Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 12:31 Erik ten Hag fékk nánast engan tíma til að sanna sig hjá Leverkusen. Getty/Christof Koepsel Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir ákvörðun stjórnar Bayer Leverkusen, um að reka hann eftir tvo deildarleiki í starfi, algjörlega óvænta og fordæmalausa. Ten Hag var rekinn frá Manchester United í lok október í fyrra og hafði verið án starfs þar til að Leverkusen réði hann í sumar, sem arftaka Xabi Alonso. Velgengni Leverkusen undir stjórn Alonso var búin að vera gríðarleg og félagið batt vonir við að Ten Hag, sem gerði frábæra hluti sem stjóri Ajax og vann tvo titla með United, gæti viðhaldið henni. Hann fékk hins vegar aðeins tíu vikur í starfi, einn bikarleik og tvo deildarleiki. Líður eins og sambandið hafi aldrei byggt á gagnkvæmu trausti „Þessi ákvörðun stjórnar Bayer Leverkusen [í gærmorgun] um að segja mér upp kom mér algjörlega í opna skjöldu. Það að skilja við þjálfara eftir aðeins tvo deildarleiki er fordæmalaust,“ sagði Ten Hag í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Í sumar fóru margir lykilmenn sem höfðu tekið þátt í árangri síðustu ára. Það að byggja upp nýtt, samhæft lið er vandasamt ferli sem krefst tíma og trausts. Nýr þjálfari á skilið að fá svigrúm til að koma sínum hugmyndum og gildum á framfæri, móta hópinn og koma sínum leikstíl í gegn. Ég hóf þetta starf af fullum þunga og orku en því miður vill stjórnin ekki gefa mér þann tíma og traust sem ég þurfti, og ég harma það. Mér líður eins og að þetta samband hafi aldrei byggt á gagnkvæmu trausti,“ sagði Ten Hag. Þá bætti hann við að sagan sýndi að í hvert sinn sem hann fengi að klára tímabil með sínu liði þá skilaði það sér í titli. Hann gerði Ajax þrívegis að hollenskum meistara og vann hollenska bikarinn tvisvar, auk þess að fara með liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hann vann svo enska deildabikarinn og bikarmeistaratitil með United en gengi liðsins í úrvalsdeildinni var hins vegar langt undir væntingum. Leverkusen vann 4-0 sigur á neðrideildarliði Grossaspach í þýska bikarnum en tapaði 2-1 á heimavelli gegn Hoffenheim í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Ten Hag og gerði svo 3-3 jafntefli við Werder Bremen á útivelli um helgina. Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Ten Hag var rekinn frá Manchester United í lok október í fyrra og hafði verið án starfs þar til að Leverkusen réði hann í sumar, sem arftaka Xabi Alonso. Velgengni Leverkusen undir stjórn Alonso var búin að vera gríðarleg og félagið batt vonir við að Ten Hag, sem gerði frábæra hluti sem stjóri Ajax og vann tvo titla með United, gæti viðhaldið henni. Hann fékk hins vegar aðeins tíu vikur í starfi, einn bikarleik og tvo deildarleiki. Líður eins og sambandið hafi aldrei byggt á gagnkvæmu trausti „Þessi ákvörðun stjórnar Bayer Leverkusen [í gærmorgun] um að segja mér upp kom mér algjörlega í opna skjöldu. Það að skilja við þjálfara eftir aðeins tvo deildarleiki er fordæmalaust,“ sagði Ten Hag í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Í sumar fóru margir lykilmenn sem höfðu tekið þátt í árangri síðustu ára. Það að byggja upp nýtt, samhæft lið er vandasamt ferli sem krefst tíma og trausts. Nýr þjálfari á skilið að fá svigrúm til að koma sínum hugmyndum og gildum á framfæri, móta hópinn og koma sínum leikstíl í gegn. Ég hóf þetta starf af fullum þunga og orku en því miður vill stjórnin ekki gefa mér þann tíma og traust sem ég þurfti, og ég harma það. Mér líður eins og að þetta samband hafi aldrei byggt á gagnkvæmu trausti,“ sagði Ten Hag. Þá bætti hann við að sagan sýndi að í hvert sinn sem hann fengi að klára tímabil með sínu liði þá skilaði það sér í titli. Hann gerði Ajax þrívegis að hollenskum meistara og vann hollenska bikarinn tvisvar, auk þess að fara með liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hann vann svo enska deildabikarinn og bikarmeistaratitil með United en gengi liðsins í úrvalsdeildinni var hins vegar langt undir væntingum. Leverkusen vann 4-0 sigur á neðrideildarliði Grossaspach í þýska bikarnum en tapaði 2-1 á heimavelli gegn Hoffenheim í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Ten Hag og gerði svo 3-3 jafntefli við Werder Bremen á útivelli um helgina.
Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira