Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar 4. september 2025 07:02 Veðmál geta verið saklaus skemmtun – en þau geta líka eyðilagt trúverðugleika íþrótta og haft alvarleg áhrif á líf leikmanna. Ný könnun Íslensks toppfótbolta sýnir að meirihluti leikmanna í Bestu deild karla hefur tekið þátt í veðmálum og margir fundið fyrir vanlíðan vegna þeirra. Við bregðumst nú við með fræðslu sem mun verða skylda fyrir alla leikmenn. Á dögunum birti Willum Þór Þórsson, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands grein til að vekja athygli á vaxandi veðmálavæðingu íþrótta. Hann lagði áherslu á að málefnið snerti okkur öll í íþróttahreyfingunni. Ég tek heilshugar undir það. Hjá Íslenskum toppfótbolta – sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna og standa að Bestu deild karla og kvenna – höfum við lengi lagt áherslu á að tryggja að deildirnar okkar séu „hreinar“ af veðmálasvindli og að þátttaka í veðmálum sé ábyrg. Ég vil því halda þessari mikilvægu umræðu áfram og segja frá því sem við höfum gert til að sporna við vandanum – og hvetja aðrar deildir og íþróttagreinar til að skoða eigin aðgerðir. Skemmtun eða skaði? Veðmál hafa fylgt íþróttum í áratugi. Fyrir marga eru þau skemmtun, en við verðum að horfast í augu við að afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar. Í mörgum löndum hefur veðmálavæðing leitt til þess að trúverðugleiki úrslita er í hættu – því miður eru dæmi um að leikmenn, dómarar og aðrir innan íþróttanna hafa tekið við mútum eða ábendingum um að hagræða úrslitum. Okkur sem höfum metnað og ástríðu fyrir íslenskum íþróttum er ljóst að við megum ekki láta þetta gerast hér. Rannsókn meðal leikmanna Knattspyrna er sú íþrótt sem mest er veðjað á, bæði á Íslandi og erlendis. Þess vegna ákváðum við hjá ÍTF að kanna stöðuna sérstaklega í Bestu deild karla. Niðurstöðurnar voru áhyggjuefni: 75% leikmanna telja að tíðni veðmála meðal leikmanna sé mikil eða mjög mikil. 58% hafa sjálfir veðjað á fótboltaleiki. 10% hafa fundið fyrir vanlíðan vegna þátttöku í veðmálum. Þetta sýnir svart á hvítu að við verðum að bregðast við – ekki seinna en strax. Sænska leiðin – aðlöguð að Íslandi Við leituðum fyrirmynda erlendis og fundum lausn í Svíþjóð. Þar hefur verið þróuð fræðsla fyrir leikmenn um hagræðingu úrslita og ábyrga þátttöku í veðmálum. Fræðslan er gagnvirk, krefst þess að spurningum sé svarað og tryggir þannig að leikmenn tileinki sér efnið. Þessi fræðsla hefur nú verið þýdd á íslensku og aðlöguð að reglugerðum hérlendis. Fræðslan skiptist í tvo hluta: Hagræðing úrslita – hvað það er, hvernig þetta gerist og hvers vegna það eyðileggur íþróttina. Ábyrg þátttaka í veðmálum – áhættan, einkenni spilafíknar og hvar hægt er að leita hjálpar. Allt efnið er aðgengilegt á netinu fyrir leikmenn, bæði í síma og tölvu, svo leikmenn geti farið í gegnum fræðsluna þegar þeim hentar. Við höfum þegar kynnt efnið fyrir liðunum og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Áætlunin til framtíðar er að gera eins og Svíar, að fræðslan verði skylda fyrir alla leikmenn sem vilja spila á efsta stigi í knattspyrnu á Íslandi. Þannig tryggjum við að allir sem stíga inn á völlinn hafi skýra mynd af áhættunni og ábyrgðinni. Hvatning til allra í íþróttahreyfingunni Við hjá Íslenskum toppfótbolta viljum standa vörð um trúverðugleika íþróttanna. Við viljum að fólk geti treyst því að úrslit ráðist á vellinum – ekki í símtali eða skilaboðum fyrir leik. Ég hvet því alla sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar til að taka þátt í þessari umræðu og skoða hvaða ráðstafanir þeir geta gert í sínum greinum. Þetta snýst ekki bara um knattspyrnu, þetta snýst um heiðarleika, heilbrigði og framtíð íþróttanna á Íslandi. Við verðum að spila rétt úr stöðunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Veðmál geta verið saklaus skemmtun – en þau geta líka eyðilagt trúverðugleika íþrótta og haft alvarleg áhrif á líf leikmanna. Ný könnun Íslensks toppfótbolta sýnir að meirihluti leikmanna í Bestu deild karla hefur tekið þátt í veðmálum og margir fundið fyrir vanlíðan vegna þeirra. Við bregðumst nú við með fræðslu sem mun verða skylda fyrir alla leikmenn. Á dögunum birti Willum Þór Þórsson, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands grein til að vekja athygli á vaxandi veðmálavæðingu íþrótta. Hann lagði áherslu á að málefnið snerti okkur öll í íþróttahreyfingunni. Ég tek heilshugar undir það. Hjá Íslenskum toppfótbolta – sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna og standa að Bestu deild karla og kvenna – höfum við lengi lagt áherslu á að tryggja að deildirnar okkar séu „hreinar“ af veðmálasvindli og að þátttaka í veðmálum sé ábyrg. Ég vil því halda þessari mikilvægu umræðu áfram og segja frá því sem við höfum gert til að sporna við vandanum – og hvetja aðrar deildir og íþróttagreinar til að skoða eigin aðgerðir. Skemmtun eða skaði? Veðmál hafa fylgt íþróttum í áratugi. Fyrir marga eru þau skemmtun, en við verðum að horfast í augu við að afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar. Í mörgum löndum hefur veðmálavæðing leitt til þess að trúverðugleiki úrslita er í hættu – því miður eru dæmi um að leikmenn, dómarar og aðrir innan íþróttanna hafa tekið við mútum eða ábendingum um að hagræða úrslitum. Okkur sem höfum metnað og ástríðu fyrir íslenskum íþróttum er ljóst að við megum ekki láta þetta gerast hér. Rannsókn meðal leikmanna Knattspyrna er sú íþrótt sem mest er veðjað á, bæði á Íslandi og erlendis. Þess vegna ákváðum við hjá ÍTF að kanna stöðuna sérstaklega í Bestu deild karla. Niðurstöðurnar voru áhyggjuefni: 75% leikmanna telja að tíðni veðmála meðal leikmanna sé mikil eða mjög mikil. 58% hafa sjálfir veðjað á fótboltaleiki. 10% hafa fundið fyrir vanlíðan vegna þátttöku í veðmálum. Þetta sýnir svart á hvítu að við verðum að bregðast við – ekki seinna en strax. Sænska leiðin – aðlöguð að Íslandi Við leituðum fyrirmynda erlendis og fundum lausn í Svíþjóð. Þar hefur verið þróuð fræðsla fyrir leikmenn um hagræðingu úrslita og ábyrga þátttöku í veðmálum. Fræðslan er gagnvirk, krefst þess að spurningum sé svarað og tryggir þannig að leikmenn tileinki sér efnið. Þessi fræðsla hefur nú verið þýdd á íslensku og aðlöguð að reglugerðum hérlendis. Fræðslan skiptist í tvo hluta: Hagræðing úrslita – hvað það er, hvernig þetta gerist og hvers vegna það eyðileggur íþróttina. Ábyrg þátttaka í veðmálum – áhættan, einkenni spilafíknar og hvar hægt er að leita hjálpar. Allt efnið er aðgengilegt á netinu fyrir leikmenn, bæði í síma og tölvu, svo leikmenn geti farið í gegnum fræðsluna þegar þeim hentar. Við höfum þegar kynnt efnið fyrir liðunum og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Áætlunin til framtíðar er að gera eins og Svíar, að fræðslan verði skylda fyrir alla leikmenn sem vilja spila á efsta stigi í knattspyrnu á Íslandi. Þannig tryggjum við að allir sem stíga inn á völlinn hafi skýra mynd af áhættunni og ábyrgðinni. Hvatning til allra í íþróttahreyfingunni Við hjá Íslenskum toppfótbolta viljum standa vörð um trúverðugleika íþróttanna. Við viljum að fólk geti treyst því að úrslit ráðist á vellinum – ekki í símtali eða skilaboðum fyrir leik. Ég hvet því alla sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar til að taka þátt í þessari umræðu og skoða hvaða ráðstafanir þeir geta gert í sínum greinum. Þetta snýst ekki bara um knattspyrnu, þetta snýst um heiðarleika, heilbrigði og framtíð íþróttanna á Íslandi. Við verðum að spila rétt úr stöðunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (ÍTF).
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar