Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. september 2025 14:43 Frumvarpið hefur verið lagt fyrir Evrópuþingið á nýjan leik. Getty Harðar deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð, en markmiðið er að greina efni sem tengist barnaníði og tilkynna um það. Andstæðingar frumvarpsins segja áformin brjóta gegn friðhelgi einkalífs og þau opni dyr fyrir víðtæka eftirlitsheimild yfir einkasamskiptum fólks. Frumvarpið heitir á ensku „Chat control“ eða CSAM reglugerðin, og kveður á um svokallaðar skannanir við uppruna skilaboða hjá samskiptaforritum áður en þau eru dulkóðuð, en andstæðingar hafa sagt áformin grafa gríðarlega undan gagnaöryggi borgara, fyrirtækja og stofnana. Frumvarpið var fyrst lagt fram í maí 2022 sem liður í átaki Evrópusambandsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Frumvarpið náði ekki í gegn vegna mikillar andstöðu ríkja eins og Þýskalands og Póllands, og var að lokum dregið til baka í júní 2024. Danmörk tók svo við forsæti í ráði Evrópusambandsins í sumar og lagði frumvarpið fram á nýjan leik, og þurfa ríki Evrópusambandsins að taka ákvörðun um afstöðu sína fyrir 12. september næstkomandi. Meðal andstæðinga frumvarpsins eru þingmenn úr ólíkum flokkum, en þar er að finna græningja, sósíaldemókrata, íhaldsflokka, og alls konar pírataflokka. Þýskaland og Pólland voru á móti frumvarpinu fyrst þegar það var lagt fram, en óljóst er með afstöðu nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands til málsins. Belgía, Tékkland, Austurríki, Holland, og Pólland eru meðal ríkja sem hyggjast greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Minnst fimmtán ríki hafa lýst yfir stuðningi við áformin en þeirra á meðal eru Frakkland, Ítalía, Spánn, Svíþjóð, Litháen, Kýpur og Írland. Í fyrirspurn frá Emmanoil Fragkos, grískum þingmanni Evrópuþingsins, lýsti hann þungum áhyggjum yfir áformunum og sagðist efast um að þau samrýmdust sjöundu grein mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. „Með því að veikja dulkóðunarkerfin með þessum hætti verður mikil hætta á að netþrjótar eigi auðveldara með að ráðast á okkur, það verður auðveldara fyrir óvinveitt ríki að komast í kerfin okkar og það myndi skaða samkeppnishæfni rafræna hagkerfis okkar,“ segir hann. Stuðningsmenn frumvarpsins segja aftur á móti löggjöfina stórt skref í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Netfyrirtæki sjálf séu með mjög ólíkar reglur um það hvernig tilkynnt er um ólöglegt efni á þeirra síðum, og frumvarpið myndi leggja sömu reglur fyrir alla, og þar með muni komast upp um fleiri barnaníðsmál. Euronews Evrópusambandið Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Sjá meira
Frumvarpið heitir á ensku „Chat control“ eða CSAM reglugerðin, og kveður á um svokallaðar skannanir við uppruna skilaboða hjá samskiptaforritum áður en þau eru dulkóðuð, en andstæðingar hafa sagt áformin grafa gríðarlega undan gagnaöryggi borgara, fyrirtækja og stofnana. Frumvarpið var fyrst lagt fram í maí 2022 sem liður í átaki Evrópusambandsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Frumvarpið náði ekki í gegn vegna mikillar andstöðu ríkja eins og Þýskalands og Póllands, og var að lokum dregið til baka í júní 2024. Danmörk tók svo við forsæti í ráði Evrópusambandsins í sumar og lagði frumvarpið fram á nýjan leik, og þurfa ríki Evrópusambandsins að taka ákvörðun um afstöðu sína fyrir 12. september næstkomandi. Meðal andstæðinga frumvarpsins eru þingmenn úr ólíkum flokkum, en þar er að finna græningja, sósíaldemókrata, íhaldsflokka, og alls konar pírataflokka. Þýskaland og Pólland voru á móti frumvarpinu fyrst þegar það var lagt fram, en óljóst er með afstöðu nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands til málsins. Belgía, Tékkland, Austurríki, Holland, og Pólland eru meðal ríkja sem hyggjast greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Minnst fimmtán ríki hafa lýst yfir stuðningi við áformin en þeirra á meðal eru Frakkland, Ítalía, Spánn, Svíþjóð, Litháen, Kýpur og Írland. Í fyrirspurn frá Emmanoil Fragkos, grískum þingmanni Evrópuþingsins, lýsti hann þungum áhyggjum yfir áformunum og sagðist efast um að þau samrýmdust sjöundu grein mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. „Með því að veikja dulkóðunarkerfin með þessum hætti verður mikil hætta á að netþrjótar eigi auðveldara með að ráðast á okkur, það verður auðveldara fyrir óvinveitt ríki að komast í kerfin okkar og það myndi skaða samkeppnishæfni rafræna hagkerfis okkar,“ segir hann. Stuðningsmenn frumvarpsins segja aftur á móti löggjöfina stórt skref í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Netfyrirtæki sjálf séu með mjög ólíkar reglur um það hvernig tilkynnt er um ólöglegt efni á þeirra síðum, og frumvarpið myndi leggja sömu reglur fyrir alla, og þar með muni komast upp um fleiri barnaníðsmál. Euronews
Evrópusambandið Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Sjá meira