Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar 4. september 2025 15:29 Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um ákveðinn minnihlutahóp. minn minnihlutahóp. Ég er sár og svekktur að við skulum ennþá vera á þessum stað. Ég hef tekið eftir því að fólk skrifar í reiði frá báðum áttum með alskonar skoðanir. Það er bara þannig að það gengur ekki. Þegar fólk talar saman í reiði og hroka, þá meðtekur maður ekki þær upplýsingar sem hinn einstaklingurinn vil deila. Þess vegna vil ég benda á að ALLIR, skulu bera virðingu fyrir skoðunum annara og taki tillits til fólks. Skoðanir eru alskonar. Ég er búinn að lesa mikið af kommentakerfum og miðlum og heyra endalausar skoðanir en hef tekið eftir því að í þeim flestum er fólk reitt, með hroka og jafnvel dónalegt. Meirasegja hinseginfólk sjálft. Ég sem trans strákur skil hundrað prósent þessa reiði og ég er afskaplega þakklátur fyrir allan stuðningin frá þeim sem hafa staðið upp fyrir mínu litla samfélagi. Hinsvegar vil ég biðja ykkur öll bæði sem eru að stiðja okkur og þeir sem ekki, að tala fallega og rólega. Það er óþarfi að kasta á milli ljótum orðum og það hjálpar ekki neinum. Sérstaklega ef við hinsegin fólk erum að tala með hroka og nota ljót orð, þá gæti það verið notað gegn okkur og fólk sem styður okkur ekki gæti málað okkur sem dóna. Snorri másson deildi sínum skoðunum. Ég er skil hvert hann er að fara að hlutatil, þetta með að maður sé talinn hómófóbískur fyrir að spurja spurninga eða nota óvart vitlaust fornafn. Ég er sammála að því að svo lengi sem fólk spyr fallega og út frá forvitni og fræðslu, ætti maður ekki að vera móðgaður. Við hinseginfólk eigum ekki að vera móðguð eða saka einstaklinginn um fordóma þegar fólk er að spurja upp á skilning. Sumir hinsegin einstaklingar taka því illa og svara síðan með hroka en það í rauninni eiðileggur svolítið okkar orðspor. Hinsvegar ef þetta eru beinar ljótar , fordómafullar og móðgandi spurningar, þá er í lagi að segja að þessi spurning hafi sárnað, en passa samt upp á orðanotkun og framkomu. Annars er ég alls ekki sammála að honum Snorra og finnst hann vera að bulla upp í loftið. AUÐVITAÐ má fólk hafa sínar skoðanir á hlutunum, hinsvegar er tilvera hóps í samfélagi ekki skoðun heldur staðreynd. Mín tilvera sem trans strákur er ekki „hugmyndafræði“ heldur staðreynd. Ég er strákur og hef alltaf verið. Mér var úthlutað kyneinkenni stelpu við fæðingu, ólst upp sem stelpa en áttaði mig á því að það var bara ekki ég. Ég var 12 ára þegar ég komst að þessu. Að búa í samfélagi með svona miklu hatri er erfitt og þá sérstaklega í þessari stöðu. Ég og mínir jafnaldrar fengum litla sem enga fræðslu um að vera trans í grunnskóla sem leiddi til þess að enginn skildi neitt og var því með fordóma gagnvart mér og öðrum sem eru eins og ég. Hinsegin fræðsla,kynfræðsla og jafnvel kynjafræði er einhvað sem þarf að vera kennt í grunnskólum. Það er engin spurning. Að kenna börnum ungum og útskýra fyrir þeim að fólk er allskonar, minnkar líkur á fordómum og hatri eftir því sem þau eldast. Í vor fór ég í viðtal við vísi og ísland í dag og deildi minni reynslu sem trans strákur á unglingsárum. Ég hef fengið alskonar móttökur við því bæði stuðning og hatur en sem betur fer meira jákvætt en neikvætt. Ég hef líka heyrt að ég hef náð að pota í öxlina á fólki sem hafði ekki skilning á þessum málum og geta loksins skilið hvernig ég upplifi sjálfann mig og heiminn. Þar sjáum við að með því að tala rólega og útskýra er lykillinn af skylningi. Fordómar koma frá fáfræði og það er staðreynd. Minn helsti punktur hér er að við þurfum öll að bera virðingu fyrir öllum. Ekki skjóta neinar skoðanir niður með dónaskap eða ráðast á einstaklinginn. Plís. Ég held að allir hefðu smá gott af því að setjast niður með kaffibolla og smákökur og ræða málin rólega. Það er allt í lagi að hafa öðruvísi skoðanir. Mér er allveg sama ef þér líkar ekki við mig útaf minni kynvitund og kyntjáningu svo lengi sem þú ert ekki að hrauna þeirri skoðun yfir mig og aðra. Ef þín skoðun er að ég muni aldrei verða „alvöru strákur“ þá bara ókei en ég vil ekki fá að heyra það því að þú hefur rangt fyrir þér. Komdu þá allavega með góð rök. Svo lengi sem mitt fólk er virt og notuð séu rétt fornöfn á þau, er mér alveg sama hvað er í gangi í kollinum þínum. Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá ekki segja neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um ákveðinn minnihlutahóp. minn minnihlutahóp. Ég er sár og svekktur að við skulum ennþá vera á þessum stað. Ég hef tekið eftir því að fólk skrifar í reiði frá báðum áttum með alskonar skoðanir. Það er bara þannig að það gengur ekki. Þegar fólk talar saman í reiði og hroka, þá meðtekur maður ekki þær upplýsingar sem hinn einstaklingurinn vil deila. Þess vegna vil ég benda á að ALLIR, skulu bera virðingu fyrir skoðunum annara og taki tillits til fólks. Skoðanir eru alskonar. Ég er búinn að lesa mikið af kommentakerfum og miðlum og heyra endalausar skoðanir en hef tekið eftir því að í þeim flestum er fólk reitt, með hroka og jafnvel dónalegt. Meirasegja hinseginfólk sjálft. Ég sem trans strákur skil hundrað prósent þessa reiði og ég er afskaplega þakklátur fyrir allan stuðningin frá þeim sem hafa staðið upp fyrir mínu litla samfélagi. Hinsvegar vil ég biðja ykkur öll bæði sem eru að stiðja okkur og þeir sem ekki, að tala fallega og rólega. Það er óþarfi að kasta á milli ljótum orðum og það hjálpar ekki neinum. Sérstaklega ef við hinsegin fólk erum að tala með hroka og nota ljót orð, þá gæti það verið notað gegn okkur og fólk sem styður okkur ekki gæti málað okkur sem dóna. Snorri másson deildi sínum skoðunum. Ég er skil hvert hann er að fara að hlutatil, þetta með að maður sé talinn hómófóbískur fyrir að spurja spurninga eða nota óvart vitlaust fornafn. Ég er sammála að því að svo lengi sem fólk spyr fallega og út frá forvitni og fræðslu, ætti maður ekki að vera móðgaður. Við hinseginfólk eigum ekki að vera móðguð eða saka einstaklinginn um fordóma þegar fólk er að spurja upp á skilning. Sumir hinsegin einstaklingar taka því illa og svara síðan með hroka en það í rauninni eiðileggur svolítið okkar orðspor. Hinsvegar ef þetta eru beinar ljótar , fordómafullar og móðgandi spurningar, þá er í lagi að segja að þessi spurning hafi sárnað, en passa samt upp á orðanotkun og framkomu. Annars er ég alls ekki sammála að honum Snorra og finnst hann vera að bulla upp í loftið. AUÐVITAÐ má fólk hafa sínar skoðanir á hlutunum, hinsvegar er tilvera hóps í samfélagi ekki skoðun heldur staðreynd. Mín tilvera sem trans strákur er ekki „hugmyndafræði“ heldur staðreynd. Ég er strákur og hef alltaf verið. Mér var úthlutað kyneinkenni stelpu við fæðingu, ólst upp sem stelpa en áttaði mig á því að það var bara ekki ég. Ég var 12 ára þegar ég komst að þessu. Að búa í samfélagi með svona miklu hatri er erfitt og þá sérstaklega í þessari stöðu. Ég og mínir jafnaldrar fengum litla sem enga fræðslu um að vera trans í grunnskóla sem leiddi til þess að enginn skildi neitt og var því með fordóma gagnvart mér og öðrum sem eru eins og ég. Hinsegin fræðsla,kynfræðsla og jafnvel kynjafræði er einhvað sem þarf að vera kennt í grunnskólum. Það er engin spurning. Að kenna börnum ungum og útskýra fyrir þeim að fólk er allskonar, minnkar líkur á fordómum og hatri eftir því sem þau eldast. Í vor fór ég í viðtal við vísi og ísland í dag og deildi minni reynslu sem trans strákur á unglingsárum. Ég hef fengið alskonar móttökur við því bæði stuðning og hatur en sem betur fer meira jákvætt en neikvætt. Ég hef líka heyrt að ég hef náð að pota í öxlina á fólki sem hafði ekki skilning á þessum málum og geta loksins skilið hvernig ég upplifi sjálfann mig og heiminn. Þar sjáum við að með því að tala rólega og útskýra er lykillinn af skylningi. Fordómar koma frá fáfræði og það er staðreynd. Minn helsti punktur hér er að við þurfum öll að bera virðingu fyrir öllum. Ekki skjóta neinar skoðanir niður með dónaskap eða ráðast á einstaklinginn. Plís. Ég held að allir hefðu smá gott af því að setjast niður með kaffibolla og smákökur og ræða málin rólega. Það er allt í lagi að hafa öðruvísi skoðanir. Mér er allveg sama ef þér líkar ekki við mig útaf minni kynvitund og kyntjáningu svo lengi sem þú ert ekki að hrauna þeirri skoðun yfir mig og aðra. Ef þín skoðun er að ég muni aldrei verða „alvöru strákur“ þá bara ókei en ég vil ekki fá að heyra það því að þú hefur rangt fyrir þér. Komdu þá allavega með góð rök. Svo lengi sem mitt fólk er virt og notuð séu rétt fornöfn á þau, er mér alveg sama hvað er í gangi í kollinum þínum. Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá ekki segja neitt.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun