Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2025 13:57 Lex Luthor og Superman hafa eldað grátt silfur í gegnum tíðina. Leikstjórinn James Gunn tilkynnti næstu kvikmynd um Ofurmennið með teikningu af ofurhetjunni og erkióvini hans, Lex Luthor. Myndin ber, enn sem komið er, titilinn „Man of Tomorrow“ og kemur í bíó 9. júlí 2027. Gunn, sem er bæði forstjóri kvikmyndaframleiðsufyrirtækisins DC Studios og leikstjóri nýjustu myndarinnar um Ofurmennið sem kom út í sumar, greindi frá fréttunum af næstu mynd í „sögu Ofurmennisins“ með færslu á Instagram í gær. Lex í vélgalla sínum og Clark með skrúfjárnið. Þar mátti sjá teikningu eftir teiknarann Jim Lee af Ofurmenninu Clark Kent haldandi á skrúfjárni og hallandi sér upp að Lex Luthor í grænum og fjólubláum vélmennagalla. Slíkur búningur er sígildur í teiknimyndasögunum um hetjuna en hefur ekki sést í leiknum útgáfum illmennisins. Gunn hefur verið að ýja að tilkynningunni síðustu vikur og sagði meðal annars að næsta mynd sín yrði ekki beint framhald af Ofurmenninu (2025) en myndi innihalda persónur úr myndinni. Gunn greindi frá því í síðasta mánuði að hann væri búinn að skrifa sögulýsingu (e. treatment) fyrir myndina og að framleiðsla fyrir hana myndi hefjast von bráðar. Síðasta mynd um Ofurmennið var fyrsta í nýjum kvikmyndaheimi DC, fékk ágætisdóma og halaði inn rúmlega 600 milljónum dala í bíóhúsum um allan heim. Gagnrýnandi Vísis var ánægður með margt við myndina en fannst þó vanta dálítið upp á. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað Man of Tomorrow mun fjalla um en árið 2020 kom út teiknimyndin Superman: Man of Tomorrow sem fjallaði um átök hetjunnar við illmennið Parasite og hausaveiðarann Lobo. Jason Momoa mun einmitt leika þann síðarnefnda í leiknu myndinni Supergirl sem kemur út næsta sumar og er með Milly Alcock í aðalhluverki. Næsta DC-mynd þar á eftir verður líkamshrollvekjan Clayface sem kemur út 11. september 2026 og fjallar um leikara sem afmyndast við notkun á dularfullri húðvöru. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Gunn, sem er bæði forstjóri kvikmyndaframleiðsufyrirtækisins DC Studios og leikstjóri nýjustu myndarinnar um Ofurmennið sem kom út í sumar, greindi frá fréttunum af næstu mynd í „sögu Ofurmennisins“ með færslu á Instagram í gær. Lex í vélgalla sínum og Clark með skrúfjárnið. Þar mátti sjá teikningu eftir teiknarann Jim Lee af Ofurmenninu Clark Kent haldandi á skrúfjárni og hallandi sér upp að Lex Luthor í grænum og fjólubláum vélmennagalla. Slíkur búningur er sígildur í teiknimyndasögunum um hetjuna en hefur ekki sést í leiknum útgáfum illmennisins. Gunn hefur verið að ýja að tilkynningunni síðustu vikur og sagði meðal annars að næsta mynd sín yrði ekki beint framhald af Ofurmenninu (2025) en myndi innihalda persónur úr myndinni. Gunn greindi frá því í síðasta mánuði að hann væri búinn að skrifa sögulýsingu (e. treatment) fyrir myndina og að framleiðsla fyrir hana myndi hefjast von bráðar. Síðasta mynd um Ofurmennið var fyrsta í nýjum kvikmyndaheimi DC, fékk ágætisdóma og halaði inn rúmlega 600 milljónum dala í bíóhúsum um allan heim. Gagnrýnandi Vísis var ánægður með margt við myndina en fannst þó vanta dálítið upp á. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað Man of Tomorrow mun fjalla um en árið 2020 kom út teiknimyndin Superman: Man of Tomorrow sem fjallaði um átök hetjunnar við illmennið Parasite og hausaveiðarann Lobo. Jason Momoa mun einmitt leika þann síðarnefnda í leiknu myndinni Supergirl sem kemur út næsta sumar og er með Milly Alcock í aðalhluverki. Næsta DC-mynd þar á eftir verður líkamshrollvekjan Clayface sem kemur út 11. september 2026 og fjallar um leikara sem afmyndast við notkun á dularfullri húðvöru.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira