Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 10:19 September gæti orðið erfiður fyrir bandaríska þingmenn. AP/Rahmat Gul Bandarískir þingmenn þurfa að lyfta grettistaki þegar þeir mæta til vinnu í dag eftir sumarfrí og hafa takmarkaðan tíma til þess. Núgildandi fjárlög gilda eingöngu út þennan mánuð og til að samþykkja ný munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá Demókrötum í öldungadeildinni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lengi verið ósáttir við halla á rekstri ríkisins og eru þreyttir á því að semja fjárlög til skamms tíma. Demókratar eru reiðir í Repúblikana, eftir umdeildar aðgerðir þeirra og Donalds Trump, forseta, sem hafa oft grafið undan þinginu sjálfu. Demókratar eru sérstaklega reiðir yfir því að Donald Trump lýsti því yfir í síðustu viku að hann ætlaði ekki verja milljörðum dala í þróunaraðstoð og önnur verkefni sem þingið hafði samþykkt að verja. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Samkvæmt Washington Post eru leiðtogar þingsins flestir þeirrar skoðunar að þeir munu þurfa að‘ semja ný skammtímafjárlög. Hvernig þau ættu að líta út þykir engum þó ljóst enn sem komið er. Slík fjárlög myndu einnig gera Trump auðveldara að verja fjármunum eftir eigin hentisemi. Sér tækifæri fyrir Demókrata Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sendi í morgun út yfirlýsingu þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi mánuð. Hann sagði ljóst að Trump væri að gera líf almennings í Bandaríkjunum erfiðara með hækkandi verði og efnahagslegri óvissu. Þar sagði hann einnig að eina leiðin til að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins um næstu mánaðarmót væri að flokkarnir ynnu saman að því að semja ný fjárlög. Repúblikanar væru þó þegar byrjaðir að sýna að þeir hefðu lítinn áhuga á því. Þeir ætluðu að leggja áherslu á óreiðu. Schumer sagði einnig að Demókratar hefðu sýnt að þeir væru tilbúnir til að vinna með Repúblikönum en það væri erfitt á meðan Trump væri sífellt að taka sér völd sem ættu að vera í höndum þingsins. Repúblikanar þyrftu að átta sig á því að þeir þyrftu að standa í lappirnar gegn þessum einræðistilburðum. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni.EPA/JIM LO SCALZO „Næsti mánuður mun gefa okkur tækifæri til að sýna skýran mun á stefnumálum okkar annars vegar og óreiðunni og öfgunum hins vegar,“ sagði Schumer. Hann sagðist hafa rætt við Hakeem Jeffries, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, og þeir hefðu stillt saman strengi sína. Þá kvatti hann Demókrata til að vera í virkum samskiptum við kjósendur í kjördæmum þeirra og ítreka fyrir þeim þann skaða sem Repúblikanar væru að valda. Epstein-málið þyrnir í augum Johnsons Leiðtogar Repúblikanaflokksins munu þurfa að eiga í viðræðum við bæði Demókrata og eigin þingmenn. Þeir stefna einnig að því að halda atkvæðagreiðslu um það hvort krefja eigi dómsmálaráðuneytið til að afhenda skjöl sem tengjast Jeffrey Epstein og máli hans. Málið hefur valdið miklum deilum innan Repúblikanaflokksins. Í stað þess að halda slíka atkvæðagreiðslu í júlí seni Mike Johnson, forseti þingsins, þingmenn snemma í frí. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.EPA/JIM LO SCALZO Þingmenn Repúblikanaflokksinsí stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar hafa þegar stefnt dánarbúi Epsteins og krafist gagna þaðan. Sjá einnig: Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Þar að auki eru Repúblikanar í öldungadeildinni að íhuga að breyta þingreglum svo þeir geti staðfest tilnefningar Trumps til fjölmargra embætti hraðar en þeir hafa getað gert hingað til. Demókratar hafa beitt þeim brögðum sem núverandi reglur bjóða upp á til að hægja á ferlinu. Önnur verkefni sem Repúblikanar standa frammi fyrir í september gætu einnig reynst þeim erfið. Má þar nefna framlengingu á yfirtöku Trumps á löggæslu í Washington DC, áköll innan flokksins um að setja reglur gegn því að þingmenn sýsli með hlutabréf og fleira. Einn ráðgjafi sem vinnur með Repúblikönum sagði í samtali við Wall Street Journal að þegar kæmi að fjárlögum væri líklegra en ekki að september endaði með stöðvun ríkisrekstursins. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Margir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lengi verið ósáttir við halla á rekstri ríkisins og eru þreyttir á því að semja fjárlög til skamms tíma. Demókratar eru reiðir í Repúblikana, eftir umdeildar aðgerðir þeirra og Donalds Trump, forseta, sem hafa oft grafið undan þinginu sjálfu. Demókratar eru sérstaklega reiðir yfir því að Donald Trump lýsti því yfir í síðustu viku að hann ætlaði ekki verja milljörðum dala í þróunaraðstoð og önnur verkefni sem þingið hafði samþykkt að verja. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Samkvæmt Washington Post eru leiðtogar þingsins flestir þeirrar skoðunar að þeir munu þurfa að‘ semja ný skammtímafjárlög. Hvernig þau ættu að líta út þykir engum þó ljóst enn sem komið er. Slík fjárlög myndu einnig gera Trump auðveldara að verja fjármunum eftir eigin hentisemi. Sér tækifæri fyrir Demókrata Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sendi í morgun út yfirlýsingu þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi mánuð. Hann sagði ljóst að Trump væri að gera líf almennings í Bandaríkjunum erfiðara með hækkandi verði og efnahagslegri óvissu. Þar sagði hann einnig að eina leiðin til að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins um næstu mánaðarmót væri að flokkarnir ynnu saman að því að semja ný fjárlög. Repúblikanar væru þó þegar byrjaðir að sýna að þeir hefðu lítinn áhuga á því. Þeir ætluðu að leggja áherslu á óreiðu. Schumer sagði einnig að Demókratar hefðu sýnt að þeir væru tilbúnir til að vinna með Repúblikönum en það væri erfitt á meðan Trump væri sífellt að taka sér völd sem ættu að vera í höndum þingsins. Repúblikanar þyrftu að átta sig á því að þeir þyrftu að standa í lappirnar gegn þessum einræðistilburðum. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni.EPA/JIM LO SCALZO „Næsti mánuður mun gefa okkur tækifæri til að sýna skýran mun á stefnumálum okkar annars vegar og óreiðunni og öfgunum hins vegar,“ sagði Schumer. Hann sagðist hafa rætt við Hakeem Jeffries, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, og þeir hefðu stillt saman strengi sína. Þá kvatti hann Demókrata til að vera í virkum samskiptum við kjósendur í kjördæmum þeirra og ítreka fyrir þeim þann skaða sem Repúblikanar væru að valda. Epstein-málið þyrnir í augum Johnsons Leiðtogar Repúblikanaflokksins munu þurfa að eiga í viðræðum við bæði Demókrata og eigin þingmenn. Þeir stefna einnig að því að halda atkvæðagreiðslu um það hvort krefja eigi dómsmálaráðuneytið til að afhenda skjöl sem tengjast Jeffrey Epstein og máli hans. Málið hefur valdið miklum deilum innan Repúblikanaflokksins. Í stað þess að halda slíka atkvæðagreiðslu í júlí seni Mike Johnson, forseti þingsins, þingmenn snemma í frí. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.EPA/JIM LO SCALZO Þingmenn Repúblikanaflokksinsí stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar hafa þegar stefnt dánarbúi Epsteins og krafist gagna þaðan. Sjá einnig: Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Þar að auki eru Repúblikanar í öldungadeildinni að íhuga að breyta þingreglum svo þeir geti staðfest tilnefningar Trumps til fjölmargra embætti hraðar en þeir hafa getað gert hingað til. Demókratar hafa beitt þeim brögðum sem núverandi reglur bjóða upp á til að hægja á ferlinu. Önnur verkefni sem Repúblikanar standa frammi fyrir í september gætu einnig reynst þeim erfið. Má þar nefna framlengingu á yfirtöku Trumps á löggæslu í Washington DC, áköll innan flokksins um að setja reglur gegn því að þingmenn sýsli með hlutabréf og fleira. Einn ráðgjafi sem vinnur með Repúblikönum sagði í samtali við Wall Street Journal að þegar kæmi að fjárlögum væri líklegra en ekki að september endaði með stöðvun ríkisrekstursins.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira