Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. september 2025 16:29 Vinsældir orkudrykkja aukast með árunum. Getty Í nýrri samantekt á vegum embættis landlæknis segir að rúmur fjórðungur þeirra á aldrinum átján til 34 ára drekki orkudrykki á hverjum degi. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020. Níu prósent fullorðinna Íslendinga drukku sykraðan gosdrykk að minnsta kosti einu sinni á dag árið 2024 og fer þeim farið fækkandi með árunum. Á móti kemur jókst dagleg drykkja Íslendinga á sykurlausum gosdrykkjum til muna en rétt rúmlega nítján prósent landsmanna drukku slíkan drykk daglega. Það er um fimm prósenta aukning frá árinu 2020. Að sama skapi hefur neysla orkudrykkja aukist til muna. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020 en þá drukku um sex prósent þjóðarinnar orkudrykk á dag. Neyslan var langvinsælust meðal yngsta hóps kannanarinnar en rúmur fjórðungur fólks á aldrinum átján til 34 ára fékk sér orkudrykk á dag. Það er mikill munur á eldri hópunum þar sem 10,5 prósent þeirra á aldrinum 35 til 54 ára drukku orkudrykk á hverjum degi og 2,2 prósent 55 ára og eldri. Fullorðnir Íslendingar sem telja það erfitt að ná endum saman eru mun líklegri til að drekka orkudrykki og sykrað eða sykurlaust gos á hverjum degi. Fjórðungur þeirra drekkur sykurlaust gos daglega en einungis sautján prósent af þeim sem telja það auðvelt að ná endum saman drekka sykurlausan gosdrykk daglega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum embættis landlæknis út frá gögnum Gallup. Frá árinu 2016 hefur Gallup lagt fram könnun fyrir embætti landlæknis í þeim tilgangi að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna landsmanna. „Mikil koffínneysla getur valdið svefnerfiðleikum, höfuðverk, magaverk, skjálfta, niðurgangi, pirringi og kvíða. Þá getur mikil koffínneysla á meðgöngu aukið hættuna á vaxtarskerðingu fósturs og fósturláti,“ segir í skýrslunni. Konur borða hollmetið oftar en karlar Einnig var tekið fyrir hversu duglegir landsmenn væru að borða grænmeti og ávexti. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis fyrir árið 2025 er ráðlagt að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Árið 2024 uppfylltu einungis tíu prósent fimm skammta kvótann. Konur eru þá almennt duglegri en karlar að borða grænmeti eða ávexti að minnsta kosti einu sinni á dag. Hins vegar frá árinu 2020 fækkar þeim sem borða grænmeti daglega á meðan ávaxtaneyslan stendur í stað. Fólk á aldrinum 18 til 34 er líklegra til að borða grænmeti en 55 ára og eldri örlítið duglegri en þau yngstu að fá sér ávexti. Þeir sem telja það auðvelt að ná endum saman voru líklegri til að borða grænmeti og ávexti daglega heldur en fólk sem telur það erfitt. Skýrsluna má sjá hér. Heilbrigðismál Embætti landlæknis Orkudrykkir Matur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Níu prósent fullorðinna Íslendinga drukku sykraðan gosdrykk að minnsta kosti einu sinni á dag árið 2024 og fer þeim farið fækkandi með árunum. Á móti kemur jókst dagleg drykkja Íslendinga á sykurlausum gosdrykkjum til muna en rétt rúmlega nítján prósent landsmanna drukku slíkan drykk daglega. Það er um fimm prósenta aukning frá árinu 2020. Að sama skapi hefur neysla orkudrykkja aukist til muna. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020 en þá drukku um sex prósent þjóðarinnar orkudrykk á dag. Neyslan var langvinsælust meðal yngsta hóps kannanarinnar en rúmur fjórðungur fólks á aldrinum átján til 34 ára fékk sér orkudrykk á dag. Það er mikill munur á eldri hópunum þar sem 10,5 prósent þeirra á aldrinum 35 til 54 ára drukku orkudrykk á hverjum degi og 2,2 prósent 55 ára og eldri. Fullorðnir Íslendingar sem telja það erfitt að ná endum saman eru mun líklegri til að drekka orkudrykki og sykrað eða sykurlaust gos á hverjum degi. Fjórðungur þeirra drekkur sykurlaust gos daglega en einungis sautján prósent af þeim sem telja það auðvelt að ná endum saman drekka sykurlausan gosdrykk daglega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum embættis landlæknis út frá gögnum Gallup. Frá árinu 2016 hefur Gallup lagt fram könnun fyrir embætti landlæknis í þeim tilgangi að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna landsmanna. „Mikil koffínneysla getur valdið svefnerfiðleikum, höfuðverk, magaverk, skjálfta, niðurgangi, pirringi og kvíða. Þá getur mikil koffínneysla á meðgöngu aukið hættuna á vaxtarskerðingu fósturs og fósturláti,“ segir í skýrslunni. Konur borða hollmetið oftar en karlar Einnig var tekið fyrir hversu duglegir landsmenn væru að borða grænmeti og ávexti. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis fyrir árið 2025 er ráðlagt að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Árið 2024 uppfylltu einungis tíu prósent fimm skammta kvótann. Konur eru þá almennt duglegri en karlar að borða grænmeti eða ávexti að minnsta kosti einu sinni á dag. Hins vegar frá árinu 2020 fækkar þeim sem borða grænmeti daglega á meðan ávaxtaneyslan stendur í stað. Fólk á aldrinum 18 til 34 er líklegra til að borða grænmeti en 55 ára og eldri örlítið duglegri en þau yngstu að fá sér ávexti. Þeir sem telja það auðvelt að ná endum saman voru líklegri til að borða grænmeti og ávexti daglega heldur en fólk sem telur það erfitt. Skýrsluna má sjá hér.
Heilbrigðismál Embætti landlæknis Orkudrykkir Matur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira