Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 4. september 2025 19:51 Ólafur Ingi og starfslið Íslands. Vísir/Anton Brink Ísland tapaði 2-1 gegn Færeyjum í fyrsta leik undankeppni evrópumóts U21 landsliðs 2027 í dag. Færeyjar skoruðu tvö mörk snemma í leiknum og gátu þétt raðirnar rækilega. Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 landsliðsþjálfari var að vonum súr eftir leikinn. Hann hafði sagt við blaðamann fyrir leik að liðið þyrfti að passa sig á skyndisóknum Færeyja sem yrði þeirra helsta vopn. Eftir tveggja mínútna leik höfðu Færeyingar skorað úr skyndisókn. Hann sagði leikplanið ekki hafa farið útum gluggann við markið en breytt gangi leiksins. „Vissum alveg út frá þeirra fyrsta leik og að við værum líklega sterkara lið á pappír þá yrðum við meira með boltann. Við erum búnir að vera að vinna í því að reyna að setja okkur ekki í þá aðstöðu að yfirspila og reyna að þröngva boltum í einhvern pakka sem við vildum ekki leita inn í. Við vissum alveg að það væri þeirra styrkur að sækja hratt en því miður þá fáum við mark í andlitið eftir tvær mínútur. Það gefur þeim von og meiri kraft. Í kjölfarið gefum við þeim mark og þá er á brattan að sækja,“ sagði Ólafur og bætti við um varnarleikinn en Ísland gaf tvö mjög ódýr mörk í dag. „Varnarleikurinn sem slíkur er fínn. Auðvitað er þetta eitthvað sem kemur fyrir og pínu erfitt að koma í veg fyrir öll mistök. Þurfum að lifa með því en það varð okkur að falli í dag. Þetta er dýrt. Þetta eru ekki margir leikir og það að lenda 2-0 undir í landsleik er stór hola. Mér fannst við samt öflugri í seinni hálfleik. Það var meiri tilgangur í því sem við vorum að gera og sköpuðum fína séns. Það var því miður ekki nóg.“ Færeyjar náðu að verjast þétt í dag eftir mörkin tvö og voru nánast alltaf 11 á bak við boltann. Ólafur sagði verkefnið hafa verið ærið gegn þessum varnarmúr. „Það var erfitt að brjóta þá aftur, sérstaklega miðsvæðis. Það varð til þess að við þurftum að herja á kantana og koma inn með fyrirgjafir. Við erum með sterka leikmenn inn í teig og það á að vera vopn. Mér fannst vanta örlítið upp á gæðin í síðustu sendingu í dag til að skapa betri færi,“ sagði Ólafur og bætti við um orku Færeyinganna sem létu vel í sér heyra á vellinum: „Þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Þeir fengu kickstart frá okkur og við vorum sjálfum okkur verstir. Stemmingin var öll þeirra megin. Öskur og læti hafa aldrei unnið leiki og það var ekki ástæðan fyrir sigri þeirra í dag. Óska þeim til hamingju með góðan leik.“ Næsti leikur Íslands fer fram gegn Eistlandi næstkomandi mánudag. Eistar töpuðu líka gegn Færeyjum 2-1 í sumar og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið „Við þurfum aðeins að fá að sleikja sárin og rífa okkur upp. Það er stutt í næsta leik, við ferðumst á morgun. Það verður öðruvísi leikur en við mætum brattir. Þetta er rétt að byrja og það má ekki vera of dapur, verðum að vera fljótir að læra og gleyma þessu.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 landsliðsþjálfari var að vonum súr eftir leikinn. Hann hafði sagt við blaðamann fyrir leik að liðið þyrfti að passa sig á skyndisóknum Færeyja sem yrði þeirra helsta vopn. Eftir tveggja mínútna leik höfðu Færeyingar skorað úr skyndisókn. Hann sagði leikplanið ekki hafa farið útum gluggann við markið en breytt gangi leiksins. „Vissum alveg út frá þeirra fyrsta leik og að við værum líklega sterkara lið á pappír þá yrðum við meira með boltann. Við erum búnir að vera að vinna í því að reyna að setja okkur ekki í þá aðstöðu að yfirspila og reyna að þröngva boltum í einhvern pakka sem við vildum ekki leita inn í. Við vissum alveg að það væri þeirra styrkur að sækja hratt en því miður þá fáum við mark í andlitið eftir tvær mínútur. Það gefur þeim von og meiri kraft. Í kjölfarið gefum við þeim mark og þá er á brattan að sækja,“ sagði Ólafur og bætti við um varnarleikinn en Ísland gaf tvö mjög ódýr mörk í dag. „Varnarleikurinn sem slíkur er fínn. Auðvitað er þetta eitthvað sem kemur fyrir og pínu erfitt að koma í veg fyrir öll mistök. Þurfum að lifa með því en það varð okkur að falli í dag. Þetta er dýrt. Þetta eru ekki margir leikir og það að lenda 2-0 undir í landsleik er stór hola. Mér fannst við samt öflugri í seinni hálfleik. Það var meiri tilgangur í því sem við vorum að gera og sköpuðum fína séns. Það var því miður ekki nóg.“ Færeyjar náðu að verjast þétt í dag eftir mörkin tvö og voru nánast alltaf 11 á bak við boltann. Ólafur sagði verkefnið hafa verið ærið gegn þessum varnarmúr. „Það var erfitt að brjóta þá aftur, sérstaklega miðsvæðis. Það varð til þess að við þurftum að herja á kantana og koma inn með fyrirgjafir. Við erum með sterka leikmenn inn í teig og það á að vera vopn. Mér fannst vanta örlítið upp á gæðin í síðustu sendingu í dag til að skapa betri færi,“ sagði Ólafur og bætti við um orku Færeyinganna sem létu vel í sér heyra á vellinum: „Þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Þeir fengu kickstart frá okkur og við vorum sjálfum okkur verstir. Stemmingin var öll þeirra megin. Öskur og læti hafa aldrei unnið leiki og það var ekki ástæðan fyrir sigri þeirra í dag. Óska þeim til hamingju með góðan leik.“ Næsti leikur Íslands fer fram gegn Eistlandi næstkomandi mánudag. Eistar töpuðu líka gegn Færeyjum 2-1 í sumar og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið „Við þurfum aðeins að fá að sleikja sárin og rífa okkur upp. Það er stutt í næsta leik, við ferðumst á morgun. Það verður öðruvísi leikur en við mætum brattir. Þetta er rétt að byrja og það má ekki vera of dapur, verðum að vera fljótir að læra og gleyma þessu.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira