Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar 2. september 2025 09:02 Árið 2025 stendur UN Women á Íslandifyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur með stolti þátt í þessu mikilvæga verkefni, enda er jafnrétti ein grundvallarstoð alls íþróttastarfs. Við höfum ástæðu til að vera stolt af því hversu langt við höfum náð. Í alþjóðlegum samanburði stendur Ísland vel þegar kemur að jafnrétti í íþróttastarfi en það er mikilvægt að halda áfram og gera betur. Sem stærsta fjöldahreyfing landsins hefur íþróttahreyfingin mörg tækifæri. Við höfum áhrif. Við mótum viðhorf. Við sköpum fyrirmyndir og saman getum við staðið gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.ÍSÍ og Jafnréttisstofa hafa á undangengnum árum átt í góðu samstarfi og nýverið var jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög uppfærð. Áætlunin er verkfæri sem á meðal annars að tryggja að starf okkar sé öruggt, virðingarfullt og aðgengilegt fyrir öll kyn og hópa samfélagsins.Það er þó mikilvægt að staldra við og horfa á staðreyndirnar á alþjóðavísu. Í handbók sem unnin var af UN Women og UNESCO haustið 2023 kemur meðal annars fram að: 21% atvinnukvenna í íþróttum urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn í gegnum íþróttastarf. Fatlaðar íþróttakonur eru þrefalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðar. Ofbeldi eykst samhliða stórum viðburðum – eins og heimsmeistaramótum. Fjöldi íþróttakvenna þorir ekki að tilkynna ofbeldi af ótta við refsingu eða afleiðingar fyrir feril sinn. Við berum sameiginlega ábyrgð á misrétti og íþróttahreyfingin öll getur breytt þróun til betri vegar. „March Forward“ marserum áfram er sameinuð hreyfing fyrir jafnrétti Heimsherferð UN Women á Íslandi, „March Forward for Gender Equality“, var hleypt af stokkunum í mars og hafa samfélög um heim allan sýnt samstöðu. Herferðin undirstrikar hversu mikilvægt það er að vinna öllum stundum að jafnrétti, að marsera alltaf fram veginn í þágu jafnréttis. Við í ÍSÍ ætlum að ganga fremst í flokki og biðjum við ykkur um að ganga með okkur. Við hvetjum öll innan hreyfingarinnar til að leggja sitt af mörkum og styðja þetta þarfa málefni; íþróttalið og hópa, iðkendur, þjálfara, aðstandendur og sjálfboðaliða, hreinlega allt samfélagið. Göngum saman táknrænt fyrir jafnrétti, hvert skref fram á við skiptir máli. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun marsera. Nú biðjum við ykkur að ganga fram á við með okkur! Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson ÍSÍ Jafnréttismál Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2025 stendur UN Women á Íslandifyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur með stolti þátt í þessu mikilvæga verkefni, enda er jafnrétti ein grundvallarstoð alls íþróttastarfs. Við höfum ástæðu til að vera stolt af því hversu langt við höfum náð. Í alþjóðlegum samanburði stendur Ísland vel þegar kemur að jafnrétti í íþróttastarfi en það er mikilvægt að halda áfram og gera betur. Sem stærsta fjöldahreyfing landsins hefur íþróttahreyfingin mörg tækifæri. Við höfum áhrif. Við mótum viðhorf. Við sköpum fyrirmyndir og saman getum við staðið gegn kynbundnu misrétti og ofbeldi.ÍSÍ og Jafnréttisstofa hafa á undangengnum árum átt í góðu samstarfi og nýverið var jafnréttisáætlun fyrir íþróttafélög uppfærð. Áætlunin er verkfæri sem á meðal annars að tryggja að starf okkar sé öruggt, virðingarfullt og aðgengilegt fyrir öll kyn og hópa samfélagsins.Það er þó mikilvægt að staldra við og horfa á staðreyndirnar á alþjóðavísu. Í handbók sem unnin var af UN Women og UNESCO haustið 2023 kemur meðal annars fram að: 21% atvinnukvenna í íþróttum urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn í gegnum íþróttastarf. Fatlaðar íþróttakonur eru þrefalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðar. Ofbeldi eykst samhliða stórum viðburðum – eins og heimsmeistaramótum. Fjöldi íþróttakvenna þorir ekki að tilkynna ofbeldi af ótta við refsingu eða afleiðingar fyrir feril sinn. Við berum sameiginlega ábyrgð á misrétti og íþróttahreyfingin öll getur breytt þróun til betri vegar. „March Forward“ marserum áfram er sameinuð hreyfing fyrir jafnrétti Heimsherferð UN Women á Íslandi, „March Forward for Gender Equality“, var hleypt af stokkunum í mars og hafa samfélög um heim allan sýnt samstöðu. Herferðin undirstrikar hversu mikilvægt það er að vinna öllum stundum að jafnrétti, að marsera alltaf fram veginn í þágu jafnréttis. Við í ÍSÍ ætlum að ganga fremst í flokki og biðjum við ykkur um að ganga með okkur. Við hvetjum öll innan hreyfingarinnar til að leggja sitt af mörkum og styðja þetta þarfa málefni; íþróttalið og hópa, iðkendur, þjálfara, aðstandendur og sjálfboðaliða, hreinlega allt samfélagið. Göngum saman táknrænt fyrir jafnrétti, hvert skref fram á við skiptir máli. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun marsera. Nú biðjum við ykkur að ganga fram á við með okkur! Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar