Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 4. september 2025 08:32 Skautun eða pólaríseringin, einsog margir kalla hana á ensku, sækir í sig veðrið þegar ágreiningur myndast — og hún blómstrar þegar gagnrýnin og fordæmingin sem fylgir henni hefst. Hún minnir einna helst á hest með blöðkur fyrir augunum sem dregur vagn en sér aðeins eigin snoppu og veginn framundan, enda er ferðinni stýrt af knapanum. Skoðun er ekki lengur opinn gluggi — hún er hnífur. Hún sker rýmið í tvennt: rétt og rangt, með og á móti. Og í því rými er varla pláss fyrir spurningar, aðeins fordæmingar. Í dag er skoðun brynja. Hún heldur utan um sjálfsmyndina en lokar á samtalið. Skoðun sem sannleikur Í samfélaginu fær skoðunin fljótt sess sannleikans. Því hærra sem hún er hrópuð á torgum, því þyngra vegur hún. Fjölmiðlar lifa á henni, pólitíkin þrífst á henni, netið nærist á eldi hennar. Við erum kölluð til leiks — ekki til samtals. Við fylkjum okkur í lið á bak við slagorð og yfirlýsingar. Það er eins og allt samfélagið sé vagninn, dreginn áfram af hesti með blöðkur og svipu knapans. Á ferðalaginu gefur enginn sér tíma til að skoða landslagið og sjá allt sem það hefur að geyma. : Við sjáum aðeins vegginn á milli hópanna.. Umræðuvélin Skoðanir eru eldsneyti í umræðuvélina. Þær hringsnúast á samfélagsmiðlum, í athugasemdakerfum, í útvarpi, í pontu Alþingis. Hver um sig ætlar að slá í gegn, skora stig, færa fólk nær sínum hópi — fjær hinum. Við tölum ekki lengur saman, við keppum. Orðin eru pílur án skífu — þau rista aðeins gjá á milli andstæðra póla. Og hvað verður svo um það sem liggur á milli? Þögnina. Spurningarnar sem enginn leyfir sér að spyrja. Næmnina sem finnur ekki samastað í átakarýminu. Þannig hleður samfélagið múra úr skoðunum og kallar þá lýðræðislega umræðu. Þegar olían klárast En þegar olían klárast — þegar skautunin hefur brennt upp traust, tæmt orð af innihaldi og skilgreint samtal sem átök — hvað stendur þá eftir? Tómur vagninn. Hesturinn með blöðkurnar sem sér ekkert annað. Og við, sem sitjum í vagninum, með tilfinningu um að hafa ferðast um langan veg án þess að hafa hreyfst úr stað. Önnur leið En það er til önnur leið. Skoðanir eru ekki heildarmynd samfélagsins. Þær sýna aðeins hvar það stendur tímabundið á ákveðnum punkti. Samfélagið sjálft er óendanleg og öflug lifandi hreyfing. Að festa tilvist manns við eina skoðun og segja „svona er hann, við hverju er að búast” er útilokað að hann kunni líka að vera eitthvað annað. Það er gott að hafa skoðanir - en þær mega ekki leiða okkur í gönur eða í blindgötu. Skoðunin er farartæki, ekki herra. Þegar umræðan snýst ekki um stimpla og fordæmingu heldur um efnið sjálft, opnast rými fyrir lærdóm, breytingu og dýpri skilning. Hver hefur ekki haft skoðun sem tók breytingum ? Og hver hefur ekki gengið einum of langt við að reyna að troða eigin skoðunum upp á aðra? Í dag er það leikur í pólitíkinni — að nappa einhvern sem sagði eitt fyrir fimm árum og annað í dag. Eins og það sé glæpur að þroskast og breytast. Samtal í stað átaka Kannski er raunverulegt samtal ekki barátta skoðana, heldur forvitni um manneskjuna sem talar. Ekki: „Hvað stendur þú fyrir?“ Heldur: „Hvernig sérðu þetta núna” Þegar við slökkvum eldinn og losum blöðkurnar af hestinum, kemur í ljós landslagið sem var alltaf þarna. Og þar er pláss fyrir fleiri en tvö sjónarhorn. Þar erum við ekki andstæð lið, heldur fólk sem þarf á raunverulegu samtali að halda. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Skautun eða pólaríseringin, einsog margir kalla hana á ensku, sækir í sig veðrið þegar ágreiningur myndast — og hún blómstrar þegar gagnrýnin og fordæmingin sem fylgir henni hefst. Hún minnir einna helst á hest með blöðkur fyrir augunum sem dregur vagn en sér aðeins eigin snoppu og veginn framundan, enda er ferðinni stýrt af knapanum. Skoðun er ekki lengur opinn gluggi — hún er hnífur. Hún sker rýmið í tvennt: rétt og rangt, með og á móti. Og í því rými er varla pláss fyrir spurningar, aðeins fordæmingar. Í dag er skoðun brynja. Hún heldur utan um sjálfsmyndina en lokar á samtalið. Skoðun sem sannleikur Í samfélaginu fær skoðunin fljótt sess sannleikans. Því hærra sem hún er hrópuð á torgum, því þyngra vegur hún. Fjölmiðlar lifa á henni, pólitíkin þrífst á henni, netið nærist á eldi hennar. Við erum kölluð til leiks — ekki til samtals. Við fylkjum okkur í lið á bak við slagorð og yfirlýsingar. Það er eins og allt samfélagið sé vagninn, dreginn áfram af hesti með blöðkur og svipu knapans. Á ferðalaginu gefur enginn sér tíma til að skoða landslagið og sjá allt sem það hefur að geyma. : Við sjáum aðeins vegginn á milli hópanna.. Umræðuvélin Skoðanir eru eldsneyti í umræðuvélina. Þær hringsnúast á samfélagsmiðlum, í athugasemdakerfum, í útvarpi, í pontu Alþingis. Hver um sig ætlar að slá í gegn, skora stig, færa fólk nær sínum hópi — fjær hinum. Við tölum ekki lengur saman, við keppum. Orðin eru pílur án skífu — þau rista aðeins gjá á milli andstæðra póla. Og hvað verður svo um það sem liggur á milli? Þögnina. Spurningarnar sem enginn leyfir sér að spyrja. Næmnina sem finnur ekki samastað í átakarýminu. Þannig hleður samfélagið múra úr skoðunum og kallar þá lýðræðislega umræðu. Þegar olían klárast En þegar olían klárast — þegar skautunin hefur brennt upp traust, tæmt orð af innihaldi og skilgreint samtal sem átök — hvað stendur þá eftir? Tómur vagninn. Hesturinn með blöðkurnar sem sér ekkert annað. Og við, sem sitjum í vagninum, með tilfinningu um að hafa ferðast um langan veg án þess að hafa hreyfst úr stað. Önnur leið En það er til önnur leið. Skoðanir eru ekki heildarmynd samfélagsins. Þær sýna aðeins hvar það stendur tímabundið á ákveðnum punkti. Samfélagið sjálft er óendanleg og öflug lifandi hreyfing. Að festa tilvist manns við eina skoðun og segja „svona er hann, við hverju er að búast” er útilokað að hann kunni líka að vera eitthvað annað. Það er gott að hafa skoðanir - en þær mega ekki leiða okkur í gönur eða í blindgötu. Skoðunin er farartæki, ekki herra. Þegar umræðan snýst ekki um stimpla og fordæmingu heldur um efnið sjálft, opnast rými fyrir lærdóm, breytingu og dýpri skilning. Hver hefur ekki haft skoðun sem tók breytingum ? Og hver hefur ekki gengið einum of langt við að reyna að troða eigin skoðunum upp á aðra? Í dag er það leikur í pólitíkinni — að nappa einhvern sem sagði eitt fyrir fimm árum og annað í dag. Eins og það sé glæpur að þroskast og breytast. Samtal í stað átaka Kannski er raunverulegt samtal ekki barátta skoðana, heldur forvitni um manneskjuna sem talar. Ekki: „Hvað stendur þú fyrir?“ Heldur: „Hvernig sérðu þetta núna” Þegar við slökkvum eldinn og losum blöðkurnar af hestinum, kemur í ljós landslagið sem var alltaf þarna. Og þar er pláss fyrir fleiri en tvö sjónarhorn. Þar erum við ekki andstæð lið, heldur fólk sem þarf á raunverulegu samtali að halda. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun