Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar 4. september 2025 06:01 Algengt er að þegar fólk fær á sig gagnrýni fyrir að viðra skoðanir sínar sem mörgum þykja umdeildar þá á endanum kemur að ákveðinni gamalli möntru. Nýjasta dæmið kemur frá Sigríði Andersen sem hafði eftirfarandi að segja í umræðunni sem hefur sprottið út frá ummælum samflokksmanns hennar, Snorra Mássyni, í Kastljósi fyrr í vikunni. „Það er meiri andúð í garð Miðflokksmanna en transfólks.“ Önnur algeng útgáfa af þessari möntru sem heyrst hefur í gegnum tíðina er „Það er auðveldara að koma út úr skápnum sem hommi heldur en sem sjálfstæðismaður.“ Til eru margar fleiri sem heyrast við hin ýmsu tilefni. Mér hefur alltaf þótt þessi vörn, eins oft og maður heyrir hana, vera alveg hreint stórfurðuleg. Því er þetta ekki einmitt það sem við viljum? Að fólk sé frekar dæmt fyrir orð þeirra, skoðanir og gjörðir, frekar en af einhverjum óbreytanlegum eiginleikum í fari þeirra? Ég er virkur í starfi Viðreisnar og fer ekkert leynt með það að ég tel það stjórnmálaafl vera best sett til þess að leiða Ísland. Ég hef líka margar sterkar skoðanir á hinum ýmsu pólitísku málum þar sem ég veit að margir eru mér gríðarlega ósammála. Ég er líka samkynhneigður maður. En ef þú ætlar að dæma mig, hvort sem er á jákvæðan eða neikvæðan máta, þá myndi ég ætla að það væri einmitt út af þessum skoðunum mínum, orðum og gjörðum. Ekki út af því hverjum ég er hrifinn af. Höfundur situr í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, og vill mun frekar vera dæmdur fyrir það en kynhneigð sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Algengt er að þegar fólk fær á sig gagnrýni fyrir að viðra skoðanir sínar sem mörgum þykja umdeildar þá á endanum kemur að ákveðinni gamalli möntru. Nýjasta dæmið kemur frá Sigríði Andersen sem hafði eftirfarandi að segja í umræðunni sem hefur sprottið út frá ummælum samflokksmanns hennar, Snorra Mássyni, í Kastljósi fyrr í vikunni. „Það er meiri andúð í garð Miðflokksmanna en transfólks.“ Önnur algeng útgáfa af þessari möntru sem heyrst hefur í gegnum tíðina er „Það er auðveldara að koma út úr skápnum sem hommi heldur en sem sjálfstæðismaður.“ Til eru margar fleiri sem heyrast við hin ýmsu tilefni. Mér hefur alltaf þótt þessi vörn, eins oft og maður heyrir hana, vera alveg hreint stórfurðuleg. Því er þetta ekki einmitt það sem við viljum? Að fólk sé frekar dæmt fyrir orð þeirra, skoðanir og gjörðir, frekar en af einhverjum óbreytanlegum eiginleikum í fari þeirra? Ég er virkur í starfi Viðreisnar og fer ekkert leynt með það að ég tel það stjórnmálaafl vera best sett til þess að leiða Ísland. Ég hef líka margar sterkar skoðanir á hinum ýmsu pólitísku málum þar sem ég veit að margir eru mér gríðarlega ósammála. Ég er líka samkynhneigður maður. En ef þú ætlar að dæma mig, hvort sem er á jákvæðan eða neikvæðan máta, þá myndi ég ætla að það væri einmitt út af þessum skoðunum mínum, orðum og gjörðum. Ekki út af því hverjum ég er hrifinn af. Höfundur situr í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, og vill mun frekar vera dæmdur fyrir það en kynhneigð sína.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun