Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar 4. september 2025 11:01 Forsenda grósku í kvikmyndaiðnaði Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022. Nánast vikulega birtast fréttir um íslenskar kvikmyndir sem vinna til alþjóðlegra verðlauna. Á sama tíma og alþjóðleg stórverkefni á borð við True Detective: Night Country, Succession og Ódiseifskviða Christopher Nolan hafa verið tekin upp hér á landi. Íslenskt landslag, menning og fagfólk eru aðdráttarafl fyrir heiminn allan. Fólkið sem vinnur verkin Fjöldi starfa í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum hefur stóraukist á undanförnum árum. Á árunum 2019 til 2022 fjölgaði starfsfólki í greininni úr 530 í 769 og hefur heildarumfang greinarinnar tvöfaldast frá aldamótum. Meðaltekjur í greininni eru umtalsvert hærri en í öðrum atvinnugreinum, og störfin bjóða upp á skapandi umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika. En hvaðan kemur fólkið sem vinnur þessi störf? Kvikmyndaskóli Íslands hefur frá stofnun útskrifað yfir 600 manns. Samhliða starfsemi KÍ hafa Rafmennt og Stúdíó Sýrland rekið nám í kvikmyndatækni, þar sem árlega eru útskrifaðir 15 nemendur. Kvikmyndatækninámið og Kvikmyndaskólinn hafa nú sameinast í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum. Stór hluti útskriftarnemenda beggja skólastarfar nú við fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð, hér heima og erlendis. Meðal þeirra eru leikstjórar á borð við Valdimar Jóhannsson (Dýrið), Gunnar Björn Guðmundsson (Astrópía og Gauragangur) og Snævar Sölvi Sölvason (Ljósvíkingar). Þá hafa margir útskrifaðir nemendur hlotið Edduverðlaun fyrir störf sín í handritagerð, klippingu, kvikmyndatöku og framleiðslu. Skólinn er uppeldisstöð kvikmyndagerðarmanna sem leggja sitt af mörkum til ört vaxandi atvinnugreinar. Án fagfólksins úr Kvikmyndaskólanum, væri kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn talsvert minni og fátæklegri. Markviss endurbygging skólans Gjaldþrot Kvikmyndaskólans í vetur var mikið högg fyrir nemendur og starfsfólk skólans, en ekki síður fyrir íslenska kvikmyndagerð. Við hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi stigum inn í þá atburðarás; keytpum allar eignir þrotabúsins og héldum kennslu órofinni á vorönn. Í vor útskrifuðum við 21 nemanda úr skólanum og allflestir nemendur fyrsta árs halda námi sínu áfram á haustönn 2025. Við sögðum þá: „Stjórn Rafmenntar lítur á þetta sem tækifæri til að efla kvikmyndanám á Íslandi”. Síðan höfum við markvisst styrkt umgjörð námsins og gert skólann fjárhagslega sjálfbæran: Undirritaður var nýr samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir stuðning ríkisins við námið. Samningurinn byggir á sameiginlegri sýn Rafmenntar og ráðuneytis um að námið fari fram á 4. hæfnistigi framhaldsskóla. Menntasjóður námsmanna hefur staðfest lánshæfi námsins, sem tryggir nemendum möguleika á fjármögnun á skólagjöldum og uppihaldi. Skólagjöld hafa verið lækkuð um nánast helming til að gera námið aðgengilegra og stuðla að fjölbreyttari nemendahópi. Í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum hefur verið útbúin fullkomin aðstaða fyrir námið; fullbúin myndver, klippisvítur, bíósalur, hljóðvinnslu- og kennslurými sem standast samanburð við það sem best gerist í kvikmyndaskólum heimsins. Ráðnir hafa verið nýir stjórnendur fagsviða. Þorsteinn Bachmann, Þórunn Clausen, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney – allt þrautreynt fagfólk og kennarar. Þá hafa nemendur aðgang að ríkulegum tækjakosti, sem er sá sami og notaður er í framleiðslu auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Kennsla hefst 8. september Kennsla hefst mánudaginn 8. september. Enn eru örfá sæti laus fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð og gerast hluti af lifandi og öflugu skólasamfélagi. Höfundur er skólameistari Rafmenntar og Kvikmyndaskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Forsenda grósku í kvikmyndaiðnaði Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022. Nánast vikulega birtast fréttir um íslenskar kvikmyndir sem vinna til alþjóðlegra verðlauna. Á sama tíma og alþjóðleg stórverkefni á borð við True Detective: Night Country, Succession og Ódiseifskviða Christopher Nolan hafa verið tekin upp hér á landi. Íslenskt landslag, menning og fagfólk eru aðdráttarafl fyrir heiminn allan. Fólkið sem vinnur verkin Fjöldi starfa í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum hefur stóraukist á undanförnum árum. Á árunum 2019 til 2022 fjölgaði starfsfólki í greininni úr 530 í 769 og hefur heildarumfang greinarinnar tvöfaldast frá aldamótum. Meðaltekjur í greininni eru umtalsvert hærri en í öðrum atvinnugreinum, og störfin bjóða upp á skapandi umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika. En hvaðan kemur fólkið sem vinnur þessi störf? Kvikmyndaskóli Íslands hefur frá stofnun útskrifað yfir 600 manns. Samhliða starfsemi KÍ hafa Rafmennt og Stúdíó Sýrland rekið nám í kvikmyndatækni, þar sem árlega eru útskrifaðir 15 nemendur. Kvikmyndatækninámið og Kvikmyndaskólinn hafa nú sameinast í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum. Stór hluti útskriftarnemenda beggja skólastarfar nú við fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð, hér heima og erlendis. Meðal þeirra eru leikstjórar á borð við Valdimar Jóhannsson (Dýrið), Gunnar Björn Guðmundsson (Astrópía og Gauragangur) og Snævar Sölvi Sölvason (Ljósvíkingar). Þá hafa margir útskrifaðir nemendur hlotið Edduverðlaun fyrir störf sín í handritagerð, klippingu, kvikmyndatöku og framleiðslu. Skólinn er uppeldisstöð kvikmyndagerðarmanna sem leggja sitt af mörkum til ört vaxandi atvinnugreinar. Án fagfólksins úr Kvikmyndaskólanum, væri kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn talsvert minni og fátæklegri. Markviss endurbygging skólans Gjaldþrot Kvikmyndaskólans í vetur var mikið högg fyrir nemendur og starfsfólk skólans, en ekki síður fyrir íslenska kvikmyndagerð. Við hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi stigum inn í þá atburðarás; keytpum allar eignir þrotabúsins og héldum kennslu órofinni á vorönn. Í vor útskrifuðum við 21 nemanda úr skólanum og allflestir nemendur fyrsta árs halda námi sínu áfram á haustönn 2025. Við sögðum þá: „Stjórn Rafmenntar lítur á þetta sem tækifæri til að efla kvikmyndanám á Íslandi”. Síðan höfum við markvisst styrkt umgjörð námsins og gert skólann fjárhagslega sjálfbæran: Undirritaður var nýr samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir stuðning ríkisins við námið. Samningurinn byggir á sameiginlegri sýn Rafmenntar og ráðuneytis um að námið fari fram á 4. hæfnistigi framhaldsskóla. Menntasjóður námsmanna hefur staðfest lánshæfi námsins, sem tryggir nemendum möguleika á fjármögnun á skólagjöldum og uppihaldi. Skólagjöld hafa verið lækkuð um nánast helming til að gera námið aðgengilegra og stuðla að fjölbreyttari nemendahópi. Í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum hefur verið útbúin fullkomin aðstaða fyrir námið; fullbúin myndver, klippisvítur, bíósalur, hljóðvinnslu- og kennslurými sem standast samanburð við það sem best gerist í kvikmyndaskólum heimsins. Ráðnir hafa verið nýir stjórnendur fagsviða. Þorsteinn Bachmann, Þórunn Clausen, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney – allt þrautreynt fagfólk og kennarar. Þá hafa nemendur aðgang að ríkulegum tækjakosti, sem er sá sami og notaður er í framleiðslu auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Kennsla hefst 8. september Kennsla hefst mánudaginn 8. september. Enn eru örfá sæti laus fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð og gerast hluti af lifandi og öflugu skólasamfélagi. Höfundur er skólameistari Rafmenntar og Kvikmyndaskóla Íslands.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun