Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2025 12:13 Garðyrkjubændur munu taka vel á móti gestum í dag á uppskeruhátíðinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera á Flúðum og nágrenni í dag því þá fer fram uppskeruhátíð Hrunamannahrepps. Hægt verður að versla ný upptekið grænmeti frá garðyrkjubændum og svo verður opið hús á nokkrum stöðum og Flúðasveppir ætla að leyfa gestum og gangandi að skoða inn í sveppa klefa hjá sér. Uppskeruhátíðin hófst í morgun og stendur fram á kvöld en mest verður um að vera núna eftir hádegi. Það opnar til dæmis glæsilegur markaður í félagsheimilinu á Flúðum klukkan 13:00 og verður hann opinn til klukkan 16:00. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps er sú, sem veit hvað mest um uppskeruhátíðina. „Já þetta hefur notið mikilla vinsælda og fólki finnst gaman að getað komið og farið í stutta bíltúr og kíkt út á land og séð hvernig og hvar grænmetið er framleidd og hvaðan vörurnar koma. Og svo er þetta náttúrulega mjög fjölbreyttur dagur því það er hellingur hér í gangi, mikil afþreying og margt hægt að gera,“ segir Aldís. Og þetta er nýupptekið grænmeti, sem fólk getur verslað eða hvað? „Já við erum náttúrulega að tala um eins ferskt eins og best getur orðið.“ Íslenskar gulrætur eru alltaf mjög vinsælar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðyrkjustöðvar á Flúðum og í nágrenninu verða margar með opið hús hjá sér í dag. „Já og garðyrkjubændur sumir hverjir koma með sínar vörur í félagsheimilið og svo eru aðrir, sem opna stöðvarnar hjá sér, þannig að það er um að gera að kíkja bara á dagskrána og keyra á milli og njóta þess að sjá, bæði það að versla það sem í boði er og skoða svo bara Flúðir og nágrenni,“ segir Aldís. Aldís Hafsteinsdóttir, sem er sveitarstjóri Hrunamannahrepps en alla dagskrá uppskeruhátíðarinnar er hægt að sjá á heimasíðu sveitarfélagsins.Aðsend Svo er eitthvað fjör í kvöld, drykkir og skemmtun á Sæsabar á Flúðum eða hvað? „Já, það vantar ekki fjörið, Hrunamenn kunna að skemmta sér og það er alltaf fjör á Sæsabar,“ sagði Aldís spennt fyrir deginum. Hér má sjá dagskrá dagsins Hrunamannahreppur Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Uppskeruhátíðin hófst í morgun og stendur fram á kvöld en mest verður um að vera núna eftir hádegi. Það opnar til dæmis glæsilegur markaður í félagsheimilinu á Flúðum klukkan 13:00 og verður hann opinn til klukkan 16:00. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps er sú, sem veit hvað mest um uppskeruhátíðina. „Já þetta hefur notið mikilla vinsælda og fólki finnst gaman að getað komið og farið í stutta bíltúr og kíkt út á land og séð hvernig og hvar grænmetið er framleidd og hvaðan vörurnar koma. Og svo er þetta náttúrulega mjög fjölbreyttur dagur því það er hellingur hér í gangi, mikil afþreying og margt hægt að gera,“ segir Aldís. Og þetta er nýupptekið grænmeti, sem fólk getur verslað eða hvað? „Já við erum náttúrulega að tala um eins ferskt eins og best getur orðið.“ Íslenskar gulrætur eru alltaf mjög vinsælar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðyrkjustöðvar á Flúðum og í nágrenninu verða margar með opið hús hjá sér í dag. „Já og garðyrkjubændur sumir hverjir koma með sínar vörur í félagsheimilið og svo eru aðrir, sem opna stöðvarnar hjá sér, þannig að það er um að gera að kíkja bara á dagskrána og keyra á milli og njóta þess að sjá, bæði það að versla það sem í boði er og skoða svo bara Flúðir og nágrenni,“ segir Aldís. Aldís Hafsteinsdóttir, sem er sveitarstjóri Hrunamannahrepps en alla dagskrá uppskeruhátíðarinnar er hægt að sjá á heimasíðu sveitarfélagsins.Aðsend Svo er eitthvað fjör í kvöld, drykkir og skemmtun á Sæsabar á Flúðum eða hvað? „Já, það vantar ekki fjörið, Hrunamenn kunna að skemmta sér og það er alltaf fjör á Sæsabar,“ sagði Aldís spennt fyrir deginum. Hér má sjá dagskrá dagsins
Hrunamannahreppur Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira