Lífið

Í­búð í Vestur­bænum með mikinn karakter

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Íbúðin er innréttuð á sjarmerandi máta.
Íbúðin er innréttuð á sjarmerandi máta.

Við Kvisthaga í Vestubæ Reykjavíkur er að finna rúmgóða og bjarta íbúð á annarri hæð í snyrtilegu fjórbýlishúsi sem var byggt árið 1952. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár á vandaðan máta. Ásett verð er 124,9 milljónir.

Íbúðin er 120 fermetrar, þar af 30 fermetra bílskúr sem hefur verið breytt í bjarta og vel skipulagða stúdíóíbúð.

Hjarta íbúðarinnar er opið rými þar sem stofa, borðstofa og eldhús flæða saman með ljósu parketi sem skapar hlýlegt yfirbragð. Þaðan er gengið út á suðursvalir sem stækka rýmið enn frekar.

Hvítmálaðir veggir mynda fallegan bakgrunn fyrir litrík húsgögn og listaverk. Við borðstofuborðið má sjá hönnunarstóla í mismunandi stíl, þar á meðal rauðan Eames-stól með stálfótum, sem gefur rýminu sterkan karakter í bland við stórt og áhrifaríkt listaverk í gulum og grænum tónum.

Eldhúsið er prýtt nýlegri innréttingu í hvítum og dökkgráum lit með steinplötu á borðum.

Baðherbergið er flísalagt hólf í gólf með klassískum hvítum Subway-flísum sem gefa heildarmyndinni tímalausan og stílhreinan karakter.

Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og sameiginlegt þvottahús í kjallara.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.