munum áfram standa með öflugu atvinnulífi í Hafnarfirði. Ný fyrirtæki auka umsvif, þau fjölga bæði störfum og íbúum. Þau styrkja verslun og þjónustu á svæðinu og efla þannig þá atvinnustarfsemi sem fyrir er. Öflugt atvinnulíf, hvort sem er hér í Hafnarfirði eða á landinu öllu, er forsenda velferðar samfélagsins – góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnana og blómlegs menningarlífs. Þar viljum við standa sterk og gerum okkar svo hafnfirsk fyrirtæki geri einmitt það. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun