Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar 3. september 2025 10:03 Mikið vildi ég óska þess að Bataskóli Íslands hefði verið til þegar ég byrjaði fyrst að grúska í sjálfri mér. Ég hef starfað þar sem verkefnastjóri síðastliðin tvö ár og á þeim tíma setið flest námskeiðin sem eru þar í boði og fjalla öll um geðheilsu og bata á einhvern hátt. Á þessum tveimur árum hef ég einnig tekið þátt í kennslunni, en ég hef t.a.m. kennt námskeiðið Sjálfsumhyggja sem jafningi, en það kenndi ég með þeim Helgu Arnardóttur og Esther Ágústsdóttur. Þess má geta að námskeiðin í Bataskólanum eru samin og kennd af notendum og sérfræðingum saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast. Á þessu námskeiði fræðast nemendur um núvitund og sjálfsumhyggju og um kosti þess að rækta þessa eiginleika með sér. Í hverjum tíma eru einnig gerðar stuttar núvitundaræfingar sem hjálpa nemendum að auka færni sína í að hugleiða og rækta með sér núvitund og sjálfsumhyggju. Sjálfsumhyggja byggir á núvitund, góðvild og því sem okkur er sammannlegt. Núvitund og hugleiðsla aðstoða mann við að veita tilfinningum sínum athygli, góðvild felur í sér að sýna sjálfum sér skilning og mildi, alveg eins og maður gerir fyrir aðra, auk þess sem það getur verið hjálplegt að átta sig á því að við séum ekki ein á báti hvað líðan okkar varðar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem við erum að kenna í Bataskólanum, en markmiðið með skólanum er að styðja við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir með því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem öll fjalla um geðheilsu, bata og leiðir til að efla lífsgæðin. Námskeiðin í Bataskólanum byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í Bataskólanum er gengið út frá því að við séum öll jöfn og að við getum lært af hvert öðru, kennarar sem og nemendur. Þar er fjallað um ólík umfjöllunarefni líkt og svefn, heilsu og mataræði, kvíða, þunglyndi, hugleiðslu og slökun, húmor og bata og sköpun í listum og lífi. Við getum öll glímt við geðrænar áskoranir einhvern tímann á ævinni og öll eigum við von um bata og betri líðan. Bataskólinn er aðallega hugsaður fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir en er líka opinn aðstandendum þeirra ásamt starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði. Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur. Skólinn var upphaflega stofnaður árið 2017 sem tilraunaverkefni til 3ja ára sem Reykjavíkurborg og Geðhjálp stóðu að. Tilraunaverkefnið gekk vel og starfsemi skólans hefur haldið áfram og var hann lengi vel hluti af virkniúrræðum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en er nú sjálfstætt úrræði. Bataskólinn er nemendum að kostnaðarlausu en í september hefst nýtt skólaár og ennþá er mögulegt að komast að með því að sækja um inngöngu á bataskoli.is. Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Bataskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikið vildi ég óska þess að Bataskóli Íslands hefði verið til þegar ég byrjaði fyrst að grúska í sjálfri mér. Ég hef starfað þar sem verkefnastjóri síðastliðin tvö ár og á þeim tíma setið flest námskeiðin sem eru þar í boði og fjalla öll um geðheilsu og bata á einhvern hátt. Á þessum tveimur árum hef ég einnig tekið þátt í kennslunni, en ég hef t.a.m. kennt námskeiðið Sjálfsumhyggja sem jafningi, en það kenndi ég með þeim Helgu Arnardóttur og Esther Ágústsdóttur. Þess má geta að námskeiðin í Bataskólanum eru samin og kennd af notendum og sérfræðingum saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast. Á þessu námskeiði fræðast nemendur um núvitund og sjálfsumhyggju og um kosti þess að rækta þessa eiginleika með sér. Í hverjum tíma eru einnig gerðar stuttar núvitundaræfingar sem hjálpa nemendum að auka færni sína í að hugleiða og rækta með sér núvitund og sjálfsumhyggju. Sjálfsumhyggja byggir á núvitund, góðvild og því sem okkur er sammannlegt. Núvitund og hugleiðsla aðstoða mann við að veita tilfinningum sínum athygli, góðvild felur í sér að sýna sjálfum sér skilning og mildi, alveg eins og maður gerir fyrir aðra, auk þess sem það getur verið hjálplegt að átta sig á því að við séum ekki ein á báti hvað líðan okkar varðar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem við erum að kenna í Bataskólanum, en markmiðið með skólanum er að styðja við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir með því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem öll fjalla um geðheilsu, bata og leiðir til að efla lífsgæðin. Námskeiðin í Bataskólanum byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í Bataskólanum er gengið út frá því að við séum öll jöfn og að við getum lært af hvert öðru, kennarar sem og nemendur. Þar er fjallað um ólík umfjöllunarefni líkt og svefn, heilsu og mataræði, kvíða, þunglyndi, hugleiðslu og slökun, húmor og bata og sköpun í listum og lífi. Við getum öll glímt við geðrænar áskoranir einhvern tímann á ævinni og öll eigum við von um bata og betri líðan. Bataskólinn er aðallega hugsaður fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir en er líka opinn aðstandendum þeirra ásamt starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði. Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur. Skólinn var upphaflega stofnaður árið 2017 sem tilraunaverkefni til 3ja ára sem Reykjavíkurborg og Geðhjálp stóðu að. Tilraunaverkefnið gekk vel og starfsemi skólans hefur haldið áfram og var hann lengi vel hluti af virkniúrræðum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en er nú sjálfstætt úrræði. Bataskólinn er nemendum að kostnaðarlausu en í september hefst nýtt skólaár og ennþá er mögulegt að komast að með því að sækja um inngöngu á bataskoli.is. Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Bataskóla Íslands
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun