Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar 4. september 2025 15:29 Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um ákveðinn minnihlutahóp. minn minnihlutahóp. Ég er sár og svekktur að við skulum ennþá vera á þessum stað. Ég hef tekið eftir því að fólk skrifar í reiði frá báðum áttum með alskonar skoðanir. Það er bara þannig að það gengur ekki. Þegar fólk talar saman í reiði og hroka, þá meðtekur maður ekki þær upplýsingar sem hinn einstaklingurinn vil deila. Þess vegna vil ég benda á að ALLIR, skulu bera virðingu fyrir skoðunum annara og taki tillits til fólks. Skoðanir eru alskonar. Ég er búinn að lesa mikið af kommentakerfum og miðlum og heyra endalausar skoðanir en hef tekið eftir því að í þeim flestum er fólk reitt, með hroka og jafnvel dónalegt. Meirasegja hinseginfólk sjálft. Ég sem trans strákur skil hundrað prósent þessa reiði og ég er afskaplega þakklátur fyrir allan stuðningin frá þeim sem hafa staðið upp fyrir mínu litla samfélagi. Hinsvegar vil ég biðja ykkur öll bæði sem eru að stiðja okkur og þeir sem ekki, að tala fallega og rólega. Það er óþarfi að kasta á milli ljótum orðum og það hjálpar ekki neinum. Sérstaklega ef við hinsegin fólk erum að tala með hroka og nota ljót orð, þá gæti það verið notað gegn okkur og fólk sem styður okkur ekki gæti málað okkur sem dóna. Snorri másson deildi sínum skoðunum. Ég er skil hvert hann er að fara að hlutatil, þetta með að maður sé talinn hómófóbískur fyrir að spurja spurninga eða nota óvart vitlaust fornafn. Ég er sammála að því að svo lengi sem fólk spyr fallega og út frá forvitni og fræðslu, ætti maður ekki að vera móðgaður. Við hinseginfólk eigum ekki að vera móðguð eða saka einstaklinginn um fordóma þegar fólk er að spurja upp á skilning. Sumir hinsegin einstaklingar taka því illa og svara síðan með hroka en það í rauninni eiðileggur svolítið okkar orðspor. Hinsvegar ef þetta eru beinar ljótar , fordómafullar og móðgandi spurningar, þá er í lagi að segja að þessi spurning hafi sárnað, en passa samt upp á orðanotkun og framkomu. Annars er ég alls ekki sammála að honum Snorra og finnst hann vera að bulla upp í loftið. AUÐVITAÐ má fólk hafa sínar skoðanir á hlutunum, hinsvegar er tilvera hóps í samfélagi ekki skoðun heldur staðreynd. Mín tilvera sem trans strákur er ekki „hugmyndafræði“ heldur staðreynd. Ég er strákur og hef alltaf verið. Mér var úthlutað kyneinkenni stelpu við fæðingu, ólst upp sem stelpa en áttaði mig á því að það var bara ekki ég. Ég var 12 ára þegar ég komst að þessu. Að búa í samfélagi með svona miklu hatri er erfitt og þá sérstaklega í þessari stöðu. Ég og mínir jafnaldrar fengum litla sem enga fræðslu um að vera trans í grunnskóla sem leiddi til þess að enginn skildi neitt og var því með fordóma gagnvart mér og öðrum sem eru eins og ég. Hinsegin fræðsla,kynfræðsla og jafnvel kynjafræði er einhvað sem þarf að vera kennt í grunnskólum. Það er engin spurning. Að kenna börnum ungum og útskýra fyrir þeim að fólk er allskonar, minnkar líkur á fordómum og hatri eftir því sem þau eldast. Í vor fór ég í viðtal við vísi og ísland í dag og deildi minni reynslu sem trans strákur á unglingsárum. Ég hef fengið alskonar móttökur við því bæði stuðning og hatur en sem betur fer meira jákvætt en neikvætt. Ég hef líka heyrt að ég hef náð að pota í öxlina á fólki sem hafði ekki skilning á þessum málum og geta loksins skilið hvernig ég upplifi sjálfann mig og heiminn. Þar sjáum við að með því að tala rólega og útskýra er lykillinn af skylningi. Fordómar koma frá fáfræði og það er staðreynd. Minn helsti punktur hér er að við þurfum öll að bera virðingu fyrir öllum. Ekki skjóta neinar skoðanir niður með dónaskap eða ráðast á einstaklinginn. Plís. Ég held að allir hefðu smá gott af því að setjast niður með kaffibolla og smákökur og ræða málin rólega. Það er allt í lagi að hafa öðruvísi skoðanir. Mér er allveg sama ef þér líkar ekki við mig útaf minni kynvitund og kyntjáningu svo lengi sem þú ert ekki að hrauna þeirri skoðun yfir mig og aðra. Ef þín skoðun er að ég muni aldrei verða „alvöru strákur“ þá bara ókei en ég vil ekki fá að heyra það því að þú hefur rangt fyrir þér. Komdu þá allavega með góð rök. Svo lengi sem mitt fólk er virt og notuð séu rétt fornöfn á þau, er mér alveg sama hvað er í gangi í kollinum þínum. Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá ekki segja neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um ákveðinn minnihlutahóp. minn minnihlutahóp. Ég er sár og svekktur að við skulum ennþá vera á þessum stað. Ég hef tekið eftir því að fólk skrifar í reiði frá báðum áttum með alskonar skoðanir. Það er bara þannig að það gengur ekki. Þegar fólk talar saman í reiði og hroka, þá meðtekur maður ekki þær upplýsingar sem hinn einstaklingurinn vil deila. Þess vegna vil ég benda á að ALLIR, skulu bera virðingu fyrir skoðunum annara og taki tillits til fólks. Skoðanir eru alskonar. Ég er búinn að lesa mikið af kommentakerfum og miðlum og heyra endalausar skoðanir en hef tekið eftir því að í þeim flestum er fólk reitt, með hroka og jafnvel dónalegt. Meirasegja hinseginfólk sjálft. Ég sem trans strákur skil hundrað prósent þessa reiði og ég er afskaplega þakklátur fyrir allan stuðningin frá þeim sem hafa staðið upp fyrir mínu litla samfélagi. Hinsvegar vil ég biðja ykkur öll bæði sem eru að stiðja okkur og þeir sem ekki, að tala fallega og rólega. Það er óþarfi að kasta á milli ljótum orðum og það hjálpar ekki neinum. Sérstaklega ef við hinsegin fólk erum að tala með hroka og nota ljót orð, þá gæti það verið notað gegn okkur og fólk sem styður okkur ekki gæti málað okkur sem dóna. Snorri másson deildi sínum skoðunum. Ég er skil hvert hann er að fara að hlutatil, þetta með að maður sé talinn hómófóbískur fyrir að spurja spurninga eða nota óvart vitlaust fornafn. Ég er sammála að því að svo lengi sem fólk spyr fallega og út frá forvitni og fræðslu, ætti maður ekki að vera móðgaður. Við hinseginfólk eigum ekki að vera móðguð eða saka einstaklinginn um fordóma þegar fólk er að spurja upp á skilning. Sumir hinsegin einstaklingar taka því illa og svara síðan með hroka en það í rauninni eiðileggur svolítið okkar orðspor. Hinsvegar ef þetta eru beinar ljótar , fordómafullar og móðgandi spurningar, þá er í lagi að segja að þessi spurning hafi sárnað, en passa samt upp á orðanotkun og framkomu. Annars er ég alls ekki sammála að honum Snorra og finnst hann vera að bulla upp í loftið. AUÐVITAÐ má fólk hafa sínar skoðanir á hlutunum, hinsvegar er tilvera hóps í samfélagi ekki skoðun heldur staðreynd. Mín tilvera sem trans strákur er ekki „hugmyndafræði“ heldur staðreynd. Ég er strákur og hef alltaf verið. Mér var úthlutað kyneinkenni stelpu við fæðingu, ólst upp sem stelpa en áttaði mig á því að það var bara ekki ég. Ég var 12 ára þegar ég komst að þessu. Að búa í samfélagi með svona miklu hatri er erfitt og þá sérstaklega í þessari stöðu. Ég og mínir jafnaldrar fengum litla sem enga fræðslu um að vera trans í grunnskóla sem leiddi til þess að enginn skildi neitt og var því með fordóma gagnvart mér og öðrum sem eru eins og ég. Hinsegin fræðsla,kynfræðsla og jafnvel kynjafræði er einhvað sem þarf að vera kennt í grunnskólum. Það er engin spurning. Að kenna börnum ungum og útskýra fyrir þeim að fólk er allskonar, minnkar líkur á fordómum og hatri eftir því sem þau eldast. Í vor fór ég í viðtal við vísi og ísland í dag og deildi minni reynslu sem trans strákur á unglingsárum. Ég hef fengið alskonar móttökur við því bæði stuðning og hatur en sem betur fer meira jákvætt en neikvætt. Ég hef líka heyrt að ég hef náð að pota í öxlina á fólki sem hafði ekki skilning á þessum málum og geta loksins skilið hvernig ég upplifi sjálfann mig og heiminn. Þar sjáum við að með því að tala rólega og útskýra er lykillinn af skylningi. Fordómar koma frá fáfræði og það er staðreynd. Minn helsti punktur hér er að við þurfum öll að bera virðingu fyrir öllum. Ekki skjóta neinar skoðanir niður með dónaskap eða ráðast á einstaklinginn. Plís. Ég held að allir hefðu smá gott af því að setjast niður með kaffibolla og smákökur og ræða málin rólega. Það er allt í lagi að hafa öðruvísi skoðanir. Mér er allveg sama ef þér líkar ekki við mig útaf minni kynvitund og kyntjáningu svo lengi sem þú ert ekki að hrauna þeirri skoðun yfir mig og aðra. Ef þín skoðun er að ég muni aldrei verða „alvöru strákur“ þá bara ókei en ég vil ekki fá að heyra það því að þú hefur rangt fyrir þér. Komdu þá allavega með góð rök. Svo lengi sem mitt fólk er virt og notuð séu rétt fornöfn á þau, er mér alveg sama hvað er í gangi í kollinum þínum. Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá ekki segja neitt.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun