Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. september 2025 14:43 Frumvarpið hefur verið lagt fyrir Evrópuþingið á nýjan leik. Getty Harðar deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð, en markmiðið er að greina efni sem tengist barnaníði og tilkynna um það. Andstæðingar frumvarpsins segja áformin brjóta gegn friðhelgi einkalífs og þau opni dyr fyrir víðtæka eftirlitsheimild yfir einkasamskiptum fólks. Frumvarpið heitir á ensku „Chat control“ eða CSAM reglugerðin, og kveður á um svokallaðar skannanir við uppruna skilaboða hjá samskiptaforritum áður en þau eru dulkóðuð, en andstæðingar hafa sagt áformin grafa gríðarlega undan gagnaöryggi borgara, fyrirtækja og stofnana. Frumvarpið var fyrst lagt fram í maí 2022 sem liður í átaki Evrópusambandsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Frumvarpið náði ekki í gegn vegna mikillar andstöðu ríkja eins og Þýskalands og Póllands, og var að lokum dregið til baka í júní 2024. Danmörk tók svo við forsæti í ráði Evrópusambandsins í sumar og lagði frumvarpið fram á nýjan leik, og þurfa ríki Evrópusambandsins að taka ákvörðun um afstöðu sína fyrir 12. september næstkomandi. Meðal andstæðinga frumvarpsins eru þingmenn úr ólíkum flokkum, en þar er að finna græningja, sósíaldemókrata, íhaldsflokka, og alls konar pírataflokka. Þýskaland og Pólland voru á móti frumvarpinu fyrst þegar það var lagt fram, en óljóst er með afstöðu nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands til málsins. Belgía, Tékkland, Austurríki, Holland, og Pólland eru meðal ríkja sem hyggjast greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Minnst fimmtán ríki hafa lýst yfir stuðningi við áformin en þeirra á meðal eru Frakkland, Ítalía, Spánn, Svíþjóð, Litháen, Kýpur og Írland. Í fyrirspurn frá Emmanoil Fragkos, grískum þingmanni Evrópuþingsins, lýsti hann þungum áhyggjum yfir áformunum og sagðist efast um að þau samrýmdust sjöundu grein mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. „Með því að veikja dulkóðunarkerfin með þessum hætti verður mikil hætta á að netþrjótar eigi auðveldara með að ráðast á okkur, það verður auðveldara fyrir óvinveitt ríki að komast í kerfin okkar og það myndi skaða samkeppnishæfni rafræna hagkerfis okkar,“ segir hann. Stuðningsmenn frumvarpsins segja aftur á móti löggjöfina stórt skref í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Netfyrirtæki sjálf séu með mjög ólíkar reglur um það hvernig tilkynnt er um ólöglegt efni á þeirra síðum, og frumvarpið myndi leggja sömu reglur fyrir alla, og þar með muni komast upp um fleiri barnaníðsmál. Euronews Evrópusambandið Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Frumvarpið heitir á ensku „Chat control“ eða CSAM reglugerðin, og kveður á um svokallaðar skannanir við uppruna skilaboða hjá samskiptaforritum áður en þau eru dulkóðuð, en andstæðingar hafa sagt áformin grafa gríðarlega undan gagnaöryggi borgara, fyrirtækja og stofnana. Frumvarpið var fyrst lagt fram í maí 2022 sem liður í átaki Evrópusambandsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Frumvarpið náði ekki í gegn vegna mikillar andstöðu ríkja eins og Þýskalands og Póllands, og var að lokum dregið til baka í júní 2024. Danmörk tók svo við forsæti í ráði Evrópusambandsins í sumar og lagði frumvarpið fram á nýjan leik, og þurfa ríki Evrópusambandsins að taka ákvörðun um afstöðu sína fyrir 12. september næstkomandi. Meðal andstæðinga frumvarpsins eru þingmenn úr ólíkum flokkum, en þar er að finna græningja, sósíaldemókrata, íhaldsflokka, og alls konar pírataflokka. Þýskaland og Pólland voru á móti frumvarpinu fyrst þegar það var lagt fram, en óljóst er með afstöðu nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands til málsins. Belgía, Tékkland, Austurríki, Holland, og Pólland eru meðal ríkja sem hyggjast greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Minnst fimmtán ríki hafa lýst yfir stuðningi við áformin en þeirra á meðal eru Frakkland, Ítalía, Spánn, Svíþjóð, Litháen, Kýpur og Írland. Í fyrirspurn frá Emmanoil Fragkos, grískum þingmanni Evrópuþingsins, lýsti hann þungum áhyggjum yfir áformunum og sagðist efast um að þau samrýmdust sjöundu grein mannréttindasáttmála Evrópusambandsins. „Með því að veikja dulkóðunarkerfin með þessum hætti verður mikil hætta á að netþrjótar eigi auðveldara með að ráðast á okkur, það verður auðveldara fyrir óvinveitt ríki að komast í kerfin okkar og það myndi skaða samkeppnishæfni rafræna hagkerfis okkar,“ segir hann. Stuðningsmenn frumvarpsins segja aftur á móti löggjöfina stórt skref í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Netfyrirtæki sjálf séu með mjög ólíkar reglur um það hvernig tilkynnt er um ólöglegt efni á þeirra síðum, og frumvarpið myndi leggja sömu reglur fyrir alla, og þar með muni komast upp um fleiri barnaníðsmál. Euronews
Evrópusambandið Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira