„Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 14:12 Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands, í Sjanghæ í morgun. AP/Alexander Kazakov Vladimír Pútín og Xi Jinping, forsetar Rússlands og Kína, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli ríkjanna. Undirskriftin þykir til marks um sterkari tengsl ríkjanna en hún varpar í senn ljósi á yfirburðastöðu Kínverja gagnvart Rússum. Leiðslan myndi gera Rússum kleift að selja mun meira af jarðgasi til Kína en þeir gera nú þegar. Rússar segja minnisblaðið lagalega bindandi en í því er ekki fjallað um ýmis deiluatriði sem hafa lengi komið í veg fyrir að gasleiðslan hafi verið smíðuð. Leiðslan kallast „Kraftur Síberíu 2“ og hefur verið til skoðunar að byggja hana um árabil. Deilur um kaupverð á gasi, fjármögnun leiðslunnar, tímaramma og önnur atriði hafa þó valdið því að ekkert hefur orðið af framkvæmdum. Í frétt Wall Street Journal segir að það að ekkert sé talað um þessi atriði í minnisblaðinu ítreki yfirburðastöðu Kínverja gagnvart Rússum í viðræðunum um Kraft Síberíu. Kínverjar hafi aðra möguleika til að verða sér út um jarðgas og geti því dregið fæturna í viðræðum. Þannig geti þeir krafist enn betra verðs, þar sem Rússar eru ólmir í að afla sér frekari tekna og finna nýja markaði fyrir jarðeldsneyti sitt. Rússar hafa þegar gefið út að Kínverjar muni geta keypt jarðgas ódýrara en ríki Evrópu. Þurfa nýja markaði Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hefur útflutningur þeirra á jarðgasi til vesturs dregist verulega saman. Evrópa var áður stærsti viðskiptavinur Rússa á jarðgasi. Í kjölfarið sneru Rússar sér að Kína og eru þeir nokkuð háðir sölunni þangað, sem hefur veitt Kínverjum ákveðið vogarafl í viðræðum ríkjanna á milli. Stuðningur Kínverja við Rússa þegar kemur að drónum og margskonar íhlutum fyrir framleiðslu hergagna hefur aukið á þetta ójafnvægi í sambandi ríkjanna. Sjá einnig: Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Í samtali við WSJ segir sérfræðingur í málefnum Rússlands og Asíu að minnisblaðið sýni hvernig Kínverjar hafi öll spilin gegn Rússum. Ríki Evrópu hafi dregið verulega úr kaupum á rússnesku jarðgasi og leiðtogar Evrópusambandsins stefni á að hætta alfarið að kaupa gas eða olíu af Rússum fyrir 2027. Á sama tíma séu Kínverjar að reyna að draga úr notkun jarðeldsneytis þar í landi. Þar hefur gífurlegur vöxtur verið í framleiðslu sólarorku. Þetta gæti þýtt að markaður fyrir jarðgas í Kína sé að dragast saman. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Sjá einnig: Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Um þriðjungur af öllum milliríkjaviðskiptum Rússa kemur frá Kína. Frá bæjardyrum Kína séð er hlutfallið eingöngu fimm prósent. „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir,“ sagði Alexander Gabuev við WSJ. Vilja „sanngjarnari“ heim Pútín er staddur í Kína, þar sem hann hefur setið ráðstefnu aðildarríkja SCO, sem sótt er af mörgum þjóðarleiðtogum Mið-Asíu, auk annarra ríkja. Þar hefur hann meðal annars fundað með Xi og hafa þeir lýst yfir miklum vinskap. Eftir fund þeirra sagði Pútín, samkvæmt AP fréttaveitunni, að SCO samtökin ættu að spila stærri rullu í því að skapa „sanngjarnara og jafnara“ kerfi sem snýr að stjórn heimsmála. Xi fordæmdi það sem hann kallaði kalda stríðs hugsunarhátt og sagði heiminn standa á krossgötum. Umbreytingatímar væru í vændum. Sjá einnig: Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á ráðstefnunni þar sem hann hefur einnig fundað með Xi. Indland og Kína hafa lengi eldað grátt silfur saman en Modi og Xi lýstu því yfir um helgina að ríkin ættu að vera félagar en ekki andstæðingar. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Sjá einnig: Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Allir þjóðarleiðtogarnir munu fylgjast með herskrúðgöngu í Kína á morgun, þar sem Xi mun sýna nýjustu vopn sín og mátt herafla Kína. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sat ekki ráðstefnuna en hann mætti til Sjanghæ í dag og mun horfa á skrúðgönguna. Rússland Kína Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Leiðslan myndi gera Rússum kleift að selja mun meira af jarðgasi til Kína en þeir gera nú þegar. Rússar segja minnisblaðið lagalega bindandi en í því er ekki fjallað um ýmis deiluatriði sem hafa lengi komið í veg fyrir að gasleiðslan hafi verið smíðuð. Leiðslan kallast „Kraftur Síberíu 2“ og hefur verið til skoðunar að byggja hana um árabil. Deilur um kaupverð á gasi, fjármögnun leiðslunnar, tímaramma og önnur atriði hafa þó valdið því að ekkert hefur orðið af framkvæmdum. Í frétt Wall Street Journal segir að það að ekkert sé talað um þessi atriði í minnisblaðinu ítreki yfirburðastöðu Kínverja gagnvart Rússum í viðræðunum um Kraft Síberíu. Kínverjar hafi aðra möguleika til að verða sér út um jarðgas og geti því dregið fæturna í viðræðum. Þannig geti þeir krafist enn betra verðs, þar sem Rússar eru ólmir í að afla sér frekari tekna og finna nýja markaði fyrir jarðeldsneyti sitt. Rússar hafa þegar gefið út að Kínverjar muni geta keypt jarðgas ódýrara en ríki Evrópu. Þurfa nýja markaði Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hefur útflutningur þeirra á jarðgasi til vesturs dregist verulega saman. Evrópa var áður stærsti viðskiptavinur Rússa á jarðgasi. Í kjölfarið sneru Rússar sér að Kína og eru þeir nokkuð háðir sölunni þangað, sem hefur veitt Kínverjum ákveðið vogarafl í viðræðum ríkjanna á milli. Stuðningur Kínverja við Rússa þegar kemur að drónum og margskonar íhlutum fyrir framleiðslu hergagna hefur aukið á þetta ójafnvægi í sambandi ríkjanna. Sjá einnig: Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Í samtali við WSJ segir sérfræðingur í málefnum Rússlands og Asíu að minnisblaðið sýni hvernig Kínverjar hafi öll spilin gegn Rússum. Ríki Evrópu hafi dregið verulega úr kaupum á rússnesku jarðgasi og leiðtogar Evrópusambandsins stefni á að hætta alfarið að kaupa gas eða olíu af Rússum fyrir 2027. Á sama tíma séu Kínverjar að reyna að draga úr notkun jarðeldsneytis þar í landi. Þar hefur gífurlegur vöxtur verið í framleiðslu sólarorku. Þetta gæti þýtt að markaður fyrir jarðgas í Kína sé að dragast saman. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Sjá einnig: Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Um þriðjungur af öllum milliríkjaviðskiptum Rússa kemur frá Kína. Frá bæjardyrum Kína séð er hlutfallið eingöngu fimm prósent. „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir,“ sagði Alexander Gabuev við WSJ. Vilja „sanngjarnari“ heim Pútín er staddur í Kína, þar sem hann hefur setið ráðstefnu aðildarríkja SCO, sem sótt er af mörgum þjóðarleiðtogum Mið-Asíu, auk annarra ríkja. Þar hefur hann meðal annars fundað með Xi og hafa þeir lýst yfir miklum vinskap. Eftir fund þeirra sagði Pútín, samkvæmt AP fréttaveitunni, að SCO samtökin ættu að spila stærri rullu í því að skapa „sanngjarnara og jafnara“ kerfi sem snýr að stjórn heimsmála. Xi fordæmdi það sem hann kallaði kalda stríðs hugsunarhátt og sagði heiminn standa á krossgötum. Umbreytingatímar væru í vændum. Sjá einnig: Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á ráðstefnunni þar sem hann hefur einnig fundað með Xi. Indland og Kína hafa lengi eldað grátt silfur saman en Modi og Xi lýstu því yfir um helgina að ríkin ættu að vera félagar en ekki andstæðingar. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Sjá einnig: Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Allir þjóðarleiðtogarnir munu fylgjast með herskrúðgöngu í Kína á morgun, þar sem Xi mun sýna nýjustu vopn sín og mátt herafla Kína. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sat ekki ráðstefnuna en hann mætti til Sjanghæ í dag og mun horfa á skrúðgönguna.
Rússland Kína Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira