Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson og Nótt Thorberg skrifa 3. september 2025 08:46 Á sama tíma og heimurinn glímir við óstöðugleika í alþjóðamálum, orkumörkuðum og viðskiptum, vex þörfin fyrir raunverulegar loftslagsaðgerðir. Við höfum mikil tækifæri til að ná árangri. Reynslan sýnir að þegar við hér á landi höfum haft hugrekki til að horfa lengra og ráðast í djörf skref, hefur það skapað okkur forskot sem enginn efast um í dag. Við erum með forskot í nýtingu auðlinda. Við höfum reynslu af orkuskiptum. Við erum á þröskuldi grænnar iðnbyltingar sem mun skapa ný verðmæt störf. Við höfum byggt upp hugvit og verkvit, til dæmis með sjálfbærri nýtingu jarðvarma, sem hefur nýst um allan heim. Það býr kraftur í íslensku atvinnulífi – fyrirtækjum sem skapa verðmæti, störf og lausnir. Þar eru fjölmörg fyrirtæki sem þegar eru að leiða vagninn í orkuskiptum og grænum lausnum. Þekking og reynsla Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku er útflutningsvara í sjálfu sér og er í reynd okkar stærsta framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Samstarf er lykilatriði í þessari vegferð. Grænvangur hefur sýnt að samtal stjórnvalda og atvinnulífs getur skapað jarðveg fyrir árangur. Það er ekki sjálfgefið að slíkur vettvangur sé til, en hann gerir okkur kleift að brjóta niður múra og byggja brýr milli ólíkra aðila. Framtíðin er björt – ef við höfum hugrekki til að nýta tækifærin. Ísland hefur sögulega sýnt að við getum tekið stór skref. Nú þurfum við að endurtaka leikinn, leggja rækt við samstarf, byggja á styrkleikum okkar og umbreyta háleitum markmiðum í áþreifanlegar aðgerðir. Ef okkur tekst það, verður Ísland ekki aðeins öflugra – heldur fyrirmynd fyrir heiminn. Ársfundur Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, verður haldinn í Grósku í dag kl. 14 og stendur öllum opinn. Á fundinum, sem ber yfirskriftina Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og formaður stjórnar Grænvangs og Nótt er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Sigurður Hannesson Loftslagsmál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og heimurinn glímir við óstöðugleika í alþjóðamálum, orkumörkuðum og viðskiptum, vex þörfin fyrir raunverulegar loftslagsaðgerðir. Við höfum mikil tækifæri til að ná árangri. Reynslan sýnir að þegar við hér á landi höfum haft hugrekki til að horfa lengra og ráðast í djörf skref, hefur það skapað okkur forskot sem enginn efast um í dag. Við erum með forskot í nýtingu auðlinda. Við höfum reynslu af orkuskiptum. Við erum á þröskuldi grænnar iðnbyltingar sem mun skapa ný verðmæt störf. Við höfum byggt upp hugvit og verkvit, til dæmis með sjálfbærri nýtingu jarðvarma, sem hefur nýst um allan heim. Það býr kraftur í íslensku atvinnulífi – fyrirtækjum sem skapa verðmæti, störf og lausnir. Þar eru fjölmörg fyrirtæki sem þegar eru að leiða vagninn í orkuskiptum og grænum lausnum. Þekking og reynsla Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku er útflutningsvara í sjálfu sér og er í reynd okkar stærsta framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Samstarf er lykilatriði í þessari vegferð. Grænvangur hefur sýnt að samtal stjórnvalda og atvinnulífs getur skapað jarðveg fyrir árangur. Það er ekki sjálfgefið að slíkur vettvangur sé til, en hann gerir okkur kleift að brjóta niður múra og byggja brýr milli ólíkra aðila. Framtíðin er björt – ef við höfum hugrekki til að nýta tækifærin. Ísland hefur sögulega sýnt að við getum tekið stór skref. Nú þurfum við að endurtaka leikinn, leggja rækt við samstarf, byggja á styrkleikum okkar og umbreyta háleitum markmiðum í áþreifanlegar aðgerðir. Ef okkur tekst það, verður Ísland ekki aðeins öflugra – heldur fyrirmynd fyrir heiminn. Ársfundur Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, verður haldinn í Grósku í dag kl. 14 og stendur öllum opinn. Á fundinum, sem ber yfirskriftina Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og formaður stjórnar Grænvangs og Nótt er forstöðumaður Grænvangs.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun