Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir og Sara Stef. Hildardóttir skrifa 3. september 2025 09:31 Sveitarstjórnarkosningar eru eftir 36 vikur. Það er ekki langur tími. Ef kosið væri í dag ætti félagshyggjufólk engan valkost — við gætum hvergi sett atkvæði okkar með góðri samvisku. Félagshyggja á nefnilega undir högg að sækja í íslenskum stjórnmálum eins og annars staðar. Og klofningurinn í Sósíalistaflokknum í vor er eitt merki þess. Fylgishrun flokksins síðan ný forysta tók við sýnir að enn fjölgar í hópi kjósenda sem geta ekki með góðu móti greitt atkvæði með félagshyggju. En við, félagshyggjufólkið, megum ekki gefast ekki upp. Við verðum að spyrna við og þjappa okkur saman. Við, fólkið sem er grasrót félagshyggjunnar, verðum að stíga fram og mynda bandalög okkar á milli. Og við megum engan tíma missa. Undanfarið hefur vinsælasti borgarfulltrúinn og kyndilberi félagshyggju undanfarin átta ár, Sanna Magdalena Mörtudóttir, legið undir fordæmalausum árásum frá flokksfélögum sínum. Hún hefur m.a. fengið á sig vantraustsyfirlýsingu úr Norðausturkjördæmi — sem mörgum þykir ansi langt frá Reykjavík! Það hefur vakið furðu að flokkur Sönnu, Sósíalistaflokkur Íslands, hefur ekki brugðist við þessum ósóma né tekið upp varnir fyrir kjörinn fulltrúa sinn. Það er í ljósi þessara linnulausu árása sem Sanna situr undir að við, stuðningsfólk hennar, teljum nauðsynlegt að bregðast við og lýsa opinberlega yfir stuðningi við hana. Við hvetjum kjósendur í Reykjavík og félagshyggjufólk hvarvetna til að sýna samtakamátt sinn og standa með Sönnu. Með samstöðu tryggjum við að félagshyggjan verði áfram valkostur í borginni! Sanna mælist endurtekið vinsælasti borgarfulltrúinn. Og skildi engan undra. Hún er þekkt fyrir ósérhlífni, elju og heiðarleika. Hún á stuðning félagshyggjufólks langt út fyrir borgarmörkin — bókstaflega í allar áttir, til sjávar og sveita. Undanfarinn sólarhring höfum við leitað til fólks sem þekkir Sönnu eða til starfa hennar og beðið fólk að setja nafn sitt undir opinbera stuðningsyfirlýsingu. Við birtum hana með þessari grein. Félagshyggjufólk alls staðar ætti að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun því með henni getum við sýnt að félagshyggjan lifir enn með okkur og að við stöndum með Sönnu, sem stendur með félagshyggjunni! Með baráttukveðjum fyrir hönd Stuðningsfólks Sönnu, Laufey Líndal Ólafsdóttir Sara Stef. Hildardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar eru eftir 36 vikur. Það er ekki langur tími. Ef kosið væri í dag ætti félagshyggjufólk engan valkost — við gætum hvergi sett atkvæði okkar með góðri samvisku. Félagshyggja á nefnilega undir högg að sækja í íslenskum stjórnmálum eins og annars staðar. Og klofningurinn í Sósíalistaflokknum í vor er eitt merki þess. Fylgishrun flokksins síðan ný forysta tók við sýnir að enn fjölgar í hópi kjósenda sem geta ekki með góðu móti greitt atkvæði með félagshyggju. En við, félagshyggjufólkið, megum ekki gefast ekki upp. Við verðum að spyrna við og þjappa okkur saman. Við, fólkið sem er grasrót félagshyggjunnar, verðum að stíga fram og mynda bandalög okkar á milli. Og við megum engan tíma missa. Undanfarið hefur vinsælasti borgarfulltrúinn og kyndilberi félagshyggju undanfarin átta ár, Sanna Magdalena Mörtudóttir, legið undir fordæmalausum árásum frá flokksfélögum sínum. Hún hefur m.a. fengið á sig vantraustsyfirlýsingu úr Norðausturkjördæmi — sem mörgum þykir ansi langt frá Reykjavík! Það hefur vakið furðu að flokkur Sönnu, Sósíalistaflokkur Íslands, hefur ekki brugðist við þessum ósóma né tekið upp varnir fyrir kjörinn fulltrúa sinn. Það er í ljósi þessara linnulausu árása sem Sanna situr undir að við, stuðningsfólk hennar, teljum nauðsynlegt að bregðast við og lýsa opinberlega yfir stuðningi við hana. Við hvetjum kjósendur í Reykjavík og félagshyggjufólk hvarvetna til að sýna samtakamátt sinn og standa með Sönnu. Með samstöðu tryggjum við að félagshyggjan verði áfram valkostur í borginni! Sanna mælist endurtekið vinsælasti borgarfulltrúinn. Og skildi engan undra. Hún er þekkt fyrir ósérhlífni, elju og heiðarleika. Hún á stuðning félagshyggjufólks langt út fyrir borgarmörkin — bókstaflega í allar áttir, til sjávar og sveita. Undanfarinn sólarhring höfum við leitað til fólks sem þekkir Sönnu eða til starfa hennar og beðið fólk að setja nafn sitt undir opinbera stuðningsyfirlýsingu. Við birtum hana með þessari grein. Félagshyggjufólk alls staðar ætti að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun því með henni getum við sýnt að félagshyggjan lifir enn með okkur og að við stöndum með Sönnu, sem stendur með félagshyggjunni! Með baráttukveðjum fyrir hönd Stuðningsfólks Sönnu, Laufey Líndal Ólafsdóttir Sara Stef. Hildardóttir
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar