Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar 4. september 2025 07:02 Veðmál geta verið saklaus skemmtun – en þau geta líka eyðilagt trúverðugleika íþrótta og haft alvarleg áhrif á líf leikmanna. Ný könnun Íslensks toppfótbolta sýnir að meirihluti leikmanna í Bestu deild karla hefur tekið þátt í veðmálum og margir fundið fyrir vanlíðan vegna þeirra. Við bregðumst nú við með fræðslu sem mun verða skylda fyrir alla leikmenn. Á dögunum birti Willum Þór Þórsson, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands grein til að vekja athygli á vaxandi veðmálavæðingu íþrótta. Hann lagði áherslu á að málefnið snerti okkur öll í íþróttahreyfingunni. Ég tek heilshugar undir það. Hjá Íslenskum toppfótbolta – sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna og standa að Bestu deild karla og kvenna – höfum við lengi lagt áherslu á að tryggja að deildirnar okkar séu „hreinar“ af veðmálasvindli og að þátttaka í veðmálum sé ábyrg. Ég vil því halda þessari mikilvægu umræðu áfram og segja frá því sem við höfum gert til að sporna við vandanum – og hvetja aðrar deildir og íþróttagreinar til að skoða eigin aðgerðir. Skemmtun eða skaði? Veðmál hafa fylgt íþróttum í áratugi. Fyrir marga eru þau skemmtun, en við verðum að horfast í augu við að afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar. Í mörgum löndum hefur veðmálavæðing leitt til þess að trúverðugleiki úrslita er í hættu – því miður eru dæmi um að leikmenn, dómarar og aðrir innan íþróttanna hafa tekið við mútum eða ábendingum um að hagræða úrslitum. Okkur sem höfum metnað og ástríðu fyrir íslenskum íþróttum er ljóst að við megum ekki láta þetta gerast hér. Rannsókn meðal leikmanna Knattspyrna er sú íþrótt sem mest er veðjað á, bæði á Íslandi og erlendis. Þess vegna ákváðum við hjá ÍTF að kanna stöðuna sérstaklega í Bestu deild karla. Niðurstöðurnar voru áhyggjuefni: 75% leikmanna telja að tíðni veðmála meðal leikmanna sé mikil eða mjög mikil. 58% hafa sjálfir veðjað á fótboltaleiki. 10% hafa fundið fyrir vanlíðan vegna þátttöku í veðmálum. Þetta sýnir svart á hvítu að við verðum að bregðast við – ekki seinna en strax. Sænska leiðin – aðlöguð að Íslandi Við leituðum fyrirmynda erlendis og fundum lausn í Svíþjóð. Þar hefur verið þróuð fræðsla fyrir leikmenn um hagræðingu úrslita og ábyrga þátttöku í veðmálum. Fræðslan er gagnvirk, krefst þess að spurningum sé svarað og tryggir þannig að leikmenn tileinki sér efnið. Þessi fræðsla hefur nú verið þýdd á íslensku og aðlöguð að reglugerðum hérlendis. Fræðslan skiptist í tvo hluta: Hagræðing úrslita – hvað það er, hvernig þetta gerist og hvers vegna það eyðileggur íþróttina. Ábyrg þátttaka í veðmálum – áhættan, einkenni spilafíknar og hvar hægt er að leita hjálpar. Allt efnið er aðgengilegt á netinu fyrir leikmenn, bæði í síma og tölvu, svo leikmenn geti farið í gegnum fræðsluna þegar þeim hentar. Við höfum þegar kynnt efnið fyrir liðunum og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Áætlunin til framtíðar er að gera eins og Svíar, að fræðslan verði skylda fyrir alla leikmenn sem vilja spila á efsta stigi í knattspyrnu á Íslandi. Þannig tryggjum við að allir sem stíga inn á völlinn hafi skýra mynd af áhættunni og ábyrgðinni. Hvatning til allra í íþróttahreyfingunni Við hjá Íslenskum toppfótbolta viljum standa vörð um trúverðugleika íþróttanna. Við viljum að fólk geti treyst því að úrslit ráðist á vellinum – ekki í símtali eða skilaboðum fyrir leik. Ég hvet því alla sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar til að taka þátt í þessari umræðu og skoða hvaða ráðstafanir þeir geta gert í sínum greinum. Þetta snýst ekki bara um knattspyrnu, þetta snýst um heiðarleika, heilbrigði og framtíð íþróttanna á Íslandi. Við verðum að spila rétt úr stöðunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Veðmál geta verið saklaus skemmtun – en þau geta líka eyðilagt trúverðugleika íþrótta og haft alvarleg áhrif á líf leikmanna. Ný könnun Íslensks toppfótbolta sýnir að meirihluti leikmanna í Bestu deild karla hefur tekið þátt í veðmálum og margir fundið fyrir vanlíðan vegna þeirra. Við bregðumst nú við með fræðslu sem mun verða skylda fyrir alla leikmenn. Á dögunum birti Willum Þór Þórsson, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands grein til að vekja athygli á vaxandi veðmálavæðingu íþrótta. Hann lagði áherslu á að málefnið snerti okkur öll í íþróttahreyfingunni. Ég tek heilshugar undir það. Hjá Íslenskum toppfótbolta – sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna og standa að Bestu deild karla og kvenna – höfum við lengi lagt áherslu á að tryggja að deildirnar okkar séu „hreinar“ af veðmálasvindli og að þátttaka í veðmálum sé ábyrg. Ég vil því halda þessari mikilvægu umræðu áfram og segja frá því sem við höfum gert til að sporna við vandanum – og hvetja aðrar deildir og íþróttagreinar til að skoða eigin aðgerðir. Skemmtun eða skaði? Veðmál hafa fylgt íþróttum í áratugi. Fyrir marga eru þau skemmtun, en við verðum að horfast í augu við að afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar. Í mörgum löndum hefur veðmálavæðing leitt til þess að trúverðugleiki úrslita er í hættu – því miður eru dæmi um að leikmenn, dómarar og aðrir innan íþróttanna hafa tekið við mútum eða ábendingum um að hagræða úrslitum. Okkur sem höfum metnað og ástríðu fyrir íslenskum íþróttum er ljóst að við megum ekki láta þetta gerast hér. Rannsókn meðal leikmanna Knattspyrna er sú íþrótt sem mest er veðjað á, bæði á Íslandi og erlendis. Þess vegna ákváðum við hjá ÍTF að kanna stöðuna sérstaklega í Bestu deild karla. Niðurstöðurnar voru áhyggjuefni: 75% leikmanna telja að tíðni veðmála meðal leikmanna sé mikil eða mjög mikil. 58% hafa sjálfir veðjað á fótboltaleiki. 10% hafa fundið fyrir vanlíðan vegna þátttöku í veðmálum. Þetta sýnir svart á hvítu að við verðum að bregðast við – ekki seinna en strax. Sænska leiðin – aðlöguð að Íslandi Við leituðum fyrirmynda erlendis og fundum lausn í Svíþjóð. Þar hefur verið þróuð fræðsla fyrir leikmenn um hagræðingu úrslita og ábyrga þátttöku í veðmálum. Fræðslan er gagnvirk, krefst þess að spurningum sé svarað og tryggir þannig að leikmenn tileinki sér efnið. Þessi fræðsla hefur nú verið þýdd á íslensku og aðlöguð að reglugerðum hérlendis. Fræðslan skiptist í tvo hluta: Hagræðing úrslita – hvað það er, hvernig þetta gerist og hvers vegna það eyðileggur íþróttina. Ábyrg þátttaka í veðmálum – áhættan, einkenni spilafíknar og hvar hægt er að leita hjálpar. Allt efnið er aðgengilegt á netinu fyrir leikmenn, bæði í síma og tölvu, svo leikmenn geti farið í gegnum fræðsluna þegar þeim hentar. Við höfum þegar kynnt efnið fyrir liðunum og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Áætlunin til framtíðar er að gera eins og Svíar, að fræðslan verði skylda fyrir alla leikmenn sem vilja spila á efsta stigi í knattspyrnu á Íslandi. Þannig tryggjum við að allir sem stíga inn á völlinn hafi skýra mynd af áhættunni og ábyrgðinni. Hvatning til allra í íþróttahreyfingunni Við hjá Íslenskum toppfótbolta viljum standa vörð um trúverðugleika íþróttanna. Við viljum að fólk geti treyst því að úrslit ráðist á vellinum – ekki í símtali eða skilaboðum fyrir leik. Ég hvet því alla sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar til að taka þátt í þessari umræðu og skoða hvaða ráðstafanir þeir geta gert í sínum greinum. Þetta snýst ekki bara um knattspyrnu, þetta snýst um heiðarleika, heilbrigði og framtíð íþróttanna á Íslandi. Við verðum að spila rétt úr stöðunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (ÍTF).
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun