Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar 4. september 2025 07:02 Veðmál geta verið saklaus skemmtun – en þau geta líka eyðilagt trúverðugleika íþrótta og haft alvarleg áhrif á líf leikmanna. Ný könnun Íslensks toppfótbolta sýnir að meirihluti leikmanna í Bestu deild karla hefur tekið þátt í veðmálum og margir fundið fyrir vanlíðan vegna þeirra. Við bregðumst nú við með fræðslu sem mun verða skylda fyrir alla leikmenn. Á dögunum birti Willum Þór Þórsson, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands grein til að vekja athygli á vaxandi veðmálavæðingu íþrótta. Hann lagði áherslu á að málefnið snerti okkur öll í íþróttahreyfingunni. Ég tek heilshugar undir það. Hjá Íslenskum toppfótbolta – sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna og standa að Bestu deild karla og kvenna – höfum við lengi lagt áherslu á að tryggja að deildirnar okkar séu „hreinar“ af veðmálasvindli og að þátttaka í veðmálum sé ábyrg. Ég vil því halda þessari mikilvægu umræðu áfram og segja frá því sem við höfum gert til að sporna við vandanum – og hvetja aðrar deildir og íþróttagreinar til að skoða eigin aðgerðir. Skemmtun eða skaði? Veðmál hafa fylgt íþróttum í áratugi. Fyrir marga eru þau skemmtun, en við verðum að horfast í augu við að afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar. Í mörgum löndum hefur veðmálavæðing leitt til þess að trúverðugleiki úrslita er í hættu – því miður eru dæmi um að leikmenn, dómarar og aðrir innan íþróttanna hafa tekið við mútum eða ábendingum um að hagræða úrslitum. Okkur sem höfum metnað og ástríðu fyrir íslenskum íþróttum er ljóst að við megum ekki láta þetta gerast hér. Rannsókn meðal leikmanna Knattspyrna er sú íþrótt sem mest er veðjað á, bæði á Íslandi og erlendis. Þess vegna ákváðum við hjá ÍTF að kanna stöðuna sérstaklega í Bestu deild karla. Niðurstöðurnar voru áhyggjuefni: 75% leikmanna telja að tíðni veðmála meðal leikmanna sé mikil eða mjög mikil. 58% hafa sjálfir veðjað á fótboltaleiki. 10% hafa fundið fyrir vanlíðan vegna þátttöku í veðmálum. Þetta sýnir svart á hvítu að við verðum að bregðast við – ekki seinna en strax. Sænska leiðin – aðlöguð að Íslandi Við leituðum fyrirmynda erlendis og fundum lausn í Svíþjóð. Þar hefur verið þróuð fræðsla fyrir leikmenn um hagræðingu úrslita og ábyrga þátttöku í veðmálum. Fræðslan er gagnvirk, krefst þess að spurningum sé svarað og tryggir þannig að leikmenn tileinki sér efnið. Þessi fræðsla hefur nú verið þýdd á íslensku og aðlöguð að reglugerðum hérlendis. Fræðslan skiptist í tvo hluta: Hagræðing úrslita – hvað það er, hvernig þetta gerist og hvers vegna það eyðileggur íþróttina. Ábyrg þátttaka í veðmálum – áhættan, einkenni spilafíknar og hvar hægt er að leita hjálpar. Allt efnið er aðgengilegt á netinu fyrir leikmenn, bæði í síma og tölvu, svo leikmenn geti farið í gegnum fræðsluna þegar þeim hentar. Við höfum þegar kynnt efnið fyrir liðunum og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Áætlunin til framtíðar er að gera eins og Svíar, að fræðslan verði skylda fyrir alla leikmenn sem vilja spila á efsta stigi í knattspyrnu á Íslandi. Þannig tryggjum við að allir sem stíga inn á völlinn hafi skýra mynd af áhættunni og ábyrgðinni. Hvatning til allra í íþróttahreyfingunni Við hjá Íslenskum toppfótbolta viljum standa vörð um trúverðugleika íþróttanna. Við viljum að fólk geti treyst því að úrslit ráðist á vellinum – ekki í símtali eða skilaboðum fyrir leik. Ég hvet því alla sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar til að taka þátt í þessari umræðu og skoða hvaða ráðstafanir þeir geta gert í sínum greinum. Þetta snýst ekki bara um knattspyrnu, þetta snýst um heiðarleika, heilbrigði og framtíð íþróttanna á Íslandi. Við verðum að spila rétt úr stöðunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Veðmál geta verið saklaus skemmtun – en þau geta líka eyðilagt trúverðugleika íþrótta og haft alvarleg áhrif á líf leikmanna. Ný könnun Íslensks toppfótbolta sýnir að meirihluti leikmanna í Bestu deild karla hefur tekið þátt í veðmálum og margir fundið fyrir vanlíðan vegna þeirra. Við bregðumst nú við með fræðslu sem mun verða skylda fyrir alla leikmenn. Á dögunum birti Willum Þór Þórsson, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands grein til að vekja athygli á vaxandi veðmálavæðingu íþrótta. Hann lagði áherslu á að málefnið snerti okkur öll í íþróttahreyfingunni. Ég tek heilshugar undir það. Hjá Íslenskum toppfótbolta – sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna og standa að Bestu deild karla og kvenna – höfum við lengi lagt áherslu á að tryggja að deildirnar okkar séu „hreinar“ af veðmálasvindli og að þátttaka í veðmálum sé ábyrg. Ég vil því halda þessari mikilvægu umræðu áfram og segja frá því sem við höfum gert til að sporna við vandanum – og hvetja aðrar deildir og íþróttagreinar til að skoða eigin aðgerðir. Skemmtun eða skaði? Veðmál hafa fylgt íþróttum í áratugi. Fyrir marga eru þau skemmtun, en við verðum að horfast í augu við að afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar. Í mörgum löndum hefur veðmálavæðing leitt til þess að trúverðugleiki úrslita er í hættu – því miður eru dæmi um að leikmenn, dómarar og aðrir innan íþróttanna hafa tekið við mútum eða ábendingum um að hagræða úrslitum. Okkur sem höfum metnað og ástríðu fyrir íslenskum íþróttum er ljóst að við megum ekki láta þetta gerast hér. Rannsókn meðal leikmanna Knattspyrna er sú íþrótt sem mest er veðjað á, bæði á Íslandi og erlendis. Þess vegna ákváðum við hjá ÍTF að kanna stöðuna sérstaklega í Bestu deild karla. Niðurstöðurnar voru áhyggjuefni: 75% leikmanna telja að tíðni veðmála meðal leikmanna sé mikil eða mjög mikil. 58% hafa sjálfir veðjað á fótboltaleiki. 10% hafa fundið fyrir vanlíðan vegna þátttöku í veðmálum. Þetta sýnir svart á hvítu að við verðum að bregðast við – ekki seinna en strax. Sænska leiðin – aðlöguð að Íslandi Við leituðum fyrirmynda erlendis og fundum lausn í Svíþjóð. Þar hefur verið þróuð fræðsla fyrir leikmenn um hagræðingu úrslita og ábyrga þátttöku í veðmálum. Fræðslan er gagnvirk, krefst þess að spurningum sé svarað og tryggir þannig að leikmenn tileinki sér efnið. Þessi fræðsla hefur nú verið þýdd á íslensku og aðlöguð að reglugerðum hérlendis. Fræðslan skiptist í tvo hluta: Hagræðing úrslita – hvað það er, hvernig þetta gerist og hvers vegna það eyðileggur íþróttina. Ábyrg þátttaka í veðmálum – áhættan, einkenni spilafíknar og hvar hægt er að leita hjálpar. Allt efnið er aðgengilegt á netinu fyrir leikmenn, bæði í síma og tölvu, svo leikmenn geti farið í gegnum fræðsluna þegar þeim hentar. Við höfum þegar kynnt efnið fyrir liðunum og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Áætlunin til framtíðar er að gera eins og Svíar, að fræðslan verði skylda fyrir alla leikmenn sem vilja spila á efsta stigi í knattspyrnu á Íslandi. Þannig tryggjum við að allir sem stíga inn á völlinn hafi skýra mynd af áhættunni og ábyrgðinni. Hvatning til allra í íþróttahreyfingunni Við hjá Íslenskum toppfótbolta viljum standa vörð um trúverðugleika íþróttanna. Við viljum að fólk geti treyst því að úrslit ráðist á vellinum – ekki í símtali eða skilaboðum fyrir leik. Ég hvet því alla sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar til að taka þátt í þessari umræðu og skoða hvaða ráðstafanir þeir geta gert í sínum greinum. Þetta snýst ekki bara um knattspyrnu, þetta snýst um heiðarleika, heilbrigði og framtíð íþróttanna á Íslandi. Við verðum að spila rétt úr stöðunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (ÍTF).
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun